Vísar fullyrðingum um fjárskort á bug Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. janúar 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/ernir Menntamálaráðherra segir ámælisvert af forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri (HA) að halda því fram að skólann skorti fjármagn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum. Í grein eftir Eydísi Kr. Sveinbjarnardóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HA, sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku segir meðal annars að 59 nemendur í hjúkrunarfræði hafi náð öllum samkeppnisprófum upp á vormisserið. Hjúkrunarfræðideildin hafi hins vegar einungis fjármagn til að taka 55 þeirra inn. „Þetta er ekki rétt vegna þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið var búið að útvega fjármagn í bóklega þáttinn. Hins vegar gat skólinn ekki tekið við fleirum þar sem klínísku plássin eru ekki til staðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og vísar til nefndarálits meirihluta fjárlaganefndar við nýsamþykkt fjárlagafrumvarp. Þar kemur fram að 30 milljónir sem fara áttu til Háskólans á Akureyri vegna fjölgunar hjúkrunarnema voru dregnar til baka að svo stöddu en þess getið að fjárhæðinni verði varið til þessa verkefnis þegar fyrir liggur hvernig skólarnir verða í stakk búnir til að taka á móti auknum fjölda nemenda í hjúkrunarfræði. Aðspurð segir Eydís að í áætlunum sem skólinn hafi sent ráðuneytinu sé gert ráð fyrir fjölgun um tíu nemendur á komandi hausti og aftur um tíu haustið 2021. Aðspurð um þau rök að fjárskortur hafi komið í veg fyrir fjölgun nú á vorönn segir Eydís að sú setning í greininni hafi eitthvað misskilist. „Ég var bara að útskýra að við vorum ekki í stakk búin til að fjölga strax eins og mannaflinn er hjá okkur því það var mikil pressa á að taka inn alla nemendur sem náðu prófunum. Hver nemandi til viðbótar býr til aukið álag og við erum ekki með fjármagn til að fjölga einn, tveir og þrír.“ Eydís segir forsvarsmenn hjúkrunarfræðideilda HA og HÍ nú undirbúa sameiginlegar tillögur um fjölgun hjúkrunarfræðinema sem verði sendar ráðherra í febrúar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Menntamálaráðherra segir ámælisvert af forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri (HA) að halda því fram að skólann skorti fjármagn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum. Í grein eftir Eydísi Kr. Sveinbjarnardóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HA, sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku segir meðal annars að 59 nemendur í hjúkrunarfræði hafi náð öllum samkeppnisprófum upp á vormisserið. Hjúkrunarfræðideildin hafi hins vegar einungis fjármagn til að taka 55 þeirra inn. „Þetta er ekki rétt vegna þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið var búið að útvega fjármagn í bóklega þáttinn. Hins vegar gat skólinn ekki tekið við fleirum þar sem klínísku plássin eru ekki til staðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og vísar til nefndarálits meirihluta fjárlaganefndar við nýsamþykkt fjárlagafrumvarp. Þar kemur fram að 30 milljónir sem fara áttu til Háskólans á Akureyri vegna fjölgunar hjúkrunarnema voru dregnar til baka að svo stöddu en þess getið að fjárhæðinni verði varið til þessa verkefnis þegar fyrir liggur hvernig skólarnir verða í stakk búnir til að taka á móti auknum fjölda nemenda í hjúkrunarfræði. Aðspurð segir Eydís að í áætlunum sem skólinn hafi sent ráðuneytinu sé gert ráð fyrir fjölgun um tíu nemendur á komandi hausti og aftur um tíu haustið 2021. Aðspurð um þau rök að fjárskortur hafi komið í veg fyrir fjölgun nú á vorönn segir Eydís að sú setning í greininni hafi eitthvað misskilist. „Ég var bara að útskýra að við vorum ekki í stakk búin til að fjölga strax eins og mannaflinn er hjá okkur því það var mikil pressa á að taka inn alla nemendur sem náðu prófunum. Hver nemandi til viðbótar býr til aukið álag og við erum ekki með fjármagn til að fjölga einn, tveir og þrír.“ Eydís segir forsvarsmenn hjúkrunarfræðideilda HA og HÍ nú undirbúa sameiginlegar tillögur um fjölgun hjúkrunarfræðinema sem verði sendar ráðherra í febrúar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira