May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. janúar 2019 13:38 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, leitar nú allra leiða til þess að leysa deilurnar á þingi um Brexit. vísir/getty Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári.BBC greinir frá því að May muni reyna að sannfæra samflokksmenn sína í Íhaldsflokknum sem og þingmenn Norður-írska sambandsflokksins (DUP) um að snúast á sveif með sér og útgöngusamningnum við ESB. Mun hún reyna að eyða áhyggjum þeirra af framtíðarlandamærum Írlands og Norður-Írlands, sem hafa verið helsti ásteitingarsteinninn í Brexit-málunum öllum. Fyrir helgi talaði May mikið um að vinna að lausn Brexit þvert á flokka en nú virðist ljóst að Verkamannaflokkurinn ætli ekki í þá vegferð. Því á hún aðeins þann kost í stöðunni að reyna að vinna samflokksmenn sína, sem hingað til hafa verið henni andsnúnir, á sitt band. Í umfjöllun BBC segir að hún freisti þess nú að sýna leiðtogum Evrópusambandsins fram á að samflokksmenn hennar allir séu reiðubúnir til að greiða útgöngusamningi við ESB sitt atkvæði, þrátt fyrir að samningurinn tryggi ekki að landamærin á Írlandi verði opin um alla framtíð. Samþykki breska þingið ekki neinn útgöngusamning gæti það farið svo að Bretland yfirgefi ESB þann 29. mars næstkomandi án samnings eða nokkurs aðlögunartímabils. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn hundsaði boð May um viðræður Formaður Verkamannaflokksins segir viðræður forsætisráðherra um framhaldið í Brexit-málinu sýndarmennsku. Vill að samningslaus útganga sé fyrst tekin af borðinu. Það vill May ekki gera. 18. janúar 2019 07:15 Theresa May ræðir við ESB-leiðtoga Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddust í gær við í síma um næstu skref í Brexit-málinu. 19. janúar 2019 07:45 May reynir að ná þverpólitískri sátt um Brexit Breski forsætisráðherrann ræðir við pólitíska samherja og andstæðinga um framhald Brexit í dag. 17. janúar 2019 10:41 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári.BBC greinir frá því að May muni reyna að sannfæra samflokksmenn sína í Íhaldsflokknum sem og þingmenn Norður-írska sambandsflokksins (DUP) um að snúast á sveif með sér og útgöngusamningnum við ESB. Mun hún reyna að eyða áhyggjum þeirra af framtíðarlandamærum Írlands og Norður-Írlands, sem hafa verið helsti ásteitingarsteinninn í Brexit-málunum öllum. Fyrir helgi talaði May mikið um að vinna að lausn Brexit þvert á flokka en nú virðist ljóst að Verkamannaflokkurinn ætli ekki í þá vegferð. Því á hún aðeins þann kost í stöðunni að reyna að vinna samflokksmenn sína, sem hingað til hafa verið henni andsnúnir, á sitt band. Í umfjöllun BBC segir að hún freisti þess nú að sýna leiðtogum Evrópusambandsins fram á að samflokksmenn hennar allir séu reiðubúnir til að greiða útgöngusamningi við ESB sitt atkvæði, þrátt fyrir að samningurinn tryggi ekki að landamærin á Írlandi verði opin um alla framtíð. Samþykki breska þingið ekki neinn útgöngusamning gæti það farið svo að Bretland yfirgefi ESB þann 29. mars næstkomandi án samnings eða nokkurs aðlögunartímabils.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn hundsaði boð May um viðræður Formaður Verkamannaflokksins segir viðræður forsætisráðherra um framhaldið í Brexit-málinu sýndarmennsku. Vill að samningslaus útganga sé fyrst tekin af borðinu. Það vill May ekki gera. 18. janúar 2019 07:15 Theresa May ræðir við ESB-leiðtoga Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddust í gær við í síma um næstu skref í Brexit-málinu. 19. janúar 2019 07:45 May reynir að ná þverpólitískri sátt um Brexit Breski forsætisráðherrann ræðir við pólitíska samherja og andstæðinga um framhald Brexit í dag. 17. janúar 2019 10:41 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Corbyn hundsaði boð May um viðræður Formaður Verkamannaflokksins segir viðræður forsætisráðherra um framhaldið í Brexit-málinu sýndarmennsku. Vill að samningslaus útganga sé fyrst tekin af borðinu. Það vill May ekki gera. 18. janúar 2019 07:15
Theresa May ræðir við ESB-leiðtoga Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddust í gær við í síma um næstu skref í Brexit-málinu. 19. janúar 2019 07:45
May reynir að ná þverpólitískri sátt um Brexit Breski forsætisráðherrann ræðir við pólitíska samherja og andstæðinga um framhald Brexit í dag. 17. janúar 2019 10:41