Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2019 18:45 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, voru formenn átakshópsins. vísir/vilhelm Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. Þá verði framkvæmdum við stofnbrautir umhverfis höfuðborgarsvæðið hraðað miðað við það sem gert sé ráð fyrir í samgönguáætlun. Tillögum átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum sem kynntar voru í gær hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og þær taldar líklegar til að liðka fyrir samningum nái þær fram að ganga. Þar er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að ráðstafa fimm prósentum af byggingarmagni í félagslegt leiguhúsnæði sem þau sinni sjálf eða í samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög. Þá taki uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága mið af ýmsum þörfum fjölskyldna með hliðsjón af aðgengi að skilvirkum almenningssamgöngum, atvinnu- og skólasókn og öryggi samgöngumannvirkja. Uppbyggingu borgarlínu verði hraðar í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu og vaxtarsvæðum á næstu árum. Framkvæmdum á stofnbrautum umhverfis höfuðborgarsvæðið samkvæmt samgönguáætlun verði hraðað. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, annar formanna átakshópsins, segir mikilvægt að auðvelda óhagnaðardrifnum byggingarfélögum að byggja húsnæði þannig að markmiðið um að leiga verði að jafnaði ekki hærri en 25 prósent af tekjum.Hvers vegna leggið þið svona mikla áherslu á samgöngurnar í þessu samhengi?„Við búum lang flest hér á suðvesturhorninu en höfuðborgin er vissulega að stækka. Við sjáum að það eru möguleikar fyrir fólk til að búa í jöðrunum og í sveitarfélögunum hér í kring. Geta keypt þar íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði eða hagkvæmu verði. En það er enginn ávinningur ef það þarf síðan að sækja alla atvinnu inn í höfuðborgina og samgöngukostnaður er mjög hár,” segir Anna Guðmunda. Þá verði tekinn verði upp sérstakur samgöngupassi fyrir námsmenn og leigjendur undir tekju- og eignamörkum almenna húsnæðiskerfisins sem gildi fyrir höfuðborgarsvæðið og vaxtarsvæði umhverfis það. Borgarlína Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Í tillögunum er meðal annars að finna hugmyndir um óhagnaðardrifið leigufélag aðila vinnumarkaðarins og leiðir fyrir sveitarfélög að flýta skipulagsferli sínu. 22. janúar 2019 18:27 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. Þá verði framkvæmdum við stofnbrautir umhverfis höfuðborgarsvæðið hraðað miðað við það sem gert sé ráð fyrir í samgönguáætlun. Tillögum átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum sem kynntar voru í gær hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og þær taldar líklegar til að liðka fyrir samningum nái þær fram að ganga. Þar er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að ráðstafa fimm prósentum af byggingarmagni í félagslegt leiguhúsnæði sem þau sinni sjálf eða í samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög. Þá taki uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága mið af ýmsum þörfum fjölskyldna með hliðsjón af aðgengi að skilvirkum almenningssamgöngum, atvinnu- og skólasókn og öryggi samgöngumannvirkja. Uppbyggingu borgarlínu verði hraðar í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu og vaxtarsvæðum á næstu árum. Framkvæmdum á stofnbrautum umhverfis höfuðborgarsvæðið samkvæmt samgönguáætlun verði hraðað. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, annar formanna átakshópsins, segir mikilvægt að auðvelda óhagnaðardrifnum byggingarfélögum að byggja húsnæði þannig að markmiðið um að leiga verði að jafnaði ekki hærri en 25 prósent af tekjum.Hvers vegna leggið þið svona mikla áherslu á samgöngurnar í þessu samhengi?„Við búum lang flest hér á suðvesturhorninu en höfuðborgin er vissulega að stækka. Við sjáum að það eru möguleikar fyrir fólk til að búa í jöðrunum og í sveitarfélögunum hér í kring. Geta keypt þar íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði eða hagkvæmu verði. En það er enginn ávinningur ef það þarf síðan að sækja alla atvinnu inn í höfuðborgina og samgöngukostnaður er mjög hár,” segir Anna Guðmunda. Þá verði tekinn verði upp sérstakur samgöngupassi fyrir námsmenn og leigjendur undir tekju- og eignamörkum almenna húsnæðiskerfisins sem gildi fyrir höfuðborgarsvæðið og vaxtarsvæði umhverfis það.
Borgarlína Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Í tillögunum er meðal annars að finna hugmyndir um óhagnaðardrifið leigufélag aðila vinnumarkaðarins og leiðir fyrir sveitarfélög að flýta skipulagsferli sínu. 22. janúar 2019 18:27 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12
Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Í tillögunum er meðal annars að finna hugmyndir um óhagnaðardrifið leigufélag aðila vinnumarkaðarins og leiðir fyrir sveitarfélög að flýta skipulagsferli sínu. 22. janúar 2019 18:27
Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09