Fyrirliðarnir og byrjunarliðin klár í Stjörnuleik NBA 2019 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 11:30 LeBron James og Giannis Antetokounmpo. Mynd/Twitter/NBA LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks verða fyrirliðarnir í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár og fá því að kjósa sér leikmenn í sín lið. LeBron James fékk flest atkvæði allra í Vesturdeildinni en Giannis Antetokounmpo fékk flest atkvæði í Austurdeildinni. Leikurinn sjálfur fer fram í Charlotte 17. febrúar næstkomandi.The 2019 #NBAAllStar Team Captains!#TeamLeBron#TeamGiannis NBA All-Star Draft Show, Thursday Feb. 7, 7:00pm/et, @NBAonTNT! pic.twitter.com/sy3Kf0uZFl — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 25, 2019Þetta er í fimmtánda skiptið sem LeBron James er kosinn í stjörnuleikinn en í fyrsta sinn sem leikmaður úr Vesturdeildinni því fyrir þetta tímabil hafði hann aðeins spilað með liðum í Austurdeildinni (Cleveland Cavaliers og Miami Heat).The Western Conference @NBAAllStar Starters Pool!@KingJames@JHarden13@StephenCurry30@Yg_Trece@KDTrey5#NBAAllStarpic.twitter.com/PnkabEbUVm — NBA (@NBA) January 25, 2019Það er líka ljóst hverjir verða í byrjunarliðunum. Úr Vesturdeildinni verða einnig í byrjunarliðinu þeir Paul George hjá Oklahoma City Thunder, Stephen Curry og Kevin Durant hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets. Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans var mjög nálægt því að komast í byrjunarliðið á kostnað Paul George. Úr Austurdeildinni verða líka í byrjunarliðunum Kawhi Leonard hjá Toronto Raptors, Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers, Kemba Walker hjá Charlotte Hornets og Kyrie Irving hjá Boston Celtics.The Eastern Conference @NBAAllStar Starters Pool! @Giannis_An34@KyrieIrving@KembaWalker@kawhileonard@JoelEmbiid#NBAAllStarpic.twitter.com/bLwuc8d6sV — NBA (@NBA) January 25, 2019Luka Doncic, slóvenski nýliðinn hjá Dallas Mavericks, komst ekki í byrjunarliðið þrátt fyrir góða kosningu en honum vantaði fleiri atkvæði frá öðrum leikmönnum í deildinni sem höfðu 25 prósent vægi. Doncic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili en hann var valinn númer þrjú síðasta sumar.Luka Doncic nearly became the first rookie to start in an All-Star game since Yao Ming #Mavspic.twitter.com/rf0SLSHQpK — Mavs Nation (@MavsNationNet) January 25, 2019Þjálfarar í NBA-deildinni munu velja restina af leikmönnunum í leikinn og þegar allur leikmannalistinn er klár þá munu þeir LeBron James og Giannis Antetokounmpo skiptast á að kjósa í lið. Sú kosning verður í beinni sjónvarpsútsendingu á TNT 7. febrúar.ICYMI | The East and West All-Star starters. pic.twitter.com/qKsyULGyly — Basketball Forever (@Bballforeverfb) January 25, 2019 NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks verða fyrirliðarnir í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár og fá því að kjósa sér leikmenn í sín lið. LeBron James fékk flest atkvæði allra í Vesturdeildinni en Giannis Antetokounmpo fékk flest atkvæði í Austurdeildinni. Leikurinn sjálfur fer fram í Charlotte 17. febrúar næstkomandi.The 2019 #NBAAllStar Team Captains!#TeamLeBron#TeamGiannis NBA All-Star Draft Show, Thursday Feb. 7, 7:00pm/et, @NBAonTNT! pic.twitter.com/sy3Kf0uZFl — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 25, 2019Þetta er í fimmtánda skiptið sem LeBron James er kosinn í stjörnuleikinn en í fyrsta sinn sem leikmaður úr Vesturdeildinni því fyrir þetta tímabil hafði hann aðeins spilað með liðum í Austurdeildinni (Cleveland Cavaliers og Miami Heat).The Western Conference @NBAAllStar Starters Pool!@KingJames@JHarden13@StephenCurry30@Yg_Trece@KDTrey5#NBAAllStarpic.twitter.com/PnkabEbUVm — NBA (@NBA) January 25, 2019Það er líka ljóst hverjir verða í byrjunarliðunum. Úr Vesturdeildinni verða einnig í byrjunarliðinu þeir Paul George hjá Oklahoma City Thunder, Stephen Curry og Kevin Durant hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets. Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans var mjög nálægt því að komast í byrjunarliðið á kostnað Paul George. Úr Austurdeildinni verða líka í byrjunarliðunum Kawhi Leonard hjá Toronto Raptors, Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers, Kemba Walker hjá Charlotte Hornets og Kyrie Irving hjá Boston Celtics.The Eastern Conference @NBAAllStar Starters Pool! @Giannis_An34@KyrieIrving@KembaWalker@kawhileonard@JoelEmbiid#NBAAllStarpic.twitter.com/bLwuc8d6sV — NBA (@NBA) January 25, 2019Luka Doncic, slóvenski nýliðinn hjá Dallas Mavericks, komst ekki í byrjunarliðið þrátt fyrir góða kosningu en honum vantaði fleiri atkvæði frá öðrum leikmönnum í deildinni sem höfðu 25 prósent vægi. Doncic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili en hann var valinn númer þrjú síðasta sumar.Luka Doncic nearly became the first rookie to start in an All-Star game since Yao Ming #Mavspic.twitter.com/rf0SLSHQpK — Mavs Nation (@MavsNationNet) January 25, 2019Þjálfarar í NBA-deildinni munu velja restina af leikmönnunum í leikinn og þegar allur leikmannalistinn er klár þá munu þeir LeBron James og Giannis Antetokounmpo skiptast á að kjósa í lið. Sú kosning verður í beinni sjónvarpsútsendingu á TNT 7. febrúar.ICYMI | The East and West All-Star starters. pic.twitter.com/qKsyULGyly — Basketball Forever (@Bballforeverfb) January 25, 2019
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira