Þegar Boston Celtics flutti næstum því félagið til Long Island Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 06:00 Larry Bird við hlið Michael Jordan í stjörnuleik NBA árið 1990. Vísir/Getty Atvinnumannafélögin í Bandaríkjunum eiga það til að flytja búferlum og flakka jafnvel landshorna á milli. Ein besta næstum því sagan um slíka flutninga snýr að liði Boston Celtics eins ótrúlegt og það hljómar. Ef eitthvað félag á heima í einhverri borg í Bandaríkjunum þá eru það lið Celtics í Boston. En félagið var mögulega á leiðinni frá Boston á áttunda áratugnum þegar New York búinn Woody Erdman eignaðist félagið. Boston Celtics var þá búið að vinna ellefu meistaratitla á þrettán árum og var stórveldi í NBA-deildinni. Það var því talsverð fyrirstaða fyrir því að flytja félagið eins og er alltaf í slíkum málum. Engin borg vill missa sitt félag þótt margar hafi nú gert það á síðustu áratugum. Jim Baumbach skrifaði athyglisverða grein á Newsday-vefinn þegar hann skoðaði þá nánar hversu litluð munaði að Boston Celtics breyttist í Long Island Celtics.That time the @celtics almost moved to Long Island https://t.co/LBevvTVQbk via @jimbaumbachpic.twitter.com/9uOgexdaca — Newsday Sports (@NewsdaySports) January 23, 2019Árið var 1970 og Woody Erdman átti bæði körfuboltafélagið Boston Celtics og íshokkífélagið Oakland Seals. Hans draumur var að nýta sér nýja íþróttahöll á Long Island og flytja fyrrnefnd félög þangað. „Long Island er þéttbyggð eyja við austurströnd Bandaríkjanna sem nær frá New York-höfn austur út í Atlantshafið. Á eyjunni eru fjórar sýslur sem heyra undir New York-fylki: Kings, Queens (sem eru borgarhlutarnir Brooklyn og Queens í New York-borg), Nassau og Suffolk. Í daglegu tali nota margir New York-búar orðið „Long Island“ yfir sýslunum Nassau og Suffolk sem svipar frekar til úthverfa en borgarhluta,“ segir um Long Island á Wikipediu. „Ég er New York maður og það er fullkomlega eðlilegt að ég vilji að mín félög spili í New York. Ég vil að mín liði spili í okkar Coliseum,“ sagði Woody Erdman og er þar að tala um Nassau Coliseum sem þá var í byggingu. Jim Baumbach gróf upp greinar um málið frá þessum tíma og þar var meðal annars verið að bera mögulega flutning undir leikmenn Boston Celtics eins og Don Chaney. Don Chaney átti seinna eftir að þjálfa lið New York Knicks. „Það hljómar bara ekki rétt að breytast í Long Island Celtics,“ sagði Don Chaney. Það varð hins vegar ekker að því að Boston Celtics færi frá Boston. Liðið er þar ennþá og Woody Erdman átti það bara frá 1969 til 1971 en þá fór hann á hausinn og Boston Celtics fór aftur til fyrri eiganda. Nassau Coliseum opnaði 1972 og New York Nets spilaði þar frá 1972 til 1977. NBA G-deildarliðið Long Island Nets spilar þar í dag. Boston Celtics hélt áfram að vera í Boston og vann sex titla til viðbótar. Tíu árum síðar mætti Larry Bird á svæðið og breytti umhverfi NBA-deildarinnar með Magic Johnson og Lakers á níunda áratugnum. Það má finna meira um þetta mál í fróðlegri grein Jim Baumbach sem sjá má hér. NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Atvinnumannafélögin í Bandaríkjunum eiga það til að flytja búferlum og flakka jafnvel landshorna á milli. Ein besta næstum því sagan um slíka flutninga snýr að liði Boston Celtics eins ótrúlegt og það hljómar. Ef eitthvað félag á heima í einhverri borg í Bandaríkjunum þá eru það lið Celtics í Boston. En félagið var mögulega á leiðinni frá Boston á áttunda áratugnum þegar New York búinn Woody Erdman eignaðist félagið. Boston Celtics var þá búið að vinna ellefu meistaratitla á þrettán árum og var stórveldi í NBA-deildinni. Það var því talsverð fyrirstaða fyrir því að flytja félagið eins og er alltaf í slíkum málum. Engin borg vill missa sitt félag þótt margar hafi nú gert það á síðustu áratugum. Jim Baumbach skrifaði athyglisverða grein á Newsday-vefinn þegar hann skoðaði þá nánar hversu litluð munaði að Boston Celtics breyttist í Long Island Celtics.That time the @celtics almost moved to Long Island https://t.co/LBevvTVQbk via @jimbaumbachpic.twitter.com/9uOgexdaca — Newsday Sports (@NewsdaySports) January 23, 2019Árið var 1970 og Woody Erdman átti bæði körfuboltafélagið Boston Celtics og íshokkífélagið Oakland Seals. Hans draumur var að nýta sér nýja íþróttahöll á Long Island og flytja fyrrnefnd félög þangað. „Long Island er þéttbyggð eyja við austurströnd Bandaríkjanna sem nær frá New York-höfn austur út í Atlantshafið. Á eyjunni eru fjórar sýslur sem heyra undir New York-fylki: Kings, Queens (sem eru borgarhlutarnir Brooklyn og Queens í New York-borg), Nassau og Suffolk. Í daglegu tali nota margir New York-búar orðið „Long Island“ yfir sýslunum Nassau og Suffolk sem svipar frekar til úthverfa en borgarhluta,“ segir um Long Island á Wikipediu. „Ég er New York maður og það er fullkomlega eðlilegt að ég vilji að mín félög spili í New York. Ég vil að mín liði spili í okkar Coliseum,“ sagði Woody Erdman og er þar að tala um Nassau Coliseum sem þá var í byggingu. Jim Baumbach gróf upp greinar um málið frá þessum tíma og þar var meðal annars verið að bera mögulega flutning undir leikmenn Boston Celtics eins og Don Chaney. Don Chaney átti seinna eftir að þjálfa lið New York Knicks. „Það hljómar bara ekki rétt að breytast í Long Island Celtics,“ sagði Don Chaney. Það varð hins vegar ekker að því að Boston Celtics færi frá Boston. Liðið er þar ennþá og Woody Erdman átti það bara frá 1969 til 1971 en þá fór hann á hausinn og Boston Celtics fór aftur til fyrri eiganda. Nassau Coliseum opnaði 1972 og New York Nets spilaði þar frá 1972 til 1977. NBA G-deildarliðið Long Island Nets spilar þar í dag. Boston Celtics hélt áfram að vera í Boston og vann sex titla til viðbótar. Tíu árum síðar mætti Larry Bird á svæðið og breytti umhverfi NBA-deildarinnar með Magic Johnson og Lakers á níunda áratugnum. Það má finna meira um þetta mál í fróðlegri grein Jim Baumbach sem sjá má hér.
NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira