Flóra Íslands, Hallgrímur og Sigrún fengu verðlaunin Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2019 20:30 Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018. Sigrún, Hallgrímur og höfundar Flóru Íslands. Hallgrímur Helgason, Sigrún Eldjárn og höfundar Flóru Íslands eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna að þessu sinni. Höfundar hvers verks um sig fá milljón íslenskra króna í verðlaunafé auk heiðursins. Hallgrímur hefur verið tilnefndur fimm sinnum til þessara sömu verðlauna en árið 2001 hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Höfund Íslands. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin 2018, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunahöfum voru afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir sem hannaðir er af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Sem fyrr segir skiptast verðlaunin í þrjá flokka eftirfarandi:Fræðirit og bækur almenns efnisHörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg Flóra Íslands -Blómplöntur og byrkingar Útgefandi: Vaka HelgafellBarna- og ungmennabækurSigrún Eldjárn Silfurlykillinn Útgefandi: Mál og menningFagurbókmenntirHallgrímur Helgason Sextíu kíló af sólskini Útgefandi: JPV útgáfa Eins og lög gera ráð fyrir flutti formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Heiðar Ingi Svansson, tölu og þakkaði hann stjórnvöldum mikið og vel fyrir lög sem gera ráð fyrir 400 milljóna stuðning við íslenska bókaútgáfu. Forseti Íslands kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Verðlaunahöfundar ávörpuðu gesti. Regína Ósk og Svenni Þór fluttu tvö lög á milli dagskráratriða. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Steingrímur Þórðarson, Þórunn Sigurðardóttir og Gísli Sigurðsson sem var jafnframt var formaður nefndarinnar. Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2018 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir. 1. desember 2018 17:30 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hallgrímur Helgason, Sigrún Eldjárn og höfundar Flóru Íslands eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna að þessu sinni. Höfundar hvers verks um sig fá milljón íslenskra króna í verðlaunafé auk heiðursins. Hallgrímur hefur verið tilnefndur fimm sinnum til þessara sömu verðlauna en árið 2001 hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Höfund Íslands. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin 2018, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunahöfum voru afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir sem hannaðir er af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Sem fyrr segir skiptast verðlaunin í þrjá flokka eftirfarandi:Fræðirit og bækur almenns efnisHörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg Flóra Íslands -Blómplöntur og byrkingar Útgefandi: Vaka HelgafellBarna- og ungmennabækurSigrún Eldjárn Silfurlykillinn Útgefandi: Mál og menningFagurbókmenntirHallgrímur Helgason Sextíu kíló af sólskini Útgefandi: JPV útgáfa Eins og lög gera ráð fyrir flutti formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Heiðar Ingi Svansson, tölu og þakkaði hann stjórnvöldum mikið og vel fyrir lög sem gera ráð fyrir 400 milljóna stuðning við íslenska bókaútgáfu. Forseti Íslands kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Verðlaunahöfundar ávörpuðu gesti. Regína Ósk og Svenni Þór fluttu tvö lög á milli dagskráratriða. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Steingrímur Þórðarson, Þórunn Sigurðardóttir og Gísli Sigurðsson sem var jafnframt var formaður nefndarinnar.
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2018 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir. 1. desember 2018 17:30 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2018 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir. 1. desember 2018 17:30