Fimmtíu milljarða viðbót sögð koma á góðum tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2019 20:15 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í fyrra þótti mönnum heldur lítið vera að gerast í framkvæmdum ríkis og sveitarfélaga. Tölurnar sem teknar voru saman í dag frá opinberum aðilum eru hins vegar risastórar:Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, sem fram fór á Grand hótel Reykjavík í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Um 128 milljarðar, sem stærstu aðilarnir vilja bjóða út á þessu ári. Það er tæplega fimmtíu milljarða aukning milli ára,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, segir þetta verða metár í byggingum í borginni. Í Úlfarsárdal eigi að byggja skóla, sundlaug og menningarmiðstöð og nýtt knatthús verði reist fyrir ÍR og Breiðholtið. „En svo er náttúrlega verið að byggja mjög mörg íbúðahverfi,“ segir Dagur og nefnir Vogabyggð, Kirkjusand og Gufunes. „Þannig að það er mjög margt í gangi á þessu mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsir framkvæmdum Reykjavíkurborgar á Útboðsþinginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Framkvæmdasýslu ríkisins verður mikil aukning miðað við síðustu tvö ár, þegar framkvæmdir námu í kringum tólf milljarða króna hvort ár. Núna fara þær í rúma nítján milljarða króna. „Þannig að það er þarna aðeins gefið í. Það helgast helst af uppsteypu meðferðakjarna Landspítalans,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Vegagerðin hyggst bjóða út verkefni fyrir tuttugu milljarða króna í viðhaldi og nýframkvæmdum. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð stærsta verkið, upp á tvo og hálfan milljarð króna. En er 62 prósenta aukning á framkvæmdum opinberra aðila milli ára áhyggjuefni eða fagnaðarefni? „Ég held að þetta sé mjög mikið fagnaðarefni. Íbúðarhúsnæðið er mjög kærkomið og mikilvægt að það sé að koma inn á svo stórum skala,“ svarar borgarstjórinn. „Við fögnum því að sjálfsögðu að við séum að fá auknar fjárheimildir til framkvæmda,“ svarar fulltrúi Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.-Þetta er ekki ávísun á kollsteypu og verðbólgu? „Nei, ég held að þetta sé góður tími til framkvæmda. Það er auðvitað að hægjast á gangi hagkerfisins,“ svarar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Ég tel að þetta sé að koma inn á ansi góðum tíma í hagkerfinu,“ svarar forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Efnahagsmál Fjárlög Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í fyrra þótti mönnum heldur lítið vera að gerast í framkvæmdum ríkis og sveitarfélaga. Tölurnar sem teknar voru saman í dag frá opinberum aðilum eru hins vegar risastórar:Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, sem fram fór á Grand hótel Reykjavík í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Um 128 milljarðar, sem stærstu aðilarnir vilja bjóða út á þessu ári. Það er tæplega fimmtíu milljarða aukning milli ára,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, segir þetta verða metár í byggingum í borginni. Í Úlfarsárdal eigi að byggja skóla, sundlaug og menningarmiðstöð og nýtt knatthús verði reist fyrir ÍR og Breiðholtið. „En svo er náttúrlega verið að byggja mjög mörg íbúðahverfi,“ segir Dagur og nefnir Vogabyggð, Kirkjusand og Gufunes. „Þannig að það er mjög margt í gangi á þessu mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsir framkvæmdum Reykjavíkurborgar á Útboðsþinginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Framkvæmdasýslu ríkisins verður mikil aukning miðað við síðustu tvö ár, þegar framkvæmdir námu í kringum tólf milljarða króna hvort ár. Núna fara þær í rúma nítján milljarða króna. „Þannig að það er þarna aðeins gefið í. Það helgast helst af uppsteypu meðferðakjarna Landspítalans,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Vegagerðin hyggst bjóða út verkefni fyrir tuttugu milljarða króna í viðhaldi og nýframkvæmdum. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð stærsta verkið, upp á tvo og hálfan milljarð króna. En er 62 prósenta aukning á framkvæmdum opinberra aðila milli ára áhyggjuefni eða fagnaðarefni? „Ég held að þetta sé mjög mikið fagnaðarefni. Íbúðarhúsnæðið er mjög kærkomið og mikilvægt að það sé að koma inn á svo stórum skala,“ svarar borgarstjórinn. „Við fögnum því að sjálfsögðu að við séum að fá auknar fjárheimildir til framkvæmda,“ svarar fulltrúi Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.-Þetta er ekki ávísun á kollsteypu og verðbólgu? „Nei, ég held að þetta sé góður tími til framkvæmda. Það er auðvitað að hægjast á gangi hagkerfisins,“ svarar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Ég tel að þetta sé að koma inn á ansi góðum tíma í hagkerfinu,“ svarar forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Efnahagsmál Fjárlög Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira