Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. janúar 2019 21:37 Bjarki Már Elísson sækir að marki Frakka vísir/getty Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. „Þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, en mér fannst þeir gera of mikið af tæknifeilum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru bara ragir í upphafi leiks.“ „Menn eins og Ólafur Guðmundsson og Ómar [Ingi Magnússon] voru ekki líkir sjálfum sér. Þegar Aron Pálmarsson dettur út þá verður einhver að stíga upp en það gerði það bara enginn þarna í byrjun. Þá miður þá vantaði smá karakter í strákana.“ Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru báðir fjarverandi vegna meiðsla og það mæddi mikið á ungum og óreyndum leikmönnum Íslands sem gáfust þó aldrei upp og komu til baka gegn gríðarsterku frönsku liði. Áttum aldrei séns á sigriGunnar Berg Viktorssons2 sport„Auðvitað eru þetta bara tvítugir strákar og frábær skóli fyrir þá, þeir læra af þessu engin spurning. Það er ekki við öðru að búast en að þeir muni lifa á þessum leik og koma sterkari í næsta verkefni.“ „Maður var samt aðeins svekktur með að þeir skyldu ekki vera aðeins aggressívari en það er kannski bara aldurinn og reynslan.“ Ísland náði að minnka muninn niður í tvö mörk snemma í seinni hálfleik áður en Frakkar tóku annað áhlaup og drápu leikinn. Fannst Gunnari Ísland einhvern tíman hafa átt möguleika á því að vinna leikinn? „Nei, við áttum aldrei séns á því. Mér fannst Frakkarnir nú bara ekki vera endilega á fullu heldur en þetta var samt allt of erfitt og við gerðum of mikla tæknifeila til þess að eiga nokkurn möguleika.“ Elvar langbesturSelfyssingurinn hefur staðið sig mjög vel á mótinuvísir/getty„Mér fannst Elvar [Örn Jónsson] bestur, hann var bara langbestur. Hann var agressívur að marki og sýndi einhvern karakter, tók af skarið og reyndi að búa til einhver færi fyrir sjálfan sig og aðra.“ „Ólafur Gústafsson var svosem fínn í vörninni, vörnin var ágæt en markvarslan var engin.“ Brasilíumenn eru næsti andstæðingur Íslands, og verður sá leikur líklega síðasti leikur Íslands á mótinu. Brasilía vann óvæntan sigur á Króatíu fyrr í dag, hvernig er tilfinningin fyrir leiknum á miðvikudag? „Hún er bara ekkert sérstaklega góð. Það eru margir meiddir og Brasilía greinilega bara með hörkulið, það eru ekkert margir sem hlaupa í gegnum Króatíu.“ „Ég ætla ekki að vera neitt svaka neikvæður en ég hef ekki mikla trú á að við vinnum Brassana,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Leikur Íslands og Brasilíu fer fram á miðvikudag, 23. janúar, klukkan 14:30. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. „Þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, en mér fannst þeir gera of mikið af tæknifeilum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru bara ragir í upphafi leiks.“ „Menn eins og Ólafur Guðmundsson og Ómar [Ingi Magnússon] voru ekki líkir sjálfum sér. Þegar Aron Pálmarsson dettur út þá verður einhver að stíga upp en það gerði það bara enginn þarna í byrjun. Þá miður þá vantaði smá karakter í strákana.“ Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru báðir fjarverandi vegna meiðsla og það mæddi mikið á ungum og óreyndum leikmönnum Íslands sem gáfust þó aldrei upp og komu til baka gegn gríðarsterku frönsku liði. Áttum aldrei séns á sigriGunnar Berg Viktorssons2 sport„Auðvitað eru þetta bara tvítugir strákar og frábær skóli fyrir þá, þeir læra af þessu engin spurning. Það er ekki við öðru að búast en að þeir muni lifa á þessum leik og koma sterkari í næsta verkefni.“ „Maður var samt aðeins svekktur með að þeir skyldu ekki vera aðeins aggressívari en það er kannski bara aldurinn og reynslan.“ Ísland náði að minnka muninn niður í tvö mörk snemma í seinni hálfleik áður en Frakkar tóku annað áhlaup og drápu leikinn. Fannst Gunnari Ísland einhvern tíman hafa átt möguleika á því að vinna leikinn? „Nei, við áttum aldrei séns á því. Mér fannst Frakkarnir nú bara ekki vera endilega á fullu heldur en þetta var samt allt of erfitt og við gerðum of mikla tæknifeila til þess að eiga nokkurn möguleika.“ Elvar langbesturSelfyssingurinn hefur staðið sig mjög vel á mótinuvísir/getty„Mér fannst Elvar [Örn Jónsson] bestur, hann var bara langbestur. Hann var agressívur að marki og sýndi einhvern karakter, tók af skarið og reyndi að búa til einhver færi fyrir sjálfan sig og aðra.“ „Ólafur Gústafsson var svosem fínn í vörninni, vörnin var ágæt en markvarslan var engin.“ Brasilíumenn eru næsti andstæðingur Íslands, og verður sá leikur líklega síðasti leikur Íslands á mótinu. Brasilía vann óvæntan sigur á Króatíu fyrr í dag, hvernig er tilfinningin fyrir leiknum á miðvikudag? „Hún er bara ekkert sérstaklega góð. Það eru margir meiddir og Brasilía greinilega bara með hörkulið, það eru ekkert margir sem hlaupa í gegnum Króatíu.“ „Ég ætla ekki að vera neitt svaka neikvæður en ég hef ekki mikla trú á að við vinnum Brassana,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Leikur Íslands og Brasilíu fer fram á miðvikudag, 23. janúar, klukkan 14:30.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða