Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 18:27 Katrín ræddi við Reykjavík síðdegis um tillögur átakshóps í húsnæðismálum. Vísir/Vilhelm Mikilvægt er að samstaða sé um tillögur sem átakshópur í húsnæðismálum skilaði í dag, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún telur að tillögurnar verði mikilvægur leiðarvísir þegar stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins reyna að takast á við húsnæðisvanda. Átakshópurinn kynnti fjörutíu tillögur á sjö sviðum á samráðsfundi fulltrúa þriggja ráðuneyta, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, almenna og opinbera vinnumarkaðarins og atvinnurekenda í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði forsætisráðherra og tillögurnar væru víðtækar og að þær byggðu á góðri greiningarvinnu. Þær taki á núverandi vanda og geti þannig gagnast sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður en fjalli einnig um stöðuna til lengri tíma litið. Katrín sagði að talið sé að um 2.200 skorti á næstu árum fram til ársins 2022 til að mæta þörf eftir húsnæði. Mikilvægt sé að skipuleggja uppbyggingu til að hún mæti ekki síst þörf tekjulægra fólks. „Markmiðið er í senn að mæta þörfinni fyrir húsnæði og draga úr framboðsskorti en líka að lækka húsnæðiskostnað sem auðvitað hefur bein áhrif á ráðstöfunartekjur fólks,“ segir hún. Tillögurnar fjalla meðal annars um hvernig auka megi framboð á húsnæði. Þar á meðal sé hugmynd um að atvinnurekendur og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar ræði möguleika á að fjármagna óhagnaðardrifið leigufélag sem væri helst hugsað fyrir millitekjuhópa. Einnig sé horft til þess hvernig sveitarfélög geta hraðað skipulagsferli sínu og þar með uppbyggingu húsnæðis. „Þarna er líka verið að horfa á samgöngumálin því við viljum ekki búa til nýjan vanda á meðan við leysum annan. Það er mjög mikilvægt að við alla uppbyggingu tryggjum við líka góðar samgöngur,“ sagði forsætisráðherra.Vandinn ekki síst framboðsvandi Spurð að því hvort að komið væri inn á fjármögnun húsnæðiskaupa og erfiðleika fólks við kaup á fyrstu fasteign sagði Katrín að meðal annars væri horft til fjármagnskostnaðar þeirra sem byggja félagslegt húsnæði. Einnig sé von á því að annar hópur skili af sér tillögum sem taki sérstaklega á vanda við fyrstu fasteignakaup á næstunni. Eina mikilvægustu niðurstöðu greiningar átakshópsins sagði Katrín þá að húsnæðisvandinn væri ekki síst framboðsvandi. „Það er mikilvægt að við bregðumst við honum því það mun auðvitað hafa áhrif á húsnæðiskostnað fólks,“ sagði forsætisráðherra. Sumar tillögurnar varða stjórnvöld, aðrar sveitarfélög og enn aðrar aðila vinnumarkaðarins. Katrín sagði að nú hæfist vinna við að skipta tillögunum á milli þessara aðila sem muni í framhaldinu móta aðgerðir. Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Mikilvægt er að samstaða sé um tillögur sem átakshópur í húsnæðismálum skilaði í dag, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún telur að tillögurnar verði mikilvægur leiðarvísir þegar stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins reyna að takast á við húsnæðisvanda. Átakshópurinn kynnti fjörutíu tillögur á sjö sviðum á samráðsfundi fulltrúa þriggja ráðuneyta, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, almenna og opinbera vinnumarkaðarins og atvinnurekenda í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði forsætisráðherra og tillögurnar væru víðtækar og að þær byggðu á góðri greiningarvinnu. Þær taki á núverandi vanda og geti þannig gagnast sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður en fjalli einnig um stöðuna til lengri tíma litið. Katrín sagði að talið sé að um 2.200 skorti á næstu árum fram til ársins 2022 til að mæta þörf eftir húsnæði. Mikilvægt sé að skipuleggja uppbyggingu til að hún mæti ekki síst þörf tekjulægra fólks. „Markmiðið er í senn að mæta þörfinni fyrir húsnæði og draga úr framboðsskorti en líka að lækka húsnæðiskostnað sem auðvitað hefur bein áhrif á ráðstöfunartekjur fólks,“ segir hún. Tillögurnar fjalla meðal annars um hvernig auka megi framboð á húsnæði. Þar á meðal sé hugmynd um að atvinnurekendur og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar ræði möguleika á að fjármagna óhagnaðardrifið leigufélag sem væri helst hugsað fyrir millitekjuhópa. Einnig sé horft til þess hvernig sveitarfélög geta hraðað skipulagsferli sínu og þar með uppbyggingu húsnæðis. „Þarna er líka verið að horfa á samgöngumálin því við viljum ekki búa til nýjan vanda á meðan við leysum annan. Það er mjög mikilvægt að við alla uppbyggingu tryggjum við líka góðar samgöngur,“ sagði forsætisráðherra.Vandinn ekki síst framboðsvandi Spurð að því hvort að komið væri inn á fjármögnun húsnæðiskaupa og erfiðleika fólks við kaup á fyrstu fasteign sagði Katrín að meðal annars væri horft til fjármagnskostnaðar þeirra sem byggja félagslegt húsnæði. Einnig sé von á því að annar hópur skili af sér tillögum sem taki sérstaklega á vanda við fyrstu fasteignakaup á næstunni. Eina mikilvægustu niðurstöðu greiningar átakshópsins sagði Katrín þá að húsnæðisvandinn væri ekki síst framboðsvandi. „Það er mikilvægt að við bregðumst við honum því það mun auðvitað hafa áhrif á húsnæðiskostnað fólks,“ sagði forsætisráðherra. Sumar tillögurnar varða stjórnvöld, aðrar sveitarfélög og enn aðrar aðila vinnumarkaðarins. Katrín sagði að nú hæfist vinna við að skipta tillögunum á milli þessara aðila sem muni í framhaldinu móta aðgerðir.
Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira