Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. janúar 2019 21:37 Bjarki Már Elísson sækir að marki Frakka vísir/getty Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. „Þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, en mér fannst þeir gera of mikið af tæknifeilum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru bara ragir í upphafi leiks.“ „Menn eins og Ólafur Guðmundsson og Ómar [Ingi Magnússon] voru ekki líkir sjálfum sér. Þegar Aron Pálmarsson dettur út þá verður einhver að stíga upp en það gerði það bara enginn þarna í byrjun. Þá miður þá vantaði smá karakter í strákana.“ Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru báðir fjarverandi vegna meiðsla og það mæddi mikið á ungum og óreyndum leikmönnum Íslands sem gáfust þó aldrei upp og komu til baka gegn gríðarsterku frönsku liði. Áttum aldrei séns á sigriGunnar Berg Viktorssons2 sport„Auðvitað eru þetta bara tvítugir strákar og frábær skóli fyrir þá, þeir læra af þessu engin spurning. Það er ekki við öðru að búast en að þeir muni lifa á þessum leik og koma sterkari í næsta verkefni.“ „Maður var samt aðeins svekktur með að þeir skyldu ekki vera aðeins aggressívari en það er kannski bara aldurinn og reynslan.“ Ísland náði að minnka muninn niður í tvö mörk snemma í seinni hálfleik áður en Frakkar tóku annað áhlaup og drápu leikinn. Fannst Gunnari Ísland einhvern tíman hafa átt möguleika á því að vinna leikinn? „Nei, við áttum aldrei séns á því. Mér fannst Frakkarnir nú bara ekki vera endilega á fullu heldur en þetta var samt allt of erfitt og við gerðum of mikla tæknifeila til þess að eiga nokkurn möguleika.“ Elvar langbesturSelfyssingurinn hefur staðið sig mjög vel á mótinuvísir/getty„Mér fannst Elvar [Örn Jónsson] bestur, hann var bara langbestur. Hann var agressívur að marki og sýndi einhvern karakter, tók af skarið og reyndi að búa til einhver færi fyrir sjálfan sig og aðra.“ „Ólafur Gústafsson var svosem fínn í vörninni, vörnin var ágæt en markvarslan var engin.“ Brasilíumenn eru næsti andstæðingur Íslands, og verður sá leikur líklega síðasti leikur Íslands á mótinu. Brasilía vann óvæntan sigur á Króatíu fyrr í dag, hvernig er tilfinningin fyrir leiknum á miðvikudag? „Hún er bara ekkert sérstaklega góð. Það eru margir meiddir og Brasilía greinilega bara með hörkulið, það eru ekkert margir sem hlaupa í gegnum Króatíu.“ „Ég ætla ekki að vera neitt svaka neikvæður en ég hef ekki mikla trú á að við vinnum Brassana,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Leikur Íslands og Brasilíu fer fram á miðvikudag, 23. janúar, klukkan 14:30. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. „Þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, en mér fannst þeir gera of mikið af tæknifeilum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru bara ragir í upphafi leiks.“ „Menn eins og Ólafur Guðmundsson og Ómar [Ingi Magnússon] voru ekki líkir sjálfum sér. Þegar Aron Pálmarsson dettur út þá verður einhver að stíga upp en það gerði það bara enginn þarna í byrjun. Þá miður þá vantaði smá karakter í strákana.“ Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru báðir fjarverandi vegna meiðsla og það mæddi mikið á ungum og óreyndum leikmönnum Íslands sem gáfust þó aldrei upp og komu til baka gegn gríðarsterku frönsku liði. Áttum aldrei séns á sigriGunnar Berg Viktorssons2 sport„Auðvitað eru þetta bara tvítugir strákar og frábær skóli fyrir þá, þeir læra af þessu engin spurning. Það er ekki við öðru að búast en að þeir muni lifa á þessum leik og koma sterkari í næsta verkefni.“ „Maður var samt aðeins svekktur með að þeir skyldu ekki vera aðeins aggressívari en það er kannski bara aldurinn og reynslan.“ Ísland náði að minnka muninn niður í tvö mörk snemma í seinni hálfleik áður en Frakkar tóku annað áhlaup og drápu leikinn. Fannst Gunnari Ísland einhvern tíman hafa átt möguleika á því að vinna leikinn? „Nei, við áttum aldrei séns á því. Mér fannst Frakkarnir nú bara ekki vera endilega á fullu heldur en þetta var samt allt of erfitt og við gerðum of mikla tæknifeila til þess að eiga nokkurn möguleika.“ Elvar langbesturSelfyssingurinn hefur staðið sig mjög vel á mótinuvísir/getty„Mér fannst Elvar [Örn Jónsson] bestur, hann var bara langbestur. Hann var agressívur að marki og sýndi einhvern karakter, tók af skarið og reyndi að búa til einhver færi fyrir sjálfan sig og aðra.“ „Ólafur Gústafsson var svosem fínn í vörninni, vörnin var ágæt en markvarslan var engin.“ Brasilíumenn eru næsti andstæðingur Íslands, og verður sá leikur líklega síðasti leikur Íslands á mótinu. Brasilía vann óvæntan sigur á Króatíu fyrr í dag, hvernig er tilfinningin fyrir leiknum á miðvikudag? „Hún er bara ekkert sérstaklega góð. Það eru margir meiddir og Brasilía greinilega bara með hörkulið, það eru ekkert margir sem hlaupa í gegnum Króatíu.“ „Ég ætla ekki að vera neitt svaka neikvæður en ég hef ekki mikla trú á að við vinnum Brassana,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Leikur Íslands og Brasilíu fer fram á miðvikudag, 23. janúar, klukkan 14:30.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29