Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 18:27 Katrín ræddi við Reykjavík síðdegis um tillögur átakshóps í húsnæðismálum. Vísir/Vilhelm Mikilvægt er að samstaða sé um tillögur sem átakshópur í húsnæðismálum skilaði í dag, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún telur að tillögurnar verði mikilvægur leiðarvísir þegar stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins reyna að takast á við húsnæðisvanda. Átakshópurinn kynnti fjörutíu tillögur á sjö sviðum á samráðsfundi fulltrúa þriggja ráðuneyta, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, almenna og opinbera vinnumarkaðarins og atvinnurekenda í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði forsætisráðherra og tillögurnar væru víðtækar og að þær byggðu á góðri greiningarvinnu. Þær taki á núverandi vanda og geti þannig gagnast sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður en fjalli einnig um stöðuna til lengri tíma litið. Katrín sagði að talið sé að um 2.200 skorti á næstu árum fram til ársins 2022 til að mæta þörf eftir húsnæði. Mikilvægt sé að skipuleggja uppbyggingu til að hún mæti ekki síst þörf tekjulægra fólks. „Markmiðið er í senn að mæta þörfinni fyrir húsnæði og draga úr framboðsskorti en líka að lækka húsnæðiskostnað sem auðvitað hefur bein áhrif á ráðstöfunartekjur fólks,“ segir hún. Tillögurnar fjalla meðal annars um hvernig auka megi framboð á húsnæði. Þar á meðal sé hugmynd um að atvinnurekendur og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar ræði möguleika á að fjármagna óhagnaðardrifið leigufélag sem væri helst hugsað fyrir millitekjuhópa. Einnig sé horft til þess hvernig sveitarfélög geta hraðað skipulagsferli sínu og þar með uppbyggingu húsnæðis. „Þarna er líka verið að horfa á samgöngumálin því við viljum ekki búa til nýjan vanda á meðan við leysum annan. Það er mjög mikilvægt að við alla uppbyggingu tryggjum við líka góðar samgöngur,“ sagði forsætisráðherra.Vandinn ekki síst framboðsvandi Spurð að því hvort að komið væri inn á fjármögnun húsnæðiskaupa og erfiðleika fólks við kaup á fyrstu fasteign sagði Katrín að meðal annars væri horft til fjármagnskostnaðar þeirra sem byggja félagslegt húsnæði. Einnig sé von á því að annar hópur skili af sér tillögum sem taki sérstaklega á vanda við fyrstu fasteignakaup á næstunni. Eina mikilvægustu niðurstöðu greiningar átakshópsins sagði Katrín þá að húsnæðisvandinn væri ekki síst framboðsvandi. „Það er mikilvægt að við bregðumst við honum því það mun auðvitað hafa áhrif á húsnæðiskostnað fólks,“ sagði forsætisráðherra. Sumar tillögurnar varða stjórnvöld, aðrar sveitarfélög og enn aðrar aðila vinnumarkaðarins. Katrín sagði að nú hæfist vinna við að skipta tillögunum á milli þessara aðila sem muni í framhaldinu móta aðgerðir. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Mikilvægt er að samstaða sé um tillögur sem átakshópur í húsnæðismálum skilaði í dag, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún telur að tillögurnar verði mikilvægur leiðarvísir þegar stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins reyna að takast á við húsnæðisvanda. Átakshópurinn kynnti fjörutíu tillögur á sjö sviðum á samráðsfundi fulltrúa þriggja ráðuneyta, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, almenna og opinbera vinnumarkaðarins og atvinnurekenda í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði forsætisráðherra og tillögurnar væru víðtækar og að þær byggðu á góðri greiningarvinnu. Þær taki á núverandi vanda og geti þannig gagnast sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður en fjalli einnig um stöðuna til lengri tíma litið. Katrín sagði að talið sé að um 2.200 skorti á næstu árum fram til ársins 2022 til að mæta þörf eftir húsnæði. Mikilvægt sé að skipuleggja uppbyggingu til að hún mæti ekki síst þörf tekjulægra fólks. „Markmiðið er í senn að mæta þörfinni fyrir húsnæði og draga úr framboðsskorti en líka að lækka húsnæðiskostnað sem auðvitað hefur bein áhrif á ráðstöfunartekjur fólks,“ segir hún. Tillögurnar fjalla meðal annars um hvernig auka megi framboð á húsnæði. Þar á meðal sé hugmynd um að atvinnurekendur og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar ræði möguleika á að fjármagna óhagnaðardrifið leigufélag sem væri helst hugsað fyrir millitekjuhópa. Einnig sé horft til þess hvernig sveitarfélög geta hraðað skipulagsferli sínu og þar með uppbyggingu húsnæðis. „Þarna er líka verið að horfa á samgöngumálin því við viljum ekki búa til nýjan vanda á meðan við leysum annan. Það er mjög mikilvægt að við alla uppbyggingu tryggjum við líka góðar samgöngur,“ sagði forsætisráðherra.Vandinn ekki síst framboðsvandi Spurð að því hvort að komið væri inn á fjármögnun húsnæðiskaupa og erfiðleika fólks við kaup á fyrstu fasteign sagði Katrín að meðal annars væri horft til fjármagnskostnaðar þeirra sem byggja félagslegt húsnæði. Einnig sé von á því að annar hópur skili af sér tillögum sem taki sérstaklega á vanda við fyrstu fasteignakaup á næstunni. Eina mikilvægustu niðurstöðu greiningar átakshópsins sagði Katrín þá að húsnæðisvandinn væri ekki síst framboðsvandi. „Það er mikilvægt að við bregðumst við honum því það mun auðvitað hafa áhrif á húsnæðiskostnað fólks,“ sagði forsætisráðherra. Sumar tillögurnar varða stjórnvöld, aðrar sveitarfélög og enn aðrar aðila vinnumarkaðarins. Katrín sagði að nú hæfist vinna við að skipta tillögunum á milli þessara aðila sem muni í framhaldinu móta aðgerðir.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira