Plástrar duga ekki í menntamálum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. janúar 2019 08:00 Líkja má hugmyndum menntamálaráðherra um sérstaka styrki til kennaranema við haldlitla plástra. Það stoðar ekki að stoppa í götin heldur þarf að gerbreyta starfsumhverfinu. Það er nefnilega hárrétt hjá menntamálaráðherra, eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum, að ráðast þarf í róttækar aðgerðir til að auka áhuga á kennaranámi og bæta starfsumhverfi kennara. Kennarar gegna þjóðhagslega mikilvægu starfi. Þeir eru því miður of fáir og þeim fer fækkandi. Það er hættuleg þróun. Góð menntun er undirstaða öflugs lýðræðis og velmegunar. Náttúruauðlindir – en hagnýting þeirra krefst ekki mikillar menntunar – sköpuðu okkur hagsæld á 20. öldinni en þær eru háðar takmörkunum og því mun tækniþróun þurfa knýja áfram hagvöxt á 21. öldinni. Menntun leggur grunninn að þeirri vegferð. Það er mikilvægt að efla menntun landsmanna og starfsumhverfi atvinnulífsins kerfisbundið því annars munu lífskjör verða betri í öðrum löndum enda munu þau ekki láta sitt eftir liggja í þessum efnum. Mörg önnur lönd munu leita leiða til að skara fram úr í tækniþróun. Við viljum ekki sitja eftir. Það er þrennt sem brýnt er að gera hvað varðar menntakerfið. Í fyrsta lagi þarf að stytta kennaranám úr fimm árum í þrjú ár. Langt háskólanám fyrir ekki betri kjör fælir frá. Í öðru lagi þarf að mennta nemendur til að glíma við samtímann og áskoranir framtíðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt er að gera raungreinum og skapandi hugsun hátt undir höfði. Í þriðja lagi þarf hið opinbera að horfast í augu við það að því hefur mistekist að skapa kennarastéttinni áhugavert starfsumhverfi. Samkvæmt PISA-könnunum hefur árangri nemenda sömuleiðis farið hrakandi síðustu ár. Þetta er ekki góður vitnisburður. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn og treysta einkaframtakinu og kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár en verði ekki steypt í form sem hamlar framförum. Núverandi fyrirkomulag er ekki að skila viðunandi árangri. Það að efla menntakerfið þarf að vera forgangsmál stjórnvalda. Góð menntun er eitt stærsta hagsmunamál landsins um þessar mundir. Við eigum mikið undir að það takist vel upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Skoðun Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Líkja má hugmyndum menntamálaráðherra um sérstaka styrki til kennaranema við haldlitla plástra. Það stoðar ekki að stoppa í götin heldur þarf að gerbreyta starfsumhverfinu. Það er nefnilega hárrétt hjá menntamálaráðherra, eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum, að ráðast þarf í róttækar aðgerðir til að auka áhuga á kennaranámi og bæta starfsumhverfi kennara. Kennarar gegna þjóðhagslega mikilvægu starfi. Þeir eru því miður of fáir og þeim fer fækkandi. Það er hættuleg þróun. Góð menntun er undirstaða öflugs lýðræðis og velmegunar. Náttúruauðlindir – en hagnýting þeirra krefst ekki mikillar menntunar – sköpuðu okkur hagsæld á 20. öldinni en þær eru háðar takmörkunum og því mun tækniþróun þurfa knýja áfram hagvöxt á 21. öldinni. Menntun leggur grunninn að þeirri vegferð. Það er mikilvægt að efla menntun landsmanna og starfsumhverfi atvinnulífsins kerfisbundið því annars munu lífskjör verða betri í öðrum löndum enda munu þau ekki láta sitt eftir liggja í þessum efnum. Mörg önnur lönd munu leita leiða til að skara fram úr í tækniþróun. Við viljum ekki sitja eftir. Það er þrennt sem brýnt er að gera hvað varðar menntakerfið. Í fyrsta lagi þarf að stytta kennaranám úr fimm árum í þrjú ár. Langt háskólanám fyrir ekki betri kjör fælir frá. Í öðru lagi þarf að mennta nemendur til að glíma við samtímann og áskoranir framtíðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt er að gera raungreinum og skapandi hugsun hátt undir höfði. Í þriðja lagi þarf hið opinbera að horfast í augu við það að því hefur mistekist að skapa kennarastéttinni áhugavert starfsumhverfi. Samkvæmt PISA-könnunum hefur árangri nemenda sömuleiðis farið hrakandi síðustu ár. Þetta er ekki góður vitnisburður. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn og treysta einkaframtakinu og kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár en verði ekki steypt í form sem hamlar framförum. Núverandi fyrirkomulag er ekki að skila viðunandi árangri. Það að efla menntakerfið þarf að vera forgangsmál stjórnvalda. Góð menntun er eitt stærsta hagsmunamál landsins um þessar mundir. Við eigum mikið undir að það takist vel upp.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun