Þrenna númer 119 hjá Westbrook og Steph Curry sjóðheitur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 08:30 Russell Westbrook. Getty/Harry How Russell Westbrook bætti við fimmtándu þrennu sinni á tímabilinu í nótt í sigri Oklahoma City Thunder og Stephen Curry átti flottan leik í níunda sigurleik Golden State Warriors í röð. LeBron James missti af fimmtánda leiknum í röð og Los Angeles Lakers tapaði.@StephenCurry30 tallies 38 PTS to lead the @warriors to their 9th consecutive win! #DubNationpic.twitter.com/H49HaeKPOh — NBA (@NBA) January 25, 2019Stephen Curry skoraði 38 stig og Kevin Durant var með 21 stig þegar Golden State Warriors vann 126-118 útisigur á Washington Wizards. Curry hitti reyndar aðeins úr 2 af 8 þriggja stiga skotum sínum en setti niður 12 af 16 skotum innan hennar. „Ég tek bara það sem vörnin býður mér,“ sagði Steph eftir leikinn. DeMarcus Cousins er kominn af stað hjá Golden State og hann skoraði 17 stig á 24 mínútum í sínum þriðja leik með félaginu. Trevor Ariza var atkvæðamestur hjá Wizards með 27 stig og Bradley Beal skoraði 22 stig.@russwest44 posts his 15th triple-double of the season with 23 PTS, 17 REB, 16 AST in the @okcthunder victory! #ThunderUppic.twitter.com/vz11CqqUSY — NBA (@NBA) January 25, 2019 Russell Westbrook bauð upp á þrennu þegar lið hans Oklahoma City Thunder vann 122-116 sigur á New Orleans Pelicans. Westbrook endaði með 23 stig, 17 fráköst og 16 stoðsendingar. Þetta var fimmtánda þrenna hans á tímabilinu og 119. þrennan hans á NBA-ferlinum. Thunder hefur unnið 10 af 15 leikjum í vetur þar sem Russell hefur náð þrennunni. Paul George bætti við 23 stigum og 11 fráköstum og tröllið Steven Adams var með 20 stig og 13 fráköst í þessum fjórða sigurleik Thunder-liðsins í röð.The @Timberwolves pick up the W in LA behind 27 PTS, 12 REB, 5 AST from @KarlTowns! #AllEyesNorthpic.twitter.com/hWsM79IBjX — NBA (@NBA) January 25, 2019Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann Los Angeles Lakers 120-105 á útivelli. Andrew Wiggins bætti við 23 stigum og Jerryd Bayless var með 16 stig í þriðja sigri Úlfanna í röð. Rajon Rondo bauð upp á 15 stig og 13 stoðsendingar hjá Lakers-liðinu í fyrsta leik sínum síðan á jólunum og Brandon Ingram skoraði 20 stig. LeBron James missti af sínum fimmtánda leik í röð og Lakers hefur aðeins unnið fimm þeirra. Þetta var þriðja tap liðsins í röð.@Dame_Lillard (24 PTS) and @CJMcCollum (20 PTS) power the @trailblazers win in Phoenix! #RipCitypic.twitter.com/vBLvJWr6Mq — NBA (@NBA) January 25, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 105-120 Phoenix Suns - Portland Trail Blazers 106-120 Oklahoma City Thunder - New Orleans Pelicans 122-116 Washington Wizards - Golden State Warriors 118-126 NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Russell Westbrook bætti við fimmtándu þrennu sinni á tímabilinu í nótt í sigri Oklahoma City Thunder og Stephen Curry átti flottan leik í níunda sigurleik Golden State Warriors í röð. LeBron James missti af fimmtánda leiknum í röð og Los Angeles Lakers tapaði.@StephenCurry30 tallies 38 PTS to lead the @warriors to their 9th consecutive win! #DubNationpic.twitter.com/H49HaeKPOh — NBA (@NBA) January 25, 2019Stephen Curry skoraði 38 stig og Kevin Durant var með 21 stig þegar Golden State Warriors vann 126-118 útisigur á Washington Wizards. Curry hitti reyndar aðeins úr 2 af 8 þriggja stiga skotum sínum en setti niður 12 af 16 skotum innan hennar. „Ég tek bara það sem vörnin býður mér,“ sagði Steph eftir leikinn. DeMarcus Cousins er kominn af stað hjá Golden State og hann skoraði 17 stig á 24 mínútum í sínum þriðja leik með félaginu. Trevor Ariza var atkvæðamestur hjá Wizards með 27 stig og Bradley Beal skoraði 22 stig.@russwest44 posts his 15th triple-double of the season with 23 PTS, 17 REB, 16 AST in the @okcthunder victory! #ThunderUppic.twitter.com/vz11CqqUSY — NBA (@NBA) January 25, 2019 Russell Westbrook bauð upp á þrennu þegar lið hans Oklahoma City Thunder vann 122-116 sigur á New Orleans Pelicans. Westbrook endaði með 23 stig, 17 fráköst og 16 stoðsendingar. Þetta var fimmtánda þrenna hans á tímabilinu og 119. þrennan hans á NBA-ferlinum. Thunder hefur unnið 10 af 15 leikjum í vetur þar sem Russell hefur náð þrennunni. Paul George bætti við 23 stigum og 11 fráköstum og tröllið Steven Adams var með 20 stig og 13 fráköst í þessum fjórða sigurleik Thunder-liðsins í röð.The @Timberwolves pick up the W in LA behind 27 PTS, 12 REB, 5 AST from @KarlTowns! #AllEyesNorthpic.twitter.com/hWsM79IBjX — NBA (@NBA) January 25, 2019Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann Los Angeles Lakers 120-105 á útivelli. Andrew Wiggins bætti við 23 stigum og Jerryd Bayless var með 16 stig í þriðja sigri Úlfanna í röð. Rajon Rondo bauð upp á 15 stig og 13 stoðsendingar hjá Lakers-liðinu í fyrsta leik sínum síðan á jólunum og Brandon Ingram skoraði 20 stig. LeBron James missti af sínum fimmtánda leik í röð og Lakers hefur aðeins unnið fimm þeirra. Þetta var þriðja tap liðsins í röð.@Dame_Lillard (24 PTS) and @CJMcCollum (20 PTS) power the @trailblazers win in Phoenix! #RipCitypic.twitter.com/vBLvJWr6Mq — NBA (@NBA) January 25, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 105-120 Phoenix Suns - Portland Trail Blazers 106-120 Oklahoma City Thunder - New Orleans Pelicans 122-116 Washington Wizards - Golden State Warriors 118-126
NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira