„Við byrjuðum illa og einstaklingsmistök út um allan völl. Menn hreinlega að spila undur getu heilt yfir.“
Það var eiginlega sama hvar drepið var niður fæti í leik íslenska liðsins. Það var ekkert nægilega gott í dag.
„Það var eitthvað alls staðar. Ég veit ekki alveg ástæðuna fyrir því að við byrjum svona illa. Við erum svo alltaf að elta. Það bera allir ábyrgð á því að fylla skörðin sem vantaði í. Menn eru þreyttir og þá koma klaufamistökin fram. Það gerðist í dag.“