Draga 156 af 237 uppsögnum til baka Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2019 15:24 Sigþór Kristinn Skúlason framkvæmdastjóri Airport Associates. Vísir/Sighvatur Airport Associates sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli hefur nú afturkallað uppsagnir 156 starfsmanna af þeim 237 sem sagt var upp í lok nóvember á síðasta ári. Þetta staðfestir Sigþór Kristinn Skúlason í samtali við Vísi. Uppsagnirnar voru hluti af aðgerðum fyrirtækisins til að takast á við erfiðleika í rekstri flugfélagsins WOW air. Fyrir uppsagnirnar störfuðu um 500 manns hjá Airport Associates og tóku þær til flestra deilda fyrirtækisins: hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar. Sigþór segir í samtali við Vísi að öryggi reksturs WOW air sé tryggt og þá liggi flugáætlanir nú fyrir. Þar af leiðandi hafi verið hægt að afturkalla verulegan hluta af uppsögnunum sem tóku gildi í nóvember, líkt og vonast hafði verið til. Í dag og á næstu dögum verði rætt við þá 156 starfsmenn sem halda vinnunni. „Það hafa verið starfsmannafundir í öllum deildum í dag og verið að tala við fólkið „as we speak“. Það munu allir fá að vita í dag eða á næstu dögum.“Sumir þegar dottnir út Að því sögðu er þó talsvert stór hópur, eða 81 starfsmaður, sem heldur ekki vinnunni hjá fyrirtækinu í samræmi við uppsagnirnar í nóvember. „Það er misjafnt eftir deildum hvað fólk átti langan uppsagnarfrest, sumir verða áfram og sumir ekki. Þá eru sumir þegar dottnir út,“ segir Sigþór. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina er áðurnefnt WOW air auk EasyJet, Wizz air, Delta Airlines, Norwegian og American Airlines. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1997 og voru um 700 starfsmenn á launaskrá í fyrrasumar. Með uppsögnunum nú verða þeir um 500 sumarið 2019. Þá er Airport Associates stærsti þjónustuaðili WOW air. Um miðjan janúar náði flugfélagið samkomulagi við fjárfesta um skilmálabreytingar á skuldabréfum sem keypt voru í útboði félagsins í fyrra. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Airport Associates sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli hefur nú afturkallað uppsagnir 156 starfsmanna af þeim 237 sem sagt var upp í lok nóvember á síðasta ári. Þetta staðfestir Sigþór Kristinn Skúlason í samtali við Vísi. Uppsagnirnar voru hluti af aðgerðum fyrirtækisins til að takast á við erfiðleika í rekstri flugfélagsins WOW air. Fyrir uppsagnirnar störfuðu um 500 manns hjá Airport Associates og tóku þær til flestra deilda fyrirtækisins: hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar. Sigþór segir í samtali við Vísi að öryggi reksturs WOW air sé tryggt og þá liggi flugáætlanir nú fyrir. Þar af leiðandi hafi verið hægt að afturkalla verulegan hluta af uppsögnunum sem tóku gildi í nóvember, líkt og vonast hafði verið til. Í dag og á næstu dögum verði rætt við þá 156 starfsmenn sem halda vinnunni. „Það hafa verið starfsmannafundir í öllum deildum í dag og verið að tala við fólkið „as we speak“. Það munu allir fá að vita í dag eða á næstu dögum.“Sumir þegar dottnir út Að því sögðu er þó talsvert stór hópur, eða 81 starfsmaður, sem heldur ekki vinnunni hjá fyrirtækinu í samræmi við uppsagnirnar í nóvember. „Það er misjafnt eftir deildum hvað fólk átti langan uppsagnarfrest, sumir verða áfram og sumir ekki. Þá eru sumir þegar dottnir út,“ segir Sigþór. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina er áðurnefnt WOW air auk EasyJet, Wizz air, Delta Airlines, Norwegian og American Airlines. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1997 og voru um 700 starfsmenn á launaskrá í fyrrasumar. Með uppsögnunum nú verða þeir um 500 sumarið 2019. Þá er Airport Associates stærsti þjónustuaðili WOW air. Um miðjan janúar náði flugfélagið samkomulagi við fjárfesta um skilmálabreytingar á skuldabréfum sem keypt voru í útboði félagsins í fyrra. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58
Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36
237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11