Innlent

Snjódýpt í Reykjavík 18 sentímetrar

Birgir Olgeirsson skrifar
Þessir krakkar létu snjókomuna ekki á sig fá í morgun.
Þessir krakkar létu snjókomuna ekki á sig fá í morgun. Vísir/Vilhelm
Ofankoma hefur verið talsverð undanfarna daga og hefur valdið því að flestir eigendur ökutækja þurfa að leggja talsvert fyrr af stað á morgnanna til að skafa af þeim.

Snjódýpt mældist átján sentímetrar í Reykjavík klukkan níu í morgun. Á Akureyri mældist snjódýptin 19 sentímetrar, 25 sentímetrar á Siglufirði og 45 sentímetrar í Fnjóskadal svo dæmi séu tekin.

Reykvíkingar þurfa ekki að leita lengra aftur tímann en til 26. febrúar árið 2017 þegar snjódýpt mældist 51 sentímetri og til 2. desember árið 2015 þegar snjódýpt mældist 42 sentímetrar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×