Töldu ekki tilefni til að bregðast við vegna ákæru Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2019 10:25 Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurlandi telur ekki tilefni til að breyta eða færa starfsvettvang lögreglumanns sem hefur verið ákærður með neinum hætti á meðan mál hans er rekið fyrir dómi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu embættisins vegna lögreglumanns sem er sakaður um að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum við að þvinga ökumann af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn hafði veitt bifreið eftirför vegna umferðar- og hegningarlaga bílstjórans. Ók lögreglumaðurinn þrívegis á vinstra afturhorn bifreiðarinnar á allt að 95 kílómetra hraða á klukkustund. Samkvæmt ákærunni hafði þetta þær afleiðingar í för með sér að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum sem snerist á veginum, fór út af honum, valt tvær veltur, og endaði á réttum kili. Af þessu hlaut ökumaðurinn brot á sjöunda hálslið og tíu sentímetra langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu.Í yfirlýsingu embættisins er fullyrt að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. Þar segir jafnframt að lögreglan búi við það að sæta skoðun á störfum sínum af hálfu ákæruvalds og eftir atvikum dómstóla í öllum sínum verkum. Það sé hinn eðlilegi farvegur slíkra mála innan þess réttarkerfis sem lýðræðið byggir á. „Yfirstjórn embættisins hefur farið yfir málið og mat hennar er að þrátt fyrir útgáfu ákærunnar sé ekki tilefni til að breyta eða færa starfsvettvang viðkomandi starfsmanns með neinum hætti meðan á meðferð málsins stendur fyrir dómi. Embættið mun að öðru leyti en þessu ekki tjá sig um málið meðan á meðferð þess stendur fyrir dómstólum,“ segir í yfirlýsingunni. Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í Reykjavík síðdegis í gær að hann væri undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurlandi telur ekki tilefni til að breyta eða færa starfsvettvang lögreglumanns sem hefur verið ákærður með neinum hætti á meðan mál hans er rekið fyrir dómi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu embættisins vegna lögreglumanns sem er sakaður um að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum við að þvinga ökumann af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn hafði veitt bifreið eftirför vegna umferðar- og hegningarlaga bílstjórans. Ók lögreglumaðurinn þrívegis á vinstra afturhorn bifreiðarinnar á allt að 95 kílómetra hraða á klukkustund. Samkvæmt ákærunni hafði þetta þær afleiðingar í för með sér að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum sem snerist á veginum, fór út af honum, valt tvær veltur, og endaði á réttum kili. Af þessu hlaut ökumaðurinn brot á sjöunda hálslið og tíu sentímetra langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu.Í yfirlýsingu embættisins er fullyrt að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. Þar segir jafnframt að lögreglan búi við það að sæta skoðun á störfum sínum af hálfu ákæruvalds og eftir atvikum dómstóla í öllum sínum verkum. Það sé hinn eðlilegi farvegur slíkra mála innan þess réttarkerfis sem lýðræðið byggir á. „Yfirstjórn embættisins hefur farið yfir málið og mat hennar er að þrátt fyrir útgáfu ákærunnar sé ekki tilefni til að breyta eða færa starfsvettvang viðkomandi starfsmanns með neinum hætti meðan á meðferð málsins stendur fyrir dómi. Embættið mun að öðru leyti en þessu ekki tjá sig um málið meðan á meðferð þess stendur fyrir dómstólum,“ segir í yfirlýsingunni. Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í Reykjavík síðdegis í gær að hann væri undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08