Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 12:22 Þorgerður Katrín vill að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi beri aukna ábyrgð. Vísir Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. Skýrslan staðfestir í raun það sem Fiskistofa sjálf hefur ítrekað bent á en niðurstaðan er að þröngur kostur geri Fiskistofu erfitt fyrir að sinna eftirlitshlutverki sínu meðal annars með brottkasti. Mannekla og niðurskurður eru einnig á meðal alvarlegra athugasemda í skýrslunni og bent er á að stofnunin hafi ekki burði til að takast á við verkefni sín. Starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent síðustu tíu árin. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í þættinum Sprengisandi í morgun að allir sem vilja ættu að sjá að 22 eftirlitsmenn geti illa sinnt eftirliti þegar um er að ræða fjórtán hundruð skip og 70 þúsund landanir. „Þetta er mikill áfellisdómur yfir kerfinu. Yfir eftirlitinu og þar enn einu sinni erum við í rauninni rasskellt fyrir að vera sofandi þegar kemur að eftirliti og í rauninni stjórnvöld lenda undir fyrir að vera ekki að gefa Fiskistofu það tækifæri að sinna því eftirliti sem Fiskistofa á að sinna. Þá erum við bæði að tala um brottkastið og viktun,“ segir Helga vala. segir Helga Vala.Besta fiskveiðiþjóð í heimi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tekur undir þetta og kallar eftir ábyrgð. „Það eru alltaf einstaka skip og útgerðir sem sjá sér leik á borði og gera þetta og það er algjörlega óviðunandi. Þess vegna hef ég verið að kalla eftir að mínu mati aukinni ábyrgð, festu og forystu af hálfu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að styðja við stjórnvöld til þess að koma í veg fyrir þennan ófögnuð sem að brotkastið er. Því það er svo gríðarlega mikið undir,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við að við séum við helsta og besta fiskveiðiþjóð í heimi, að hennar mati, og það þarf að passa upp á það orðspor. Sjávarútvegur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. Skýrslan staðfestir í raun það sem Fiskistofa sjálf hefur ítrekað bent á en niðurstaðan er að þröngur kostur geri Fiskistofu erfitt fyrir að sinna eftirlitshlutverki sínu meðal annars með brottkasti. Mannekla og niðurskurður eru einnig á meðal alvarlegra athugasemda í skýrslunni og bent er á að stofnunin hafi ekki burði til að takast á við verkefni sín. Starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent síðustu tíu árin. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í þættinum Sprengisandi í morgun að allir sem vilja ættu að sjá að 22 eftirlitsmenn geti illa sinnt eftirliti þegar um er að ræða fjórtán hundruð skip og 70 þúsund landanir. „Þetta er mikill áfellisdómur yfir kerfinu. Yfir eftirlitinu og þar enn einu sinni erum við í rauninni rasskellt fyrir að vera sofandi þegar kemur að eftirliti og í rauninni stjórnvöld lenda undir fyrir að vera ekki að gefa Fiskistofu það tækifæri að sinna því eftirliti sem Fiskistofa á að sinna. Þá erum við bæði að tala um brottkastið og viktun,“ segir Helga vala. segir Helga Vala.Besta fiskveiðiþjóð í heimi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tekur undir þetta og kallar eftir ábyrgð. „Það eru alltaf einstaka skip og útgerðir sem sjá sér leik á borði og gera þetta og það er algjörlega óviðunandi. Þess vegna hef ég verið að kalla eftir að mínu mati aukinni ábyrgð, festu og forystu af hálfu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að styðja við stjórnvöld til þess að koma í veg fyrir þennan ófögnuð sem að brotkastið er. Því það er svo gríðarlega mikið undir,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við að við séum við helsta og besta fiskveiðiþjóð í heimi, að hennar mati, og það þarf að passa upp á það orðspor.
Sjávarútvegur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira