Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2019 12:01 Sara ræðir við Gunnar Braga í þingsal í morgun. Vísir/Vilhelm Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, segir stemmninguna á þingfundi Alþingis í dag óþægilega og eitraða. Henni líði illa og fullyrðir að það gildi um fleiri þingmenn. Ástæðan er endurkoma Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar á Alþingi í morgun. „Þetta er bara ofbeldi,“ segir Sara í samtali við Vísi. Ljósmyndari Vísis náði mynd af Söru ræða við Gunnar Braga í þingsalnum í morgun og ljóst að henni var ekki skemmt. Hún vildi ekki upplýsa hvað á milli þeirra fór. „Það er bara á milli okkar Gunnars Braga.“ Bergþór og Gunnar Bragi fóru í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í desember eftir að upptökur af samtölum þeirra á Klaustur bar rötuðu í fjölmiðla.Anna Kolbrún Árnadóttir og Gunnar Bragi Sveinsson yfirgefa þingsalinn í morgun.Vísir/VilhelmLíður mjög illa „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, í ræðustól Alþingis í morgun. Jón Steindór Valdimarsson sagði að honum þætti heldur skuggsýnt yfir þingsalnum í dag. „Stemmningin á þinginu er vægast sagt óþægileg og eitruð,“ segir Sara. „Mér líður persónulega mjög illa en þetta mun ekki hafa áhrif á mitt vinnuframlag. Ég mun leggja mig fram til að vinna mitt starf í umboði minna kjósenda. Þetta er vond staða. Mér líður illa í kringum þessa menn og veit að fleiri líður þannig. Okkur er brugðið.“ Sara segir endurkomu þingmannanna hafa verið afar óvænta. Sjálf hafi hún ekki vitað af veru þeirra fyrr en hún mætti til vinnu. Hún hefði verið símalaus og ekki séð fréttir í morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson sagðist ætla að stíga til hliðar í tvo mánuði og ætti samkvæmt því að vera von á honum aftur í febrúar. Jóhanna Vigdís stendur vaktina í fjarveru hans.FBL/Stefán„Þetta er ekki boðlegt“ Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í fjarveru Ágústs Ólafs Ágústssonar sem er í nokkurra vikna leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi framkomu gagnvart blaðakonu Kjarnans, líkir endurkomu Bergþórs og Gunnars Braga við fyrirsát. „Þessi fyrirsát þeirra sýnir enga iðrun í garð fórnarlamba þeirra, sem þurftu sum hver að sitja þarna í þingsal undir nærveru þeirra, og þaðan af síður sjálfskilning téðra Klausturmanna. Ég hef starfað á ýmsum vinnustöðum þar sem vinnustaðamenning hefur verið með ýmsum hætti, en það andrúmsloft sem er á Alþingi í dag er eitthvað sem ég hef aldrei kynnst áður. Endurkoma Klausturmanna, án þess að nokkrum hafi verið tilkynnt um það fyrirfram, gerir þingmönnum og ráðherrum erfitt um að sinna starfi sínu. Þetta er ekki boðlegt.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. 24. janúar 2019 10:56 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, segir stemmninguna á þingfundi Alþingis í dag óþægilega og eitraða. Henni líði illa og fullyrðir að það gildi um fleiri þingmenn. Ástæðan er endurkoma Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar á Alþingi í morgun. „Þetta er bara ofbeldi,“ segir Sara í samtali við Vísi. Ljósmyndari Vísis náði mynd af Söru ræða við Gunnar Braga í þingsalnum í morgun og ljóst að henni var ekki skemmt. Hún vildi ekki upplýsa hvað á milli þeirra fór. „Það er bara á milli okkar Gunnars Braga.“ Bergþór og Gunnar Bragi fóru í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í desember eftir að upptökur af samtölum þeirra á Klaustur bar rötuðu í fjölmiðla.Anna Kolbrún Árnadóttir og Gunnar Bragi Sveinsson yfirgefa þingsalinn í morgun.Vísir/VilhelmLíður mjög illa „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, í ræðustól Alþingis í morgun. Jón Steindór Valdimarsson sagði að honum þætti heldur skuggsýnt yfir þingsalnum í dag. „Stemmningin á þinginu er vægast sagt óþægileg og eitruð,“ segir Sara. „Mér líður persónulega mjög illa en þetta mun ekki hafa áhrif á mitt vinnuframlag. Ég mun leggja mig fram til að vinna mitt starf í umboði minna kjósenda. Þetta er vond staða. Mér líður illa í kringum þessa menn og veit að fleiri líður þannig. Okkur er brugðið.“ Sara segir endurkomu þingmannanna hafa verið afar óvænta. Sjálf hafi hún ekki vitað af veru þeirra fyrr en hún mætti til vinnu. Hún hefði verið símalaus og ekki séð fréttir í morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson sagðist ætla að stíga til hliðar í tvo mánuði og ætti samkvæmt því að vera von á honum aftur í febrúar. Jóhanna Vigdís stendur vaktina í fjarveru hans.FBL/Stefán„Þetta er ekki boðlegt“ Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í fjarveru Ágústs Ólafs Ágústssonar sem er í nokkurra vikna leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi framkomu gagnvart blaðakonu Kjarnans, líkir endurkomu Bergþórs og Gunnars Braga við fyrirsát. „Þessi fyrirsát þeirra sýnir enga iðrun í garð fórnarlamba þeirra, sem þurftu sum hver að sitja þarna í þingsal undir nærveru þeirra, og þaðan af síður sjálfskilning téðra Klausturmanna. Ég hef starfað á ýmsum vinnustöðum þar sem vinnustaðamenning hefur verið með ýmsum hætti, en það andrúmsloft sem er á Alþingi í dag er eitthvað sem ég hef aldrei kynnst áður. Endurkoma Klausturmanna, án þess að nokkrum hafi verið tilkynnt um það fyrirfram, gerir þingmönnum og ráðherrum erfitt um að sinna starfi sínu. Þetta er ekki boðlegt.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. 24. janúar 2019 10:56 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56
„Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. 24. janúar 2019 10:56
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent