Telja 26 ríkustu mennina eiga jafnmikið og fátækari helming mannkyns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 11:30 Jeff Bezos, stofnandi Amazon, er ríkasti maður í heimi. Aðeins eitt prósent auðæfa hans er talið jafngilda fjárlögum heils Afríkuríkis, Eþíópíu. vísir/getty Samkvæmt nýrri skýrslu bresku góðgerðarsamtakanna Oxfam um skiptingu auðs í heiminum eiga 26 ríkustu menn heims jafnmikinn auð og sá helmingur mannkyns sem hefur minnst á milli handanna. Frá þessu er greint á vef Guardian en um er að ræða skýrslu sem Oxfam gefur út árlega í tengslum við World Economic Forum sem fram fer í Davos í Sviss. Ráðstefnan hefst á morgun. Í skýrslu Oxfam fyrir árið 2018 segir að bilið á milli ríkra og fátækra í heiminum hafi breikkað enn meira í fyrra. Segir í skýrslunni að það að bilið haldi áfram að breikka en ekki öfugt sé hindrun í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Oxfam telur að eitt prósent hátekjuskattur myndi skila nægum tekjum til þess að senda hvert barn í skóla sem ekki er í skóla og veita heilbrigðisþjónustu sem myndi koma í veg fyrir það að þrjár milljónir manna myndu deyja. Samkvæmt skýrslunni er auðurinn alltaf að safnast á færri hendur ár frá ári. Þannig átti 61 einstaklingur jafnmikinn auð og fátækari helmingur mannkyns árið 2016 en þessi tala var komin niður í 43 árið 2017. Í fyrra var talan síðan komin niður í 26 eins og áður var getið. Sem dæmi má nefna að ríkasti maður heims, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, jók auð sinn í fyrra upp í 112 milljarða dollara en aðeins eitt prósent af auðæfum hans jafngildir fjárlögum Afríkuríkisins Eþíópíu þar sem búa 105 milljónir manna.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem upplýsingar um auð Bezos voru rangar í fyrstu útgáfu hennar. Bandaríkin Bretland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu bresku góðgerðarsamtakanna Oxfam um skiptingu auðs í heiminum eiga 26 ríkustu menn heims jafnmikinn auð og sá helmingur mannkyns sem hefur minnst á milli handanna. Frá þessu er greint á vef Guardian en um er að ræða skýrslu sem Oxfam gefur út árlega í tengslum við World Economic Forum sem fram fer í Davos í Sviss. Ráðstefnan hefst á morgun. Í skýrslu Oxfam fyrir árið 2018 segir að bilið á milli ríkra og fátækra í heiminum hafi breikkað enn meira í fyrra. Segir í skýrslunni að það að bilið haldi áfram að breikka en ekki öfugt sé hindrun í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Oxfam telur að eitt prósent hátekjuskattur myndi skila nægum tekjum til þess að senda hvert barn í skóla sem ekki er í skóla og veita heilbrigðisþjónustu sem myndi koma í veg fyrir það að þrjár milljónir manna myndu deyja. Samkvæmt skýrslunni er auðurinn alltaf að safnast á færri hendur ár frá ári. Þannig átti 61 einstaklingur jafnmikinn auð og fátækari helmingur mannkyns árið 2016 en þessi tala var komin niður í 43 árið 2017. Í fyrra var talan síðan komin niður í 26 eins og áður var getið. Sem dæmi má nefna að ríkasti maður heims, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, jók auð sinn í fyrra upp í 112 milljarða dollara en aðeins eitt prósent af auðæfum hans jafngildir fjárlögum Afríkuríkisins Eþíópíu þar sem búa 105 milljónir manna.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem upplýsingar um auð Bezos voru rangar í fyrstu útgáfu hennar.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira