Skipstjóri leiguskips Eimskips lést eftir að brot kom á skipið Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 12:52 Leiguskipið EF AVA. Marine Traffic/Marij Skipstjóri leiguskips Eimskips lést þegar skipið fékk á sig brotsjó suður af Grænlandi aðfaranótt þriðjudags. Skipstjórinn var 55 ára gamall, fæddur 1964, og frá Póllandi en skipið heitir EF AVA og var á leið frá Nýfundnalandi til Íslands þegar þetta átti sér stað. Greint var fyrst frá málinu á vef mbl.is. Elín Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Eimskip, segir í samtali við Vísi að skipstjórinn hafi verið við vinnu í brúnni þegar brot kom á skipið. Við það féll skipstjórinn og hlaut höfuðhögg sem leiddi til andláts. Var skipið um 700 mílur frá Reykjavík þegar atvikið átti sér stað. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við mbl.is að haft var samband við gæsluna vegna atviksins en ákveðið var að kalla ekki áhöfn þyrlunnar út vegna málsins. Elín segir skipið vera á leið til Reykjavíkur og er væntanlegt í höfn í kvöld. Hún segir að skipið verði rannsakað af Rannsóknarnefnd samgönguslysa og væntanlega verði framkvæmd sjópróf. Hún segir um sorglegan atburð að ræða og hugur allra starfsmanna Eimskips sé með fjölskyldu skipstjórans og skipverjum. „Við vottum þeim okkar dýpstu samúð.“ Elín segir útgerð skipsins hafa boðið áhöfninni áfallahjálp. Mun prestur vera til staðar fyrir áhöfnina sem er erlend utan eins Íslendings. Samgöngur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Skipstjóri leiguskips Eimskips lést þegar skipið fékk á sig brotsjó suður af Grænlandi aðfaranótt þriðjudags. Skipstjórinn var 55 ára gamall, fæddur 1964, og frá Póllandi en skipið heitir EF AVA og var á leið frá Nýfundnalandi til Íslands þegar þetta átti sér stað. Greint var fyrst frá málinu á vef mbl.is. Elín Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Eimskip, segir í samtali við Vísi að skipstjórinn hafi verið við vinnu í brúnni þegar brot kom á skipið. Við það féll skipstjórinn og hlaut höfuðhögg sem leiddi til andláts. Var skipið um 700 mílur frá Reykjavík þegar atvikið átti sér stað. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við mbl.is að haft var samband við gæsluna vegna atviksins en ákveðið var að kalla ekki áhöfn þyrlunnar út vegna málsins. Elín segir skipið vera á leið til Reykjavíkur og er væntanlegt í höfn í kvöld. Hún segir að skipið verði rannsakað af Rannsóknarnefnd samgönguslysa og væntanlega verði framkvæmd sjópróf. Hún segir um sorglegan atburð að ræða og hugur allra starfsmanna Eimskips sé með fjölskyldu skipstjórans og skipverjum. „Við vottum þeim okkar dýpstu samúð.“ Elín segir útgerð skipsins hafa boðið áhöfninni áfallahjálp. Mun prestur vera til staðar fyrir áhöfnina sem er erlend utan eins Íslendings.
Samgöngur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira