Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Haukar 93-105 | Haukarnir enduðu sex leikja taphrinu á útivelli Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 24. janúar 2019 21:45 Hilmar Smári Henningsson. Vísir/Bára Haukar stigu í kvöld mikilvægt skref í áttina að úrslitakeppninni með sigur á Breiðablik í Smáranum. Blikar eru hinsvegar í ansi döprum málum neðstir í deildinni með einungis einn sigur eftir fjórtán leiki. Haukar voru yfir mest allan leikinn og náðu að klára leikinn þrátt fyrir gott áhlaup hjá Blikum í lok leiks. Leikurinn var fjörugur í upphafi þar sem bæði lið voru að skora út um allan völl. Bæði lið voru að sækja á körfuna og fá þannig góð færi. Haukur Óskarsson var í allt í öllu hjá Haukum í fyrsta leikhluta með 11 stig og fullt af góðum sendingum. Kofi Omar Josephs var aðalmaðurinn hjá Blikum en hann skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 27-30. Haukar komu miklu sterkari inn í annan leikhluta og byggðu hægt og rólega upp flotta forystu. Haukar voru heitir á bakvið þriggja stiga línuna í upphafi annars leikhluta og settu niður þrjár af fyrstu fjórum tilraunum sínum þaðan. Skotval Blika í öðrum leikhluta var virkilega slæmt og sést það vel á þriggjastiga nýtingunni sem var 12,5%. Staðan eftir tvo leikhluta var 45-58. Blikar komu út í þriðja leikhluta í svæðisvörn sem byrjaði mjög illa. Haukar fengu fyrst þegar Blikar voru í þessari svæðisvörn ítrekað færi undir körfunni. Blikar breyttu vörninni hinsvegar aðeins og byrjuðu að ná að stoppa Haukana oftar. Sóknarlega voru Blikarnir líka betri en í öðrum leikhluta en þeir fóru meira að sækja á körfuna í þriðja leikhluta. Staðan eftir þrjá leikhluta var 68-82. Blikar gerðu frábæra endurkomutilraun í fjórða leikhluti en eftir rúmar þrjár mínútur minnkuðu þeir muninn niður í 5 stig og Ívar þjálfari Hauka þurfti að taka leikhlé. Haukar voru rosalega duglegir að kasta boltanum frá sér í fjórða leikhluta en þeir köstuðu honum frá sér sjö sinnum í leikhlutanum. Hilmar Pétursson minnkaði muninn niður í 91-92 með tæpar tvær mínútur eftir með tveimur þristum í röð. Haukar tóku sig síðan saman í andlitinu eftir þessa þrista og tóku 13-2 áhlaup til að enda leikinn. Enn og aftur ná reynslulitlir Blikar ekki að klára jafnan leik.Af hverju unnu Haukar? Haukar voru miklu betra liðið í kvöld. Blikar gátu ekki stöðvað Hauka þegar þeir einbeittu sér í sóknarleikum, bæði lið voru án lykilmanna en Blikana vantaði alla stóru mennina sína eftir að Sveinbjörn fór meiddur útaf í lok leiksins. Ef Blikar hefðu verið með einhvern til að trufla Russell Woods Jr. í teignum hefði niðurstaðan kannski verið öðruvísi.Hverjir stóðu upp úr? Russell Woods Jr. var frábær fyrir Hauka í kvöld. 32 stig, 14 fráköst þar af 8 sóknarfráköst og frábær skotnýting. Haukur og Hjálmar voru rosalega flottir fyrir Haukana í kvöld. Voru ekki að hitta frábærlega utan af velli endilega en spiluðu hörku vörn og sköpuðu fyrir liðsfélaga sína. Hilmar Smári og Hilmar Pétursson eru jafngamlir og spiluðu saman upp yngri flokkana hjá Haukum. Þeir voru þar frábært tvíeyki sem fá lið vildu spila við. Í kvöld voru þeir andstæðingar og heilluðu báðir í leiknum. Báðir voru að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna og skapa færi fyrir liðsfélaga sína.Hvað gekk illa? Varnarleikur Blika slæmur allt tímabilið og leikur kvöldsins var engin undanteking. Haukar hittu úr 40% af þriggja stiga skotum enda fengu þeir mikið af opnum skotum síðan fá þeir 30 tilraunir frá vítalínunni og ná sér í 22 sóknarfráköst. Ef Jameel og Sveinbjörn eru báðir með heilahristing eins og Pétur var hræddur um eftir leik þá eru Blikar í enn meiri vandræðum undir körfunni í næstu leikjum. Haukar voru með ágætis forystu á leiðinni inn í fjórða en voru nálægt því að kasta henni frá sér með því að kasta oft frá sér boltanum. Þeir töpuðu boltanum 18 sinnum í leiknum en með svo marga tapaða bolta vinnur þú ekki mörg lið í þessari deild.Hvað gerist næst? Blikar heimsækja Skallagrím næsta föstudag í leit að fyrsta útisigrinum sínum á tímabilinu en eini sigur þeirra á tímabilinu kom einmitt á móti Skallagrím á heimavelli. Haukar fá Njarðvíkinga í heimsókn á föstudaginn en þeir eru í hörku baráttu við ÍR um 8. sætið sem er síðasta sætið í úrslitakeppninni. Báðir leikirnir eru auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport.Ívar: Gaman að sjá Hauka strákinn í Blikum „Ég er mjög ánægður með svona 90% af frammistöðunni í kvöld. Það vantar lykilmenn í kvöld en strákarnir spiluðu samt gríðarlega vel á köflum í kvöld. Hikstuðum aðeins í lokinn þegar við leyfðum þeim að komast inn í leikinn,” sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka eftir leik kvöldsins. Blikar spiluðu svæðisvörn allan seinni hálfleikinn. Haukar lögðu upp með að finna Hjálmar Stefánsson í kringum vítalínuna til að brjóta upp svæðisvörnina en Ívari fannst Hjálmar leysa misvel úr þeirri stöðu. „En aðalmálið er það við vorum að koma boltanum inná vítalínu á Hjálmar en hann var ekki alveg nægilega öruggur þar með boltann. Hann hefði getað sótt meira á körfuna þar sem þeir féllu svo mikið af Russell. Þannig að við komum boltanum á rétta staði en náðum ekki endilega að nýta það nægilega vel.” „Við vorum að stúta svæðisvörninni í byrjun en svo breytti þeir aðeins um afbrigði af svæðisvörn en þrátt fyrir það náðum við að koma boltanum á réttu staðina. Það vantaði samt bara aðeins sjálfstraustið í mína menn að klára á þeim tímum. Þá sættum við okkur meira við að taka léleg þriggja stiga skot og fengum á okkur hraðar sóknir þannig.” Russell Woods Jr. var í kvöld að spila sinn fjórða leik fyrir Hauka. Í upphafi átti hann smá erfitt varnarlega og Haukar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum sem hann spilaði. Nú eru Haukar búnir að vinna tvo leiki í röð og Russell spilaði frábærlega í kvöld. „Russell er búinn að taka miklum framförum. Það er búið að vinna með honum og hann er líka að komast í betri takt við liðið. Russell var frábær í kvöld. Hann er að verða betri og betri með hverjum leiknum og ég er bara gríðarlega sáttur með hann.” „Í síðasta leik skoraði Haukur bara 2 stig en átti samt frábæran leik. Hann spilaði hörku vörn, spilaði vel fyrir liðið og sýndi hvernig fyrirliði á að vera. Þó hann hafi ekki skorað gerði hann fullt af öðrum hlutum. Í kvöld var hann hinsvegar mjög ákveðinn sóknarlega, við vissum að Kofi Josephs hjá Breiðablik væri vægast sagt slakur varnarmaður. Við sóttum mikið á hann og við vorum bara í sniðskotum. Við hefðum getað gert það allan leikinn og við vorum ekki nægilega skynsamir að fara ekki bara alltaf á hann, ” sagði Ívar ánægður um Hauk Óskarsson fyrirliða Hauka. Hilmar Pétursson leikmaður Breiðabliks er uppalinn í Haukum og spilaði í yngri flokkunum oft undir Ívari. Hilmar átti glæsilegan leik í kvöld og Ívar væri eflaust til í að fá hann heim á Ásvelli. „Það var líka gaman að sjá Haukastrákinn í Breiðablik, hann var frábær í kvöld. Það er bara gott fyrir okkur í framhaldinu.” „Við sýndum það alveg í kvöld að við ætlum ekkert að vera í einhverri fallbaráttu. Auðvitað erum við þar samt. Við erum búnir að lenda í miklum áföllum, leik eftir leik erum við án leikmanna. Við misstum fimm leikmenn fyrir tímabilið og við töluðum um það að við þyrftum að halda öllum heilum til að vera góðir í vetur en það hefur engan veginn staðist. Ég er samt stoltur af liðinu og hvernig við höfum tekið þessu,” sagði Ívar um hvort Haukar væru í fallbaráttu eða baráttu um sæti í úrslitakeppninni.Pétur: Lærum af þessum leikjum og ungir munu fá að spila „Þeir hittu úr þeim góðu færum sem við vorum að bjóða þeim uppá. Við náðum ekki að klára okkar sóknir,” sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Blika um lok leiksins. „Sóknarlega erum við í ágætis málum. Við getum ekki haldið neinum fyrir framan okkur og stoppað neinn varnarlega. Hvorki sem lið né sem einstaklingar, það er svona aðalvandamálið, ” sagði Pétur um frammistöðu liðsins í kvöld. Jameel McKay Bandaríski leikmaður Breiðabliks spilaði einungis 10 mínútur í kvöld. Jameel var fenginn hingað til að vera stór hluti af liðinu og það sást á spilamennskunni að hann vantaði í kvöld. „Hann fékk högg aftan á hnakkann og sjúkraþjálfarinn telur hugsanlegt að hann hafi fengið heilahristing. Hann er bara væntanlega eitthvað frá.” Blikar eru einungis með einn sigur og eru ansi langt frá 10. sæti sem veitir þátttöku í Dominos deildinni á næsta ári. Pétur var ekki bjartsýnn fyrir að halda sætinu í deildinni. „Það er nóg af leikjum eftir. Miðað við stöðuna á okkur þá eru kannski ekki miklar líkur á að við höldum okkur uppi. Við erum bara að fara í þessa leiki til að læra eitthvað af þessu og að ungir drengir fái spilamínútur. Svo við getum lært helling af þessum leikjum.” Dominos-deild karla
Haukar stigu í kvöld mikilvægt skref í áttina að úrslitakeppninni með sigur á Breiðablik í Smáranum. Blikar eru hinsvegar í ansi döprum málum neðstir í deildinni með einungis einn sigur eftir fjórtán leiki. Haukar voru yfir mest allan leikinn og náðu að klára leikinn þrátt fyrir gott áhlaup hjá Blikum í lok leiks. Leikurinn var fjörugur í upphafi þar sem bæði lið voru að skora út um allan völl. Bæði lið voru að sækja á körfuna og fá þannig góð færi. Haukur Óskarsson var í allt í öllu hjá Haukum í fyrsta leikhluta með 11 stig og fullt af góðum sendingum. Kofi Omar Josephs var aðalmaðurinn hjá Blikum en hann skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 27-30. Haukar komu miklu sterkari inn í annan leikhluta og byggðu hægt og rólega upp flotta forystu. Haukar voru heitir á bakvið þriggja stiga línuna í upphafi annars leikhluta og settu niður þrjár af fyrstu fjórum tilraunum sínum þaðan. Skotval Blika í öðrum leikhluta var virkilega slæmt og sést það vel á þriggjastiga nýtingunni sem var 12,5%. Staðan eftir tvo leikhluta var 45-58. Blikar komu út í þriðja leikhluta í svæðisvörn sem byrjaði mjög illa. Haukar fengu fyrst þegar Blikar voru í þessari svæðisvörn ítrekað færi undir körfunni. Blikar breyttu vörninni hinsvegar aðeins og byrjuðu að ná að stoppa Haukana oftar. Sóknarlega voru Blikarnir líka betri en í öðrum leikhluta en þeir fóru meira að sækja á körfuna í þriðja leikhluta. Staðan eftir þrjá leikhluta var 68-82. Blikar gerðu frábæra endurkomutilraun í fjórða leikhluti en eftir rúmar þrjár mínútur minnkuðu þeir muninn niður í 5 stig og Ívar þjálfari Hauka þurfti að taka leikhlé. Haukar voru rosalega duglegir að kasta boltanum frá sér í fjórða leikhluta en þeir köstuðu honum frá sér sjö sinnum í leikhlutanum. Hilmar Pétursson minnkaði muninn niður í 91-92 með tæpar tvær mínútur eftir með tveimur þristum í röð. Haukar tóku sig síðan saman í andlitinu eftir þessa þrista og tóku 13-2 áhlaup til að enda leikinn. Enn og aftur ná reynslulitlir Blikar ekki að klára jafnan leik.Af hverju unnu Haukar? Haukar voru miklu betra liðið í kvöld. Blikar gátu ekki stöðvað Hauka þegar þeir einbeittu sér í sóknarleikum, bæði lið voru án lykilmanna en Blikana vantaði alla stóru mennina sína eftir að Sveinbjörn fór meiddur útaf í lok leiksins. Ef Blikar hefðu verið með einhvern til að trufla Russell Woods Jr. í teignum hefði niðurstaðan kannski verið öðruvísi.Hverjir stóðu upp úr? Russell Woods Jr. var frábær fyrir Hauka í kvöld. 32 stig, 14 fráköst þar af 8 sóknarfráköst og frábær skotnýting. Haukur og Hjálmar voru rosalega flottir fyrir Haukana í kvöld. Voru ekki að hitta frábærlega utan af velli endilega en spiluðu hörku vörn og sköpuðu fyrir liðsfélaga sína. Hilmar Smári og Hilmar Pétursson eru jafngamlir og spiluðu saman upp yngri flokkana hjá Haukum. Þeir voru þar frábært tvíeyki sem fá lið vildu spila við. Í kvöld voru þeir andstæðingar og heilluðu báðir í leiknum. Báðir voru að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna og skapa færi fyrir liðsfélaga sína.Hvað gekk illa? Varnarleikur Blika slæmur allt tímabilið og leikur kvöldsins var engin undanteking. Haukar hittu úr 40% af þriggja stiga skotum enda fengu þeir mikið af opnum skotum síðan fá þeir 30 tilraunir frá vítalínunni og ná sér í 22 sóknarfráköst. Ef Jameel og Sveinbjörn eru báðir með heilahristing eins og Pétur var hræddur um eftir leik þá eru Blikar í enn meiri vandræðum undir körfunni í næstu leikjum. Haukar voru með ágætis forystu á leiðinni inn í fjórða en voru nálægt því að kasta henni frá sér með því að kasta oft frá sér boltanum. Þeir töpuðu boltanum 18 sinnum í leiknum en með svo marga tapaða bolta vinnur þú ekki mörg lið í þessari deild.Hvað gerist næst? Blikar heimsækja Skallagrím næsta föstudag í leit að fyrsta útisigrinum sínum á tímabilinu en eini sigur þeirra á tímabilinu kom einmitt á móti Skallagrím á heimavelli. Haukar fá Njarðvíkinga í heimsókn á föstudaginn en þeir eru í hörku baráttu við ÍR um 8. sætið sem er síðasta sætið í úrslitakeppninni. Báðir leikirnir eru auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport.Ívar: Gaman að sjá Hauka strákinn í Blikum „Ég er mjög ánægður með svona 90% af frammistöðunni í kvöld. Það vantar lykilmenn í kvöld en strákarnir spiluðu samt gríðarlega vel á köflum í kvöld. Hikstuðum aðeins í lokinn þegar við leyfðum þeim að komast inn í leikinn,” sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka eftir leik kvöldsins. Blikar spiluðu svæðisvörn allan seinni hálfleikinn. Haukar lögðu upp með að finna Hjálmar Stefánsson í kringum vítalínuna til að brjóta upp svæðisvörnina en Ívari fannst Hjálmar leysa misvel úr þeirri stöðu. „En aðalmálið er það við vorum að koma boltanum inná vítalínu á Hjálmar en hann var ekki alveg nægilega öruggur þar með boltann. Hann hefði getað sótt meira á körfuna þar sem þeir féllu svo mikið af Russell. Þannig að við komum boltanum á rétta staði en náðum ekki endilega að nýta það nægilega vel.” „Við vorum að stúta svæðisvörninni í byrjun en svo breytti þeir aðeins um afbrigði af svæðisvörn en þrátt fyrir það náðum við að koma boltanum á réttu staðina. Það vantaði samt bara aðeins sjálfstraustið í mína menn að klára á þeim tímum. Þá sættum við okkur meira við að taka léleg þriggja stiga skot og fengum á okkur hraðar sóknir þannig.” Russell Woods Jr. var í kvöld að spila sinn fjórða leik fyrir Hauka. Í upphafi átti hann smá erfitt varnarlega og Haukar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum sem hann spilaði. Nú eru Haukar búnir að vinna tvo leiki í röð og Russell spilaði frábærlega í kvöld. „Russell er búinn að taka miklum framförum. Það er búið að vinna með honum og hann er líka að komast í betri takt við liðið. Russell var frábær í kvöld. Hann er að verða betri og betri með hverjum leiknum og ég er bara gríðarlega sáttur með hann.” „Í síðasta leik skoraði Haukur bara 2 stig en átti samt frábæran leik. Hann spilaði hörku vörn, spilaði vel fyrir liðið og sýndi hvernig fyrirliði á að vera. Þó hann hafi ekki skorað gerði hann fullt af öðrum hlutum. Í kvöld var hann hinsvegar mjög ákveðinn sóknarlega, við vissum að Kofi Josephs hjá Breiðablik væri vægast sagt slakur varnarmaður. Við sóttum mikið á hann og við vorum bara í sniðskotum. Við hefðum getað gert það allan leikinn og við vorum ekki nægilega skynsamir að fara ekki bara alltaf á hann, ” sagði Ívar ánægður um Hauk Óskarsson fyrirliða Hauka. Hilmar Pétursson leikmaður Breiðabliks er uppalinn í Haukum og spilaði í yngri flokkunum oft undir Ívari. Hilmar átti glæsilegan leik í kvöld og Ívar væri eflaust til í að fá hann heim á Ásvelli. „Það var líka gaman að sjá Haukastrákinn í Breiðablik, hann var frábær í kvöld. Það er bara gott fyrir okkur í framhaldinu.” „Við sýndum það alveg í kvöld að við ætlum ekkert að vera í einhverri fallbaráttu. Auðvitað erum við þar samt. Við erum búnir að lenda í miklum áföllum, leik eftir leik erum við án leikmanna. Við misstum fimm leikmenn fyrir tímabilið og við töluðum um það að við þyrftum að halda öllum heilum til að vera góðir í vetur en það hefur engan veginn staðist. Ég er samt stoltur af liðinu og hvernig við höfum tekið þessu,” sagði Ívar um hvort Haukar væru í fallbaráttu eða baráttu um sæti í úrslitakeppninni.Pétur: Lærum af þessum leikjum og ungir munu fá að spila „Þeir hittu úr þeim góðu færum sem við vorum að bjóða þeim uppá. Við náðum ekki að klára okkar sóknir,” sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Blika um lok leiksins. „Sóknarlega erum við í ágætis málum. Við getum ekki haldið neinum fyrir framan okkur og stoppað neinn varnarlega. Hvorki sem lið né sem einstaklingar, það er svona aðalvandamálið, ” sagði Pétur um frammistöðu liðsins í kvöld. Jameel McKay Bandaríski leikmaður Breiðabliks spilaði einungis 10 mínútur í kvöld. Jameel var fenginn hingað til að vera stór hluti af liðinu og það sást á spilamennskunni að hann vantaði í kvöld. „Hann fékk högg aftan á hnakkann og sjúkraþjálfarinn telur hugsanlegt að hann hafi fengið heilahristing. Hann er bara væntanlega eitthvað frá.” Blikar eru einungis með einn sigur og eru ansi langt frá 10. sæti sem veitir þátttöku í Dominos deildinni á næsta ári. Pétur var ekki bjartsýnn fyrir að halda sætinu í deildinni. „Það er nóg af leikjum eftir. Miðað við stöðuna á okkur þá eru kannski ekki miklar líkur á að við höldum okkur uppi. Við erum bara að fara í þessa leiki til að læra eitthvað af þessu og að ungir drengir fái spilamínútur. Svo við getum lært helling af þessum leikjum.”
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti