Erlent

Schultz „ekki með kjarkinn“ til að bjóða sig fram að mati Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum
Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af mögulegu forsetaframboði Howard Schultz, fyrrverandi forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Forsetinn segir forstjórann fyrrverandi ekki hafa kjark til þess að bjóða sig fram til forseta.

Shultz tilkynnti í gær að hann væri að íhuga að bjóða sig fram til forseta sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Schultz , sem hætti hjá Starbucks um mitt ár í fyrra, tilkynnti um þetta í tísti í gær.

Eins og búast má við af Trump lét hann skoðun sína á mögulegu framboði Schultz í ljós á Twitter fyrr í dag

„Howard Schultz hefur ekki „kjarkinn“ í það að bjóða sig fram til forseta. Horfði á hann í 60 mínútum í gær og ég er sammála honum um að hann sé ekki „gáfaðasti einstaklingurinn.“ Skiptir ekki máli, Bandaríkin eru hvort sem er með það! Ég vona bara að Starbucks sé enn þá að greiða mér leiguna fyrir Trump Tower!“ tísti Trump og vitnaði þar í útibú Starbucks í byggingu hans í New York borg.

Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum sem óttast að hann gæti tekið atkvæði af frambjóðanda þeirra á næsta ári. Það gæti verið nóg til þess að Trump forseti nái endurkjöri þrátt fyrir verulegar óvinsældir. Ekki eru þó allir sannfærðir um að öruggt sé að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump, líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×