Laumaðist til að "stela“ leikmunum úr Friends Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. janúar 2019 22:28 Á síðasta tökudegi vinsælu þáttaraðarinnar Friends ákvað Matt Le Blanc, sem lék Joey Tribbiani, að laumast til að taka ákveðna leikmuni með sér heim. Vísir/getty Á síðasta tökudegi vinsælu þáttaraðarinnar Friends ákvað Matt LeBlanc, sem lék Joey Tribbiani, að laumast til að taka ákveðna leikmuni með sér heim. LeBlanc var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon þar sem hann ræddi um Friends en um 15 ár eru liðin síðan þættirnir voru í loftinu. LeBlanc segir að honum finnist óþægilegt að horfa á þættina í dag því þá líði honum eins hann sé „hundrað ára gamall“. Fallon spurði LeBlanc hvort hann hefði ekki freistast til þess að taka eitthvað með sér til minnis um þættina. LeBlanc gantaðist þá með að hafa tekið heilan helling af pening en hann efnaðist mjög vegna gríðarlegrar velgengni þáttanna. LeBlanc sagði að öllu gríni slepptu að hann hafi fundið sig knútinn til að „stela“ litlum hvítum bolta úr fótboltaspilinu sem var í aðalhlutverkinu í íbúð Joey og Chandlers. Hann sagðist geyma boltann í verkfærakassanum sínum. Þetta var þó ekki það eina sem hann tók með sér af tökustað því hann tók einnig svokallað „Magna doodle“ sem er eins konar hvítt teiknispjald. Teiknispjaldið hékk á hurð Joey og Chandlers en Paul Swain, einn rafvirkjanna í teyminu, skrifaði iðulega setningar eða teiknaði myndir á teiknispjaldið sem tengdist efni hvers þáttar með einhverjum hætti. Le Blanc segist hafa stolið því til þess að láta Swain hafa það til minnis um þættina. „Hann á það núna svo það er frekar svalt. Ég hefði getað selt það fyrir mikinn pening,“ segir LeBlanc. Bíó og sjónvarp Friends Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Sjá meira
Á síðasta tökudegi vinsælu þáttaraðarinnar Friends ákvað Matt LeBlanc, sem lék Joey Tribbiani, að laumast til að taka ákveðna leikmuni með sér heim. LeBlanc var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon þar sem hann ræddi um Friends en um 15 ár eru liðin síðan þættirnir voru í loftinu. LeBlanc segir að honum finnist óþægilegt að horfa á þættina í dag því þá líði honum eins hann sé „hundrað ára gamall“. Fallon spurði LeBlanc hvort hann hefði ekki freistast til þess að taka eitthvað með sér til minnis um þættina. LeBlanc gantaðist þá með að hafa tekið heilan helling af pening en hann efnaðist mjög vegna gríðarlegrar velgengni þáttanna. LeBlanc sagði að öllu gríni slepptu að hann hafi fundið sig knútinn til að „stela“ litlum hvítum bolta úr fótboltaspilinu sem var í aðalhlutverkinu í íbúð Joey og Chandlers. Hann sagðist geyma boltann í verkfærakassanum sínum. Þetta var þó ekki það eina sem hann tók með sér af tökustað því hann tók einnig svokallað „Magna doodle“ sem er eins konar hvítt teiknispjald. Teiknispjaldið hékk á hurð Joey og Chandlers en Paul Swain, einn rafvirkjanna í teyminu, skrifaði iðulega setningar eða teiknaði myndir á teiknispjaldið sem tengdist efni hvers þáttar með einhverjum hætti. Le Blanc segist hafa stolið því til þess að láta Swain hafa það til minnis um þættina. „Hann á það núna svo það er frekar svalt. Ég hefði getað selt það fyrir mikinn pening,“ segir LeBlanc.
Bíó og sjónvarp Friends Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Sjá meira