Hlaut alvarlega áverka í andliti eftir flugeld við Hallgrímskirkju Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2019 10:16 Alisa Kreynes gagnrýnir viðbrögð yfirvalda en málið telst óupplýst hjá lögreglu. Bandarísk kona hlaut töluverða áverka á andliti eftir að flugeldur sprakk í hópi sem var staddur við Hallgrímskirkju í Reykjavík á gamlárskvöldi árið 2017. Fjallað er um mál Alisu Kreynes á vef DV þar sem rætt er við hana og birt tölvupóstsamskipti hennar við embætti ríkislögreglustjóra og Reykjavíkurborg þar sem hún gagnrýnir viðbrögð yfirvalda vegna málsins. Kreynes heldur því fram að ókunnugur maður hafi skotið flugeld að henni og fimm vinum hennar. Vinir hennar hlutu bruna á fatnaði og hári en Alisa varð fyrir skaða í andliti og hlaut alvarlega brunasár á eyrum nefni og augum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi verið rannsakað af lögreglu. Engar vísbendingar fundust um hver hefði verið að verki. Lögreglan hafði til hliðsjónar myndbandsupptöku af óhappinu en þar sást ekki hver það var sem skaut flugeldinum sem sprakk hjá hópnum. Lögreglan auglýsti eftir vitnum að atvikinu í fjölmiðlum en enginn gaf sig fram. Rannsókn málsins er lokið af hálfu lögreglu og telst málið óupplýst og lítur lögreglan svo á að um slys sé að ræða úr því að ekkert kom út úr rannsókninni. Ef einhver þó gefur sig fram með upplýsingar þá mun lögregla taka málið upp aftur. Í DV kemur fram að Kreynes vilji að heimurinn fái að vita hversu óábyrg íslensk yfirvöld eru og gagnrýnir að lítið sé gert til að vernda ferðamenn, sem eru þjóðarbúinu afar mikilvægir. Hún segist hafa þurft að greiða rúmar 100 þúsund krónur fyrir heimsókn á Landspítalann og þá hafi heildar lækniskostnaður hennar vegna atviksins verið um 3.000 dollarar, en hún þurfti að leita til lýtalæknis vegna áverkanna. Ferðamennska á Íslandi Flugeldar Lögreglumál Hallgrímskirkja Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bandarísk kona hlaut töluverða áverka á andliti eftir að flugeldur sprakk í hópi sem var staddur við Hallgrímskirkju í Reykjavík á gamlárskvöldi árið 2017. Fjallað er um mál Alisu Kreynes á vef DV þar sem rætt er við hana og birt tölvupóstsamskipti hennar við embætti ríkislögreglustjóra og Reykjavíkurborg þar sem hún gagnrýnir viðbrögð yfirvalda vegna málsins. Kreynes heldur því fram að ókunnugur maður hafi skotið flugeld að henni og fimm vinum hennar. Vinir hennar hlutu bruna á fatnaði og hári en Alisa varð fyrir skaða í andliti og hlaut alvarlega brunasár á eyrum nefni og augum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi verið rannsakað af lögreglu. Engar vísbendingar fundust um hver hefði verið að verki. Lögreglan hafði til hliðsjónar myndbandsupptöku af óhappinu en þar sást ekki hver það var sem skaut flugeldinum sem sprakk hjá hópnum. Lögreglan auglýsti eftir vitnum að atvikinu í fjölmiðlum en enginn gaf sig fram. Rannsókn málsins er lokið af hálfu lögreglu og telst málið óupplýst og lítur lögreglan svo á að um slys sé að ræða úr því að ekkert kom út úr rannsókninni. Ef einhver þó gefur sig fram með upplýsingar þá mun lögregla taka málið upp aftur. Í DV kemur fram að Kreynes vilji að heimurinn fái að vita hversu óábyrg íslensk yfirvöld eru og gagnrýnir að lítið sé gert til að vernda ferðamenn, sem eru þjóðarbúinu afar mikilvægir. Hún segist hafa þurft að greiða rúmar 100 þúsund krónur fyrir heimsókn á Landspítalann og þá hafi heildar lækniskostnaður hennar vegna atviksins verið um 3.000 dollarar, en hún þurfti að leita til lýtalæknis vegna áverkanna.
Ferðamennska á Íslandi Flugeldar Lögreglumál Hallgrímskirkja Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira