Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 22. janúar 2019 19:00 Guðmundur Guðmundsson hefur miklar áhyggjur af álagi leikmanna. vísir/getty Íslenska handboltalandsliðið mætir Brasilíu í síðasta leik sínum á HM 2019 í handbolta á morgun. Álagið hefur verið gríðarlega mikið á liðinu og hefur það tekið sinn toll. Strákarnir okkar fengu algjöran hvíldardag í gær sem var ansi kærkominn. Þeir eru búnir að spila undir brjáluðu leikjaálag sem er eitthvað sem Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er ósáttur við. Hann vill að handboltahreyfingin fari að tala um þetta en hann virðist vera einn af þeim fáu sem eitthvað þorir að segja. „Það eru allir þjálfararnir sammála um þetta en það er þannig að enginn gerir neitt og fáir segja neitt. Ég er einn af fáum sem hefur verið að benda á þetta. Það er eins og sumir séu hræddir við að tjá sig eins og þeir telja sig í hættu að fara í ónáð einhversstaðar. Mér er bara alveg sama um það af því að ég held að ég sé að benda á þarfa staðreynd. Það er mikilvægt að þessu verði breytt á næsta móti,“ segir GuðmundurFyrirliðinn Aron Pálmarsson varð frá að hverfa í hálfleik á móti Þýskalandi vegna meiðsla.vísir/gettyGuðmundur sendi mótshöldurum og handboltaforystunni væna pillu á blaðamannafundi eftir tapið gegn Frakklandi á sunnudaginn enda að spila þar án tveggja bestu leikmanna íslenska liðsins, Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar, sem báðir lentu í álagsmeiðslum. „Ég er mjög hissa á þessu verð ég að segja. Bara til dæmis erum við búnir að spila sex leiki á átta dögum frá sunnudegi til sunnudags. Það sér það hver maður að þetta er algjörlega glórulaust. Ég kalla bara eftir því að menn fari að hugsa um heilsu leikmannanna vegna þess að það er ekki hægt að bjóða upp á þetta“ segir Guðmundur. Það sér ekki fyrir endann á þessari vitleysu því fjölga á liðum úr 24 í 32 fyrir næsta heimsmeistaramót og ekki er verið að lengja gluggann sem mótið er spilað í. „Það sem ég held að hafi gerst er að félagsliðin eru að setja landsliðunum þrengri skorður og þá er verið að pakka þessu öllu saman á enn styttri tíma. Það er hluti vandans. Menn verða að horfa á þetta í samhengi. Það er ekki betra fyrir leikmenn félaganna að spila svona marga leiki á stuttum tíma. Það er bara verulega slæmt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Þetta er of mikið HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Aron Pálmars búinn að koma okkur oftast yfir á HM 2019 Aron Pálmarsson er sá leikmaður sem hefur komið íslenska handboltalandsliðinu oftast í forystu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. 22. janúar 2019 16:30 Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið mætir Brasilíu í síðasta leik sínum á HM 2019 í handbolta á morgun. Álagið hefur verið gríðarlega mikið á liðinu og hefur það tekið sinn toll. Strákarnir okkar fengu algjöran hvíldardag í gær sem var ansi kærkominn. Þeir eru búnir að spila undir brjáluðu leikjaálag sem er eitthvað sem Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er ósáttur við. Hann vill að handboltahreyfingin fari að tala um þetta en hann virðist vera einn af þeim fáu sem eitthvað þorir að segja. „Það eru allir þjálfararnir sammála um þetta en það er þannig að enginn gerir neitt og fáir segja neitt. Ég er einn af fáum sem hefur verið að benda á þetta. Það er eins og sumir séu hræddir við að tjá sig eins og þeir telja sig í hættu að fara í ónáð einhversstaðar. Mér er bara alveg sama um það af því að ég held að ég sé að benda á þarfa staðreynd. Það er mikilvægt að þessu verði breytt á næsta móti,“ segir GuðmundurFyrirliðinn Aron Pálmarsson varð frá að hverfa í hálfleik á móti Þýskalandi vegna meiðsla.vísir/gettyGuðmundur sendi mótshöldurum og handboltaforystunni væna pillu á blaðamannafundi eftir tapið gegn Frakklandi á sunnudaginn enda að spila þar án tveggja bestu leikmanna íslenska liðsins, Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar, sem báðir lentu í álagsmeiðslum. „Ég er mjög hissa á þessu verð ég að segja. Bara til dæmis erum við búnir að spila sex leiki á átta dögum frá sunnudegi til sunnudags. Það sér það hver maður að þetta er algjörlega glórulaust. Ég kalla bara eftir því að menn fari að hugsa um heilsu leikmannanna vegna þess að það er ekki hægt að bjóða upp á þetta“ segir Guðmundur. Það sér ekki fyrir endann á þessari vitleysu því fjölga á liðum úr 24 í 32 fyrir næsta heimsmeistaramót og ekki er verið að lengja gluggann sem mótið er spilað í. „Það sem ég held að hafi gerst er að félagsliðin eru að setja landsliðunum þrengri skorður og þá er verið að pakka þessu öllu saman á enn styttri tíma. Það er hluti vandans. Menn verða að horfa á þetta í samhengi. Það er ekki betra fyrir leikmenn félaganna að spila svona marga leiki á stuttum tíma. Það er bara verulega slæmt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Þetta er of mikið
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Aron Pálmars búinn að koma okkur oftast yfir á HM 2019 Aron Pálmarsson er sá leikmaður sem hefur komið íslenska handboltalandsliðinu oftast í forystu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. 22. janúar 2019 16:30 Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Aron Pálmars búinn að koma okkur oftast yfir á HM 2019 Aron Pálmarsson er sá leikmaður sem hefur komið íslenska handboltalandsliðinu oftast í forystu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. 22. janúar 2019 16:30
Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00
Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða