Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2019 11:10 Hverfisskipluaginu er ætla að fjölga íbúum í grónum hverfum og gera þau þannig sjálfbærari. Vísir/Vilhelm Nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt er ætlað að glæða hverfin nýju lífi með því að fá fleiri íbúa þangað þannig að grundvöllur sé fyrir aukinni verslun og þjónustu. Þannig verði hverfin sjálfbærari. Þetta sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar kom fram að þetta nýja hverfaskipulag væri algjör viðsnúningur í viðhorfi borgarinnar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir. Gunnlaugur Helgason, annar af þáttastjórnendum Bítisins, sagði í þættinum að hann hefði heyrt það í gegnum tíðina að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefði aldrei samþykkt umsóknir um að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurborg sagði þetta rétt og gekkst við því að um U-beygju væri að ræða í stefnu borgarinnar. Þrátt fyrir að ekki hefðu fengist leyfi fyrir að breyta bílskúrum í íbúðir þá væri raunveruleikinn sá að borgarbúar geri það engu að síður í mörgum tilvikum og því sé eðlilegra að festa þá heimild í reglugerð. Hverfisskipulagið er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar á möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum. Verður skipulagið tekið fyrir í borgarráði í dag.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.Sigurborg sagði gríðarlega mikla vinnu að baki þessu skipulagi og rýnt í öll eldri skipulög og hugsað út í hvað hægt er að gera við húsin í hverfinu, hvar sé hægt að byggja og bæta við. Þegar hverfisskipulagið hefur öðlast gildi þá geta íbúar slegið heimilisfang sitt í hverfasjána og fengið þá upp allar heimildir á sínu húsnæði og hvernig þeir bera sig að við að sækja um heimildir. Hún fullyrti að aldrei hefði verið haft jafn mikið samráð við íbúa í einu skipulagsverkefni. Haldnir voru margir fundir með mismunandi rýnihópum en einnig voru svokallaðir eldhugar í hverfinu fengnir að borðinu. Hún sagði almenna sátt með þetta skipulag því ekki vær verið að neyða neinn til breytinga heldur geta íbúar sótt um á sínum forsendum. Nýja skipulaginu er ætlað að stuðla að verulegri fjölgun íbúða en samkvæmt áætlunum verður hægt að fjölga íbúðum í þessum þremur hverfum um 1.989. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir. Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Eigendur húsnæðis í Árbæ, Selás og Ártúnsholti geta með nýju hverfisskipulagi fengið heimild til að byggja við og skipta upp húsnæðinu til að bæta við íbúðum. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt er ætlað að glæða hverfin nýju lífi með því að fá fleiri íbúa þangað þannig að grundvöllur sé fyrir aukinni verslun og þjónustu. Þannig verði hverfin sjálfbærari. Þetta sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar kom fram að þetta nýja hverfaskipulag væri algjör viðsnúningur í viðhorfi borgarinnar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir. Gunnlaugur Helgason, annar af þáttastjórnendum Bítisins, sagði í þættinum að hann hefði heyrt það í gegnum tíðina að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefði aldrei samþykkt umsóknir um að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurborg sagði þetta rétt og gekkst við því að um U-beygju væri að ræða í stefnu borgarinnar. Þrátt fyrir að ekki hefðu fengist leyfi fyrir að breyta bílskúrum í íbúðir þá væri raunveruleikinn sá að borgarbúar geri það engu að síður í mörgum tilvikum og því sé eðlilegra að festa þá heimild í reglugerð. Hverfisskipulagið er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar á möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum. Verður skipulagið tekið fyrir í borgarráði í dag.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.Sigurborg sagði gríðarlega mikla vinnu að baki þessu skipulagi og rýnt í öll eldri skipulög og hugsað út í hvað hægt er að gera við húsin í hverfinu, hvar sé hægt að byggja og bæta við. Þegar hverfisskipulagið hefur öðlast gildi þá geta íbúar slegið heimilisfang sitt í hverfasjána og fengið þá upp allar heimildir á sínu húsnæði og hvernig þeir bera sig að við að sækja um heimildir. Hún fullyrti að aldrei hefði verið haft jafn mikið samráð við íbúa í einu skipulagsverkefni. Haldnir voru margir fundir með mismunandi rýnihópum en einnig voru svokallaðir eldhugar í hverfinu fengnir að borðinu. Hún sagði almenna sátt með þetta skipulag því ekki vær verið að neyða neinn til breytinga heldur geta íbúar sótt um á sínum forsendum. Nýja skipulaginu er ætlað að stuðla að verulegri fjölgun íbúða en samkvæmt áætlunum verður hægt að fjölga íbúðum í þessum þremur hverfum um 1.989. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir.
Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Eigendur húsnæðis í Árbæ, Selás og Ártúnsholti geta með nýju hverfisskipulagi fengið heimild til að byggja við og skipta upp húsnæðinu til að bæta við íbúðum. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Eigendur húsnæðis í Árbæ, Selás og Ártúnsholti geta með nýju hverfisskipulagi fengið heimild til að byggja við og skipta upp húsnæðinu til að bæta við íbúðum. 24. janúar 2019 06:15