Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2019 21:15 Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra fagnar þessum fyrsta áfanga nýs Landsspítala sem muni ekki hvað síst nýtast fólki af landsbyggðinni. Margmenni var saman komið þegar stjórn byggingar nýs Landsspítala afhenti sjúkrahótelið í dag. Framkvæmdastjóri framkvæmdanna þakkaði þeim mikla fjölda fólks og fyrirtækja sem kom að byggingunni og þá ekki hvað síst stjórnvöldum en fjölmargir heilbrigðisráðherrar hafi staðið á bakvið verkefnið. Fyrsta skóflustungan var tekin hinn 11. nóvember árið 2015 og heildarkostnaður með gatnagerð og öllum tengingum metinn á um 2,2 milljarða. Það mun örugglega fara vel um fólk sem á eftir að vera á þessu nýja og glæsilega sjúkrahóteli. Sjötíu og fimm herbergi eru á hótelinu. En þau eru misjöfn að stærð allt eftir því hvort sjúklingurinn er einn eða einhverjir aðstandnendur með honum. Þetta er í raun eins og á nýtísku hóteli; tvöföld rúm, fallegt baðherbergi og rúmgott. En spítalinn áætlar að taka sjúkrahótelið í notkun hinn fyrsta apríl.Heilbrigðisráðherra brosti breitt við afhendingu sjúkrahótelsins í dag.Vísir/VilhelmSvandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra var gleði efst í huga í dag. Þetta væru gríðarlega mikil þáttaskil til að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Hérna höfum við aðstæður fyrir sjúklinga til þess að bæði bíða og líka til að jafna sig ef það þarf. Fyrir fjölskyldur og aðstandendur utan að landi og svo framvegis. Fyrir fæðandi konur sem þurfa að vera í nábýli við kvennadeildina,“ segir Svandís. Þessi áfangi sýndi að stjórnvöldum væri alvara með uppbyggingu nýs Landsspítala. En spítalinn mun reka hótelið samkvæmt samningi næstu tvö árin. „Ég held að það sé mjög góð ráðstöfun að spítalinn sjái um þetta. Þetta er rekstur sem kemur í beinu framhaldi af þeirri heilbrigðisstarfsemi sem fer fram á spítalanum. Ég held að það fari vel á því að það sé órofa tenging þarna á milli.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúkrahótelið afhent í dag Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. 31. janúar 2019 14:09 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra fagnar þessum fyrsta áfanga nýs Landsspítala sem muni ekki hvað síst nýtast fólki af landsbyggðinni. Margmenni var saman komið þegar stjórn byggingar nýs Landsspítala afhenti sjúkrahótelið í dag. Framkvæmdastjóri framkvæmdanna þakkaði þeim mikla fjölda fólks og fyrirtækja sem kom að byggingunni og þá ekki hvað síst stjórnvöldum en fjölmargir heilbrigðisráðherrar hafi staðið á bakvið verkefnið. Fyrsta skóflustungan var tekin hinn 11. nóvember árið 2015 og heildarkostnaður með gatnagerð og öllum tengingum metinn á um 2,2 milljarða. Það mun örugglega fara vel um fólk sem á eftir að vera á þessu nýja og glæsilega sjúkrahóteli. Sjötíu og fimm herbergi eru á hótelinu. En þau eru misjöfn að stærð allt eftir því hvort sjúklingurinn er einn eða einhverjir aðstandnendur með honum. Þetta er í raun eins og á nýtísku hóteli; tvöföld rúm, fallegt baðherbergi og rúmgott. En spítalinn áætlar að taka sjúkrahótelið í notkun hinn fyrsta apríl.Heilbrigðisráðherra brosti breitt við afhendingu sjúkrahótelsins í dag.Vísir/VilhelmSvandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra var gleði efst í huga í dag. Þetta væru gríðarlega mikil þáttaskil til að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Hérna höfum við aðstæður fyrir sjúklinga til þess að bæði bíða og líka til að jafna sig ef það þarf. Fyrir fjölskyldur og aðstandendur utan að landi og svo framvegis. Fyrir fæðandi konur sem þurfa að vera í nábýli við kvennadeildina,“ segir Svandís. Þessi áfangi sýndi að stjórnvöldum væri alvara með uppbyggingu nýs Landsspítala. En spítalinn mun reka hótelið samkvæmt samningi næstu tvö árin. „Ég held að það sé mjög góð ráðstöfun að spítalinn sjái um þetta. Þetta er rekstur sem kemur í beinu framhaldi af þeirri heilbrigðisstarfsemi sem fer fram á spítalanum. Ég held að það fari vel á því að það sé órofa tenging þarna á milli.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúkrahótelið afhent í dag Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. 31. janúar 2019 14:09 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Sjúkrahótelið afhent í dag Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. 31. janúar 2019 14:09
Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54