Ætla að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. janúar 2019 19:00 Eitt brýnasta verkefnið á íslenskum vinnumarkaði er að taka á kennitöluflakki og mansali á skilvirkan hátt. Þetta kom fram þegar samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra kynnti tillögur að aðgerðum í dag. Tillögur starfshópsins eru í tíu liðum og fela meðal annars í sér að yfirvöld fái frekari valdheimildir á vinnumarkaði í sínu eftirliti, tekið verðir á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Að stjórnvöld fái frekari lagaheimildir til þvingunarúrræða, sett verði skylda til keðjuábyrgðar um opinber innkaup tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu, og að bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Stöð 2„Það er gríðarlega mikilvægt að félagsleg undirboð á vinnumarkaði að það þrífist ekki og ástæða þess að þessi vinna var sett af stað var sú að við tölum mikilvægt að fá alla aðila að borðinu til þess að ræða það með hvaða hætti væri hægt að bregðast við,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra eftir kynningu skýrslunnar í dag. Starfshópinn skipuðu fulltrúar frá fimm ráðuneytum, embætti Ríkislögreglustjóra, Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitinu, Vinnumálastofnun, Alþýðusambandinu, Bandalagi háskólamanna, BSRB Sambandi íslenskra sveitarfélaga og samtökum atvinnulífsins undir forystu Jóns Sigurðssonar, sem segir áríðandi að hraða vinnu í ráðuneytum svo tillögur starfshópsins komi til framkvæmda.Jón Sigurðsson, formaður starfshópsinsVísir/Stöð 2„Það þarf að vinna og ljúka vinnu á tillögum, tillögugerð og að sumu leiti lagabreytingum, reglugerðum og svo framvegis og allt tekur þetta sinn tíma og þess vegna er mikilvægt að hefja það starf þegar og vinna ötullega að þessu því að þetta byggist á því að það sé vilji og ásetningur á bak við það,“ sagði Jón. Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins fagnar tillögunum.Halldór Grönvold, aðstoðarframlvæmdastjóri Alþýðusambands ÍslandsVísir/Stöð 2„Ef þær komast til framkvæmda þá teljum við að við munum fá hér mun heilbrigðari vinnumarkað heldur en við höfum í dag. markmiðið er að tryggja að þeir sem að hér starfa njóti þeirra launa og starfskjara sem að þeim ber og að þau fyrirtæki sem eru að svindla og svína á fólki að þau fái ekkert annað tækifæri heldur sé komið út af markaði,“ sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands.Helstu tillögur samstarfshópsins eru eftirfarandi:Brýnasta verkefnið er að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Í tillögunum er m.a. heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga.Komið verði upp föstum samráðshópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem beri ábyrgð á sameiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði geri með sér formlegt samkomulag um skipulegt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Útfært verði hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna.Stjórnvöldum verði veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, m.a. með þvingunarúrræðum og stjórnvaldsviðurlögum.Sett verði skylda til keðjuábyrgðar í lög um opinber innkaup.Komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir formerkjum starfsnáms eða sjálfboðaliðastarfsemi.Kortlagðar verði með skipulegum hætti þær lagaheimildir sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa til að skiptast á gögnum og upplýsingumTryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu.Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Skýrslu starfshópsins má lesa hér. Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill viðtækara samstarf til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. 4. október 2018 19:45 Brýnt að taka á kennitöluflakki með skilvirkum hætti Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. 31. janúar 2019 14:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Eitt brýnasta verkefnið á íslenskum vinnumarkaði er að taka á kennitöluflakki og mansali á skilvirkan hátt. Þetta kom fram þegar samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra kynnti tillögur að aðgerðum í dag. Tillögur starfshópsins eru í tíu liðum og fela meðal annars í sér að yfirvöld fái frekari valdheimildir á vinnumarkaði í sínu eftirliti, tekið verðir á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Að stjórnvöld fái frekari lagaheimildir til þvingunarúrræða, sett verði skylda til keðjuábyrgðar um opinber innkaup tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu, og að bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Stöð 2„Það er gríðarlega mikilvægt að félagsleg undirboð á vinnumarkaði að það þrífist ekki og ástæða þess að þessi vinna var sett af stað var sú að við tölum mikilvægt að fá alla aðila að borðinu til þess að ræða það með hvaða hætti væri hægt að bregðast við,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra eftir kynningu skýrslunnar í dag. Starfshópinn skipuðu fulltrúar frá fimm ráðuneytum, embætti Ríkislögreglustjóra, Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitinu, Vinnumálastofnun, Alþýðusambandinu, Bandalagi háskólamanna, BSRB Sambandi íslenskra sveitarfélaga og samtökum atvinnulífsins undir forystu Jóns Sigurðssonar, sem segir áríðandi að hraða vinnu í ráðuneytum svo tillögur starfshópsins komi til framkvæmda.Jón Sigurðsson, formaður starfshópsinsVísir/Stöð 2„Það þarf að vinna og ljúka vinnu á tillögum, tillögugerð og að sumu leiti lagabreytingum, reglugerðum og svo framvegis og allt tekur þetta sinn tíma og þess vegna er mikilvægt að hefja það starf þegar og vinna ötullega að þessu því að þetta byggist á því að það sé vilji og ásetningur á bak við það,“ sagði Jón. Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins fagnar tillögunum.Halldór Grönvold, aðstoðarframlvæmdastjóri Alþýðusambands ÍslandsVísir/Stöð 2„Ef þær komast til framkvæmda þá teljum við að við munum fá hér mun heilbrigðari vinnumarkað heldur en við höfum í dag. markmiðið er að tryggja að þeir sem að hér starfa njóti þeirra launa og starfskjara sem að þeim ber og að þau fyrirtæki sem eru að svindla og svína á fólki að þau fái ekkert annað tækifæri heldur sé komið út af markaði,“ sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands.Helstu tillögur samstarfshópsins eru eftirfarandi:Brýnasta verkefnið er að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Í tillögunum er m.a. heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga.Komið verði upp föstum samráðshópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem beri ábyrgð á sameiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði geri með sér formlegt samkomulag um skipulegt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Útfært verði hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna.Stjórnvöldum verði veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, m.a. með þvingunarúrræðum og stjórnvaldsviðurlögum.Sett verði skylda til keðjuábyrgðar í lög um opinber innkaup.Komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir formerkjum starfsnáms eða sjálfboðaliðastarfsemi.Kortlagðar verði með skipulegum hætti þær lagaheimildir sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa til að skiptast á gögnum og upplýsingumTryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu.Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Skýrslu starfshópsins má lesa hér.
Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill viðtækara samstarf til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. 4. október 2018 19:45 Brýnt að taka á kennitöluflakki með skilvirkum hætti Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. 31. janúar 2019 14:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Vill viðtækara samstarf til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. 4. október 2018 19:45
Brýnt að taka á kennitöluflakki með skilvirkum hætti Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. 31. janúar 2019 14:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent