Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 18:04 Ef marka má frásögn Gunnars Braga féll hann í óminni áður en hann hafði uppi óviðeigandi ummæli um stjórnmálakonur á Klaustri. Hann hafi í kjölfarið týnt fötunum sínum og verið í minnisleysi í einn og hálfan sólahring. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að hann muni ekkert um samræður hans og annarra þingmanna á barnum Klaustri þar sem hann hafi fallið í algert óminni um leið og hann kom á barinn. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólahring eftir barheimsóknina. Í viðtali í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem sendur verður út í kvöld heldur Gunnar Bragi þessu fram. Kjarninn segir frá ummælum utanríkisráðherranns fyrrverandi sem hafði sig einna mest frammi í óviðeigandi ummælum um stjórnmálakonur sem náðust á upptöku á Klaustri. „Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Fullyrti hann að hann hefði ekki smakkað áfengi frá 20. nóvember því hann vilji „komast að því hvað gerðist þarna áður en einhver önnur skref eru tekin“. Bergþór Ólason, samflokksmaður Gunnars Braga sem einnig heyrðist á Klaustursupptökunum, sagðist hafa átt viðtöl við áfengisráðgjafa. Niðurstaðan hafi verið sú að hann væri ekki áfengissjúklingur en hann hefði engu að síður sett sjálfan sig í „ótímabundið áfengisleyfi“. „Ég taldi það bara ekki réttlætanlegt, og við erum búin að ræða það mikið inni á þingi undanfarna mánuði, að á meðan að 600 manns eru á biðlista hjá SÁÁ þá ætla ég ekki að fara í meðferð til að haka við einhver box,“ segir Bergþór í þættinum. Gunnar Bragi og Bergþór tóku sæti á Alþingi í dag eftir launalaust leyfi sem þeir tóku sér í desember þegar ummæli af Klaustri birtust í fjölmiðlum. Vísir reyndi að ná tali af Gunnari Braga í kvöld en án árangurs. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að hann muni ekkert um samræður hans og annarra þingmanna á barnum Klaustri þar sem hann hafi fallið í algert óminni um leið og hann kom á barinn. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólahring eftir barheimsóknina. Í viðtali í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem sendur verður út í kvöld heldur Gunnar Bragi þessu fram. Kjarninn segir frá ummælum utanríkisráðherranns fyrrverandi sem hafði sig einna mest frammi í óviðeigandi ummælum um stjórnmálakonur sem náðust á upptöku á Klaustri. „Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Fullyrti hann að hann hefði ekki smakkað áfengi frá 20. nóvember því hann vilji „komast að því hvað gerðist þarna áður en einhver önnur skref eru tekin“. Bergþór Ólason, samflokksmaður Gunnars Braga sem einnig heyrðist á Klaustursupptökunum, sagðist hafa átt viðtöl við áfengisráðgjafa. Niðurstaðan hafi verið sú að hann væri ekki áfengissjúklingur en hann hefði engu að síður sett sjálfan sig í „ótímabundið áfengisleyfi“. „Ég taldi það bara ekki réttlætanlegt, og við erum búin að ræða það mikið inni á þingi undanfarna mánuði, að á meðan að 600 manns eru á biðlista hjá SÁÁ þá ætla ég ekki að fara í meðferð til að haka við einhver box,“ segir Bergþór í þættinum. Gunnar Bragi og Bergþór tóku sæti á Alþingi í dag eftir launalaust leyfi sem þeir tóku sér í desember þegar ummæli af Klaustri birtust í fjölmiðlum. Vísir reyndi að ná tali af Gunnari Braga í kvöld en án árangurs.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Sjá meira
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43
Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent