Lamdi mann með sleggju en reyndi að koma sökinni yfir á hann og aðra gesti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 19:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann með sleggju, valdið skemmdarverkum á bíl með téðri sleggju auk þess að haft í fórum sínum talsvert magn af sterum. Maðurinn sagði fyrir dómi að fórnarlambið hefði ásamt öðrum gestum á heimili árásarmannsins sviðsett árásina til þess að svíkja út tryggingabætur. Manninum var gefið að sök að hafa slegið fórnarlambið með sleggju fjögurra kílóa sleggju í brjóstkassann og með krepptum hnefa í andlitið. Svo virðist sem að fórnarlambið hafi ekki hlotið alvarleg meiðsl vegna árásarinnar en í framburði læknis fyrir dómi kom fram að sá sem varð fyrir árásinni mætti teljast heppinn að hafa ekki hlotið lífshættulega áverka. Árásin var fram á heimili árásarmannsins í Hafnarfirði en fyrir dómi neitaði hann sök auk þess sem hann sagðist ekki hafa brotið bílrúðu með sleggjunni. Kannaðist hann við að til slagsmála hafi komið en hann hafi ekki átt þátt í þeim. Grunaði hann að fólkið sem var saman komið heima hjá honum hafi sett árásina á svið til þess að svíkja út tryggingabætur, enda hafi hann heyrt það áður tala um að auðvelt væri að fá slíkar bætur á Íslandi. Vitnisburður vitna fyrir dómi studdi þó ekki þann framburð mannsins auk þess sem að í dóminum er tekið fram að maðurinn hafi fyrst komið með þá skýringu fyrir dómi að um samantekin ráð gesta hans hafi verið að ræða. Framburður hans hjá lögreglu hafi ekki verið á þann veg. Var maðurinn því sakfelldur fyrir líkamsárásina sem og skemmdarverkin á bílnum. Þá játaði hann að hafa haft í sinni vörslu 768 stykki af sterum, 100 stykki af lyfinu Oxymetholone og 1,0 millilítra af Testosterone stungulyfi. Voru lyfin gerð upptæk auk sleggjunnar. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn almennt skilorð. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 806.302 krónur í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann með sleggju, valdið skemmdarverkum á bíl með téðri sleggju auk þess að haft í fórum sínum talsvert magn af sterum. Maðurinn sagði fyrir dómi að fórnarlambið hefði ásamt öðrum gestum á heimili árásarmannsins sviðsett árásina til þess að svíkja út tryggingabætur. Manninum var gefið að sök að hafa slegið fórnarlambið með sleggju fjögurra kílóa sleggju í brjóstkassann og með krepptum hnefa í andlitið. Svo virðist sem að fórnarlambið hafi ekki hlotið alvarleg meiðsl vegna árásarinnar en í framburði læknis fyrir dómi kom fram að sá sem varð fyrir árásinni mætti teljast heppinn að hafa ekki hlotið lífshættulega áverka. Árásin var fram á heimili árásarmannsins í Hafnarfirði en fyrir dómi neitaði hann sök auk þess sem hann sagðist ekki hafa brotið bílrúðu með sleggjunni. Kannaðist hann við að til slagsmála hafi komið en hann hafi ekki átt þátt í þeim. Grunaði hann að fólkið sem var saman komið heima hjá honum hafi sett árásina á svið til þess að svíkja út tryggingabætur, enda hafi hann heyrt það áður tala um að auðvelt væri að fá slíkar bætur á Íslandi. Vitnisburður vitna fyrir dómi studdi þó ekki þann framburð mannsins auk þess sem að í dóminum er tekið fram að maðurinn hafi fyrst komið með þá skýringu fyrir dómi að um samantekin ráð gesta hans hafi verið að ræða. Framburður hans hjá lögreglu hafi ekki verið á þann veg. Var maðurinn því sakfelldur fyrir líkamsárásina sem og skemmdarverkin á bílnum. Þá játaði hann að hafa haft í sinni vörslu 768 stykki af sterum, 100 stykki af lyfinu Oxymetholone og 1,0 millilítra af Testosterone stungulyfi. Voru lyfin gerð upptæk auk sleggjunnar. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn almennt skilorð. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 806.302 krónur í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira