Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2019 21:00 Þingflokksformaður Pírata segir geðheilbrigðisþjónustu við fanga á Íslandi algerlega óviðunandi en ekkert hefði verið gert til að bæta úr því þrátt fyrir ábendingar bæði alþjóðlegra og innlendra stofnana. Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minnti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata á að bann við pyntingum og annarri vanvirðandi eða ómannúðlegri meðferð væri algjört og án undantekninga í lýðræðisríkjum. Þetta væri hvergi mikilvægara en í fangelsum þar sem stjórnvöld hefðu svift fólk frelsi sínu. Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum hefði um árabil skorað á íslensk stjórnvöld að bæta úr alvarlegum skorti á geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. „Ríkisendurskoðun benti á þennan skort í skýrslu sinni árið 2010 og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað hvatt ráðuneyti hæstvirts ráðherra til að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga undanfarin ár án teljandi viðbragða eða úrbóta að hálfu ráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að núverandi fyrirkomulag tryggi ekki vernd fanga frá pyntingum og annarri vanvirðandi meðferð eða refsingu í fangelsum landsins,” sagði Sunna. Hún spurði heilbrigðisráðherra hvort hægt væri að una við þetta og hvenær mætti búast við úrbótum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði þær ábendingar sem Sunna nefndi teknar alvarlega í heilbrigðisráðuneytinu. Samningur Sjúkratrygginga við heilsugæsluna í Árbæ um alhliða heilbrigðisþjónustu á dagtíma við fanga á Hólmsheiði væri á lokastigi. „Geðheilbrigðisþjónusta, það er að segja geðlæknir og geðhjúkrunarfræðingur, eru hluti samningsins. Það er sérstakur undirsamningur við geðsvið Landsspítalans. Þannig að þessi samningur er á lokastigi og síðan er hugmyndin að þetta módel verði fært yfir á önnur fangelsi í landinu í samvinnu við heilbrigðisstofnanir á svæðinu og geðdeildir viðkomandi sjúkrahúsa,” sagði Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata segir geðheilbrigðisþjónustu við fanga á Íslandi algerlega óviðunandi en ekkert hefði verið gert til að bæta úr því þrátt fyrir ábendingar bæði alþjóðlegra og innlendra stofnana. Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minnti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata á að bann við pyntingum og annarri vanvirðandi eða ómannúðlegri meðferð væri algjört og án undantekninga í lýðræðisríkjum. Þetta væri hvergi mikilvægara en í fangelsum þar sem stjórnvöld hefðu svift fólk frelsi sínu. Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum hefði um árabil skorað á íslensk stjórnvöld að bæta úr alvarlegum skorti á geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. „Ríkisendurskoðun benti á þennan skort í skýrslu sinni árið 2010 og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað hvatt ráðuneyti hæstvirts ráðherra til að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga undanfarin ár án teljandi viðbragða eða úrbóta að hálfu ráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að núverandi fyrirkomulag tryggi ekki vernd fanga frá pyntingum og annarri vanvirðandi meðferð eða refsingu í fangelsum landsins,” sagði Sunna. Hún spurði heilbrigðisráðherra hvort hægt væri að una við þetta og hvenær mætti búast við úrbótum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði þær ábendingar sem Sunna nefndi teknar alvarlega í heilbrigðisráðuneytinu. Samningur Sjúkratrygginga við heilsugæsluna í Árbæ um alhliða heilbrigðisþjónustu á dagtíma við fanga á Hólmsheiði væri á lokastigi. „Geðheilbrigðisþjónusta, það er að segja geðlæknir og geðhjúkrunarfræðingur, eru hluti samningsins. Það er sérstakur undirsamningur við geðsvið Landsspítalans. Þannig að þessi samningur er á lokastigi og síðan er hugmyndin að þetta módel verði fært yfir á önnur fangelsi í landinu í samvinnu við heilbrigðisstofnanir á svæðinu og geðdeildir viðkomandi sjúkrahúsa,” sagði Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira