Spánverjar enda í sjöunda sætinu á HM í handbolta 2019 eftir fimm marka sigur á Egyptum í kvöld, 36-31. Sigurinn veitir Spánverjum þáttökurétt í umspili um laust sæti á Ólympíuleikunum næsta sumar.
Afar mikið var skorað í fyrri hálfleik en Egyptarnir voru einu marki yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 18-17.
Spánverjarnir hertu hins vegar varnarleikinn í síðari hálfleik og refsuðu Egyuptunum grimmilega. Þeir stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar og lokatölur 36-31.
Joan Canellas var frábær í liði Spánverja en hann skoraði níu mörk. Ferran Sole Sala bætti við sjö mörkum en markahæstur Egypta voru þeir Ahmed Elahmar og Mohamed Shebib með sex mörk hvor.
Handbolti