Segja ráðuneytið reyna að fría sig ábyrgð á auglýsingu um ólaunað starfsnám Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2019 16:25 Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, hefur borist bréf frá BHM. Vísir/vilhelm Bandalag háskólamanna, BHM, kannast ekki við að ágreiningur sé um það milli bandalagsins og háskólanna hvort greiða eigi laun fyrir starfsnám, líkt og ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytisins hélt fram í hádegisfréttum RÚV í dag. BHM segir ummælin bera þess merki að ráðuneytið vilji fría sig ábyrgð á auglýsingu um ólaunað starfsnám, sem bandalagið gerði alvarlegar athugasemdir við. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM. Umrædd auglýsing birtist á Facebook-síðu atvinnunefndar Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, þann 17. Janúar síðastliðinn. Í auglýsingunni er auglýst eftir nema nema sem lokið hefur BA-gráðu í lögfræði og stundar eða hefur lokið meistaranámi í þeirri grein. Fram kemur að starfsnámið sé ólaunað og að auk framangreindrar menntunar skuli viðkomandi hafa „góða kunnáttu í íslensku og ensku, góða ritfærni á íslensku, gott tölvulæsi og getu til að vinna sjálfstætt.“ BHM sendi í kjölfarið félags- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og hún sögð brjóta gegn lagaákvæðum um lágmarkskjör. Ráðuneytið hætti við ráðninguna eftir að athugasemdir BHM bárust, að því er fram kom á vef RÚV í dag. Í bréfi sínu til ráðherra bendir BHM á að samkvæmt lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda sé vinnuveitendum óheimilt að ráða til sín fólk á lakari kjörum en kjarasamningar kveði á um. Í gildi sé stofnanasamningur milli Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) og ráðuneytanna. Ákvæði í þessum samningi um laun starfsnema teljist lágmarkskjör samkvæmt fyrrnefndum lögum.Kannast ekki við neinn ágreining Í hádegisfréttum RÚV í dag var svo haft eftir ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, Gissuri Péturssyni, að ákveðið hefði verið að hætta við verkefnið, þar eð ráðuneytið vildi ekki blanda sér í ágreining um launagreiðslur fyrir starfsnám. Auglýsingin stendur enn á síðu atvinnunefndar Orators en síðdegis í dag afturkallaði nefndin auglýsinguna í athugasemd við færsluna. Þá var einnig haft eftir Gissuri að honum sýndist sem ágreiningur væri um það milli BHM og háskólanna hvort greiða ætti laun fyrir starfsnám. BHM tekur sérstaklega fram í frétt á vef sínum að bandalagið kannist ekki við slíkan ágreining. „Bandalagið undrast að ráðuneytisstjórinn skuli vísa í slíkan ágreining og segi að ráðuneytið vilji ekki blanda sér í hann. Að mati BHM bera ummælin með sér að ráðuneytið sé að reyna að frýja sig ábyrgð á umræddri auglýsingu. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að nýlega skipaði félags- og barnamálaráðherra starfshóp gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði. Hópurinn hefur m.a. fjallað um mikilvægi þess að settar verði skýrar reglur um starfsnám og starfsþjálfun til að koma í veg fyrir að brotið sé gegn ákvæðum laga og kjarasamninga um lágmarkskjör.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem BHM gerir athugasemdir við sambærilegar starfsauglýsingar. Árið 2016 sendi bandalagið WOW Air bréf eftir að flugfélagið auglýsti eftir lögfræðinema í ólaunað starfsnám. Viðkomandi þurfti að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin voru til. Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20 Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta vilja að menntamálaráðuneytið móti skýrar reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Laganemum býðst um þessar mundir bæði launað og ólaunað starfsnám. 8. apríl 2017 06:00 WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir í tilkynningu. 12. febrúar 2016 15:40 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, kannast ekki við að ágreiningur sé um það milli bandalagsins og háskólanna hvort greiða eigi laun fyrir starfsnám, líkt og ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytisins hélt fram í hádegisfréttum RÚV í dag. BHM segir ummælin bera þess merki að ráðuneytið vilji fría sig ábyrgð á auglýsingu um ólaunað starfsnám, sem bandalagið gerði alvarlegar athugasemdir við. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM. Umrædd auglýsing birtist á Facebook-síðu atvinnunefndar Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, þann 17. Janúar síðastliðinn. Í auglýsingunni er auglýst eftir nema nema sem lokið hefur BA-gráðu í lögfræði og stundar eða hefur lokið meistaranámi í þeirri grein. Fram kemur að starfsnámið sé ólaunað og að auk framangreindrar menntunar skuli viðkomandi hafa „góða kunnáttu í íslensku og ensku, góða ritfærni á íslensku, gott tölvulæsi og getu til að vinna sjálfstætt.“ BHM sendi í kjölfarið félags- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og hún sögð brjóta gegn lagaákvæðum um lágmarkskjör. Ráðuneytið hætti við ráðninguna eftir að athugasemdir BHM bárust, að því er fram kom á vef RÚV í dag. Í bréfi sínu til ráðherra bendir BHM á að samkvæmt lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda sé vinnuveitendum óheimilt að ráða til sín fólk á lakari kjörum en kjarasamningar kveði á um. Í gildi sé stofnanasamningur milli Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) og ráðuneytanna. Ákvæði í þessum samningi um laun starfsnema teljist lágmarkskjör samkvæmt fyrrnefndum lögum.Kannast ekki við neinn ágreining Í hádegisfréttum RÚV í dag var svo haft eftir ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, Gissuri Péturssyni, að ákveðið hefði verið að hætta við verkefnið, þar eð ráðuneytið vildi ekki blanda sér í ágreining um launagreiðslur fyrir starfsnám. Auglýsingin stendur enn á síðu atvinnunefndar Orators en síðdegis í dag afturkallaði nefndin auglýsinguna í athugasemd við færsluna. Þá var einnig haft eftir Gissuri að honum sýndist sem ágreiningur væri um það milli BHM og háskólanna hvort greiða ætti laun fyrir starfsnám. BHM tekur sérstaklega fram í frétt á vef sínum að bandalagið kannist ekki við slíkan ágreining. „Bandalagið undrast að ráðuneytisstjórinn skuli vísa í slíkan ágreining og segi að ráðuneytið vilji ekki blanda sér í hann. Að mati BHM bera ummælin með sér að ráðuneytið sé að reyna að frýja sig ábyrgð á umræddri auglýsingu. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að nýlega skipaði félags- og barnamálaráðherra starfshóp gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði. Hópurinn hefur m.a. fjallað um mikilvægi þess að settar verði skýrar reglur um starfsnám og starfsþjálfun til að koma í veg fyrir að brotið sé gegn ákvæðum laga og kjarasamninga um lágmarkskjör.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem BHM gerir athugasemdir við sambærilegar starfsauglýsingar. Árið 2016 sendi bandalagið WOW Air bréf eftir að flugfélagið auglýsti eftir lögfræðinema í ólaunað starfsnám. Viðkomandi þurfti að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin voru til.
Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20 Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta vilja að menntamálaráðuneytið móti skýrar reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Laganemum býðst um þessar mundir bæði launað og ólaunað starfsnám. 8. apríl 2017 06:00 WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir í tilkynningu. 12. febrúar 2016 15:40 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20
Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta vilja að menntamálaráðuneytið móti skýrar reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Laganemum býðst um þessar mundir bæði launað og ólaunað starfsnám. 8. apríl 2017 06:00
WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir í tilkynningu. 12. febrúar 2016 15:40