Milljarðavelta á fíkniefnamarkaði á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 18:30 Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/ERNIR Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi velti milljörðum. Þeir sem sérhæfi sig í innflutningi og dreifingu á fíkniefnum einblíni ekki lengur á eitt tiltekið efni heldur hagi seglum eftir því hvar mesta gróðavonin sé hverju sinni.Þetta kom fram í viðtali við Karl Steinar í Bítinu á Bylgunni á morgun þar sem yfirlögregluþjónninn fór yfir víðan völl um starf lögreglunnar til þess að sporna við innflutningu og dreifingu á fíkniefnum.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom framað fíkniefnasalar hafi í auknum mæli snúið sér að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari.„Þetta er svona við höfum kallað fjölþátta brotastarfsemi. Þú ferð bara í allt sem að gefur þér mestan peninginn á hverjum tíma og mixar því saman. Áður voru menn að sérhæfa sig í því að flytja inn kókaín eða flytja inn e-töflur eða eitthvað svoleiðis en það er liðin tíð. Nú fara þeir bara í það sem gefur mest á hverjum tíma,“ sagði Karl Steinar sem tók undir að aukning hafi orðið í innflutning á lyfseðilsskyldum lyfjum.Sagði hann ljóst að þeir sem stæðu að slíkum innflutningi hefðu margvíslegar leiðir til þess að að flytja slík lyf inn enda oft erfitt fyrir lögreglu og tollgæslu að koma í veg fyrir slíkar sendingar. Helsta vandamál þeirra sem stæðu að innflutningi slíkra efni væri hins vegar að koma þeim í dreifingu.„Vandamálin sem þeir standa frammi fyrir er að byggja upp sölunetið, það er að segja að losna við vöruna þegar hún er komin hingað og þar eru kannski meira erfiðleikar sem þeir geta staði frammi fyrir. Það er hins vegar talsverður markaður fyrir lyf og þetta hefur komið af talsvert miklum krafti,“ sagði Karl Steinar.Schengen-samstarfið lífæð ásamt alþjóðlegri samvinnu Lögreglan hér á landi á í nánu sambandi við lögregluyfirvöld í öðrum ríkjum, ekki síst í Evrópu í gegnum Schengen-svæðið og Europol. Skemmst er að minnast samvinnu íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar undir lok árs 2017 þegar lagt var hald á fíkniefni og fjármuni að virði rúmlega 500 milljóna í umfangsmiklum aðgerðum. Karl Steinar segir slíka samvinnu vera lífæð lögreglunnar hér á landi í slíkum málum. „Það sem gagnast lögreglu mest tengt því er aðgangur að ákveðnum upplýsingum á landamærum,“ sagði Karl Steinar um Schengen-samstarfið sem hann telur að gagnist Íslandi og öðrum minni ríkjum sérstaklega vel. „Kannski sérstaklega lítil lönd eins og við sem hafa ekki ráð á því að byggja upp landamæri með þeim hætti sem við þyrftum að gera ef við værum ekki í þessu. Ég myndi segja að eitt af lykilatriðinum okkar til árangurs í dag er þessi erlenda samvinna,“ sagði Karl Steinar. Var hann einnig spurður af því hvort að aldrei hafi áður verið meira af fíkniefnum í umferð hér á landi en nú. Vildi hann ekki taka svo djúpt í árinni en sagði þó að mikið magn væri í umferð. „Ég myndi frekar hallast að því að það væri mjög mikið,“ sagði Karl Steinar sem var einnig beðinn um að meta hversu mikil velta væri með fíkniefni hér á landi. „Það eru einhverjir milljarðar sem eru í þessu og kannski sérstaklega einmitt vegna þess að menn eru að nota þessa fjármuni og koma þeim inn í hefðbundinn rekstur og það er eitthvað sem við þurfum að skoða betur,“ sagði Karl Steinar en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Heilbrigðismál Bítið Lögreglumál Tengdar fréttir Segir aukningu í smygli lyfseðilsskyldra lyfja Fíkniefnasalar snúa sér í auknum mæli að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari. Eftirspurnin er einnig mikil enda kaupir þriðjungur þeirra sem kemur á Vog lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði. 28. janúar 2019 20:00 Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi velti milljörðum. Þeir sem sérhæfi sig í innflutningi og dreifingu á fíkniefnum einblíni ekki lengur á eitt tiltekið efni heldur hagi seglum eftir því hvar mesta gróðavonin sé hverju sinni.Þetta kom fram í viðtali við Karl Steinar í Bítinu á Bylgunni á morgun þar sem yfirlögregluþjónninn fór yfir víðan völl um starf lögreglunnar til þess að sporna við innflutningu og dreifingu á fíkniefnum.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom framað fíkniefnasalar hafi í auknum mæli snúið sér að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari.„Þetta er svona við höfum kallað fjölþátta brotastarfsemi. Þú ferð bara í allt sem að gefur þér mestan peninginn á hverjum tíma og mixar því saman. Áður voru menn að sérhæfa sig í því að flytja inn kókaín eða flytja inn e-töflur eða eitthvað svoleiðis en það er liðin tíð. Nú fara þeir bara í það sem gefur mest á hverjum tíma,“ sagði Karl Steinar sem tók undir að aukning hafi orðið í innflutning á lyfseðilsskyldum lyfjum.Sagði hann ljóst að þeir sem stæðu að slíkum innflutningi hefðu margvíslegar leiðir til þess að að flytja slík lyf inn enda oft erfitt fyrir lögreglu og tollgæslu að koma í veg fyrir slíkar sendingar. Helsta vandamál þeirra sem stæðu að innflutningi slíkra efni væri hins vegar að koma þeim í dreifingu.„Vandamálin sem þeir standa frammi fyrir er að byggja upp sölunetið, það er að segja að losna við vöruna þegar hún er komin hingað og þar eru kannski meira erfiðleikar sem þeir geta staði frammi fyrir. Það er hins vegar talsverður markaður fyrir lyf og þetta hefur komið af talsvert miklum krafti,“ sagði Karl Steinar.Schengen-samstarfið lífæð ásamt alþjóðlegri samvinnu Lögreglan hér á landi á í nánu sambandi við lögregluyfirvöld í öðrum ríkjum, ekki síst í Evrópu í gegnum Schengen-svæðið og Europol. Skemmst er að minnast samvinnu íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar undir lok árs 2017 þegar lagt var hald á fíkniefni og fjármuni að virði rúmlega 500 milljóna í umfangsmiklum aðgerðum. Karl Steinar segir slíka samvinnu vera lífæð lögreglunnar hér á landi í slíkum málum. „Það sem gagnast lögreglu mest tengt því er aðgangur að ákveðnum upplýsingum á landamærum,“ sagði Karl Steinar um Schengen-samstarfið sem hann telur að gagnist Íslandi og öðrum minni ríkjum sérstaklega vel. „Kannski sérstaklega lítil lönd eins og við sem hafa ekki ráð á því að byggja upp landamæri með þeim hætti sem við þyrftum að gera ef við værum ekki í þessu. Ég myndi segja að eitt af lykilatriðinum okkar til árangurs í dag er þessi erlenda samvinna,“ sagði Karl Steinar. Var hann einnig spurður af því hvort að aldrei hafi áður verið meira af fíkniefnum í umferð hér á landi en nú. Vildi hann ekki taka svo djúpt í árinni en sagði þó að mikið magn væri í umferð. „Ég myndi frekar hallast að því að það væri mjög mikið,“ sagði Karl Steinar sem var einnig beðinn um að meta hversu mikil velta væri með fíkniefni hér á landi. „Það eru einhverjir milljarðar sem eru í þessu og kannski sérstaklega einmitt vegna þess að menn eru að nota þessa fjármuni og koma þeim inn í hefðbundinn rekstur og það er eitthvað sem við þurfum að skoða betur,“ sagði Karl Steinar en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Heilbrigðismál Bítið Lögreglumál Tengdar fréttir Segir aukningu í smygli lyfseðilsskyldra lyfja Fíkniefnasalar snúa sér í auknum mæli að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari. Eftirspurnin er einnig mikil enda kaupir þriðjungur þeirra sem kemur á Vog lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði. 28. janúar 2019 20:00 Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Segir aukningu í smygli lyfseðilsskyldra lyfja Fíkniefnasalar snúa sér í auknum mæli að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari. Eftirspurnin er einnig mikil enda kaupir þriðjungur þeirra sem kemur á Vog lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði. 28. janúar 2019 20:00
Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent