Ágætis sport Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 31. janúar 2019 07:09 Síðastliðið þriðjudagskvöld þegar rithöfundurinn Hallgrímur Helgason tók við Íslensku bókmenntaverðlaunum á Bessastöðum fyrir skáldsögu sína 60 kíló af sólskini sagði hann: „Bókmenntir eru ekki íþróttagrein, en bókmenntaverðlaun eru hins vegar sport, alveg ágætis sport.“ Þarna komst rithöfundurinn hugmyndaríki vel að orði, eins og svo oft áður. Bókmenntaverðlaun eru vissulega ekki algildur mælikvarði á gæði verka. Nóbelsverðlaunin eru þar nærtækt dæmi. Lev Tolstoj hlaut ekki Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Þau voru fyrst veitt árið 1901 en Tolstoj, eitt stærsta nafnið í bókmenntasögu heims, lifði til ársins 1910. Henrik Ibsen hlaut heldur ekki verðlaunin og hvorki Virginia Woolf né James Joyce, svo örfá nöfn séu nefnd. Nokkrir höfundar, sem umheimurinn hefur steingleymt, hlutu þau hins vegar. Fæstir kunna til dæmis skil á fyrsta verðlaunahafanum í bókmenntum, Sully Prudhomme. Alltaf öðru hvoru skella fjölmiðlar sér í samkvæmisleikina: Hver átti skilið að fá Nóbelsverðlaun í bókmenntum en fékk þau ekki? og Hvaða Nóbelsverðlaunahafar í bókmenntum hefðu ekki átt að hreppa verðlaunin? Bókmenntaverðlaun verða alltaf umdeild og þar eru Íslensku bókmenntaverðlaunin ekki undanskilin. Þar hafa stundum verið teknar einkennilegar ákvarðanir, bæði þegar kemur að tilnefningum og verðlaunaveitingu. Við öðru er ekki að búast. Verðlaun og tilnefningar eru að stórum hluta lotterí en hitta samt merkilega oft í rétt mark. Ekki verður annað séð en að vel hafi tekist til þetta árið við veitingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það hefði til dæmis verið stórundarlegt ef stórvirkið Flóra Íslands hefði ekki hreppt verðlaunin. Útgáfa slíks verks er mikilvæg á tímum eins og þessum þegar maðurinn er að upplifa skelfilegar afleiðingar skeytingarleysisins sem hann hefur sýnt umhverfinu. Það er á hans ábyrgð að dýrategundum og plöntum fækkar. Honum er hollt að horfast í augu við þá staðreynd sem Hörður Kristinsson, einn höfunda Flóru Íslands, orðaði svo vel á verðlaunaafhendingunni: „Við mættum hafa í huga að plöntur komast vel af án okkar en við gætum aldrei lifað án þeirra.“ Bókmenntaverðlaun vekja athygli á bókmenntum í heimi þar sem bókin á í harðri samkeppni við aðra miðla og stundum er eins og hún eigi þar litla möguleika. Um leið hefur hlutverk barna- og unglingabókahöfunda aldrei verið mikilvægara. Þegar kemur að Íslensku bókmenntaverðlaununum þá er þeim bókum gert jafn hátt undir höfði og fagurbókmenntum og fræðibókum og ritum almenns efnis fyrir fullorðna. Þannig á það einmitt að vera. Verulega gleðilegt var að sjá Sigrúnu Eldjárn hljóta verðlaunin fyrir sína bestu bók til þessa, Silfurlykilinn. Í viðtali fyrir nokkrum árum sagði Sigrún að barnabókahöfundar byggju til lesendur sem síðar meir myndu lesa bækur fyrir fullorðna. Sjálf hefur hún sinnt því mikilvæga hlutverki að skapa ótal marga lesendur. Þjóðinni er óskað til hamingju með rithöfunda sína og góðar bækur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Menning Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið þriðjudagskvöld þegar rithöfundurinn Hallgrímur Helgason tók við Íslensku bókmenntaverðlaunum á Bessastöðum fyrir skáldsögu sína 60 kíló af sólskini sagði hann: „Bókmenntir eru ekki íþróttagrein, en bókmenntaverðlaun eru hins vegar sport, alveg ágætis sport.“ Þarna komst rithöfundurinn hugmyndaríki vel að orði, eins og svo oft áður. Bókmenntaverðlaun eru vissulega ekki algildur mælikvarði á gæði verka. Nóbelsverðlaunin eru þar nærtækt dæmi. Lev Tolstoj hlaut ekki Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Þau voru fyrst veitt árið 1901 en Tolstoj, eitt stærsta nafnið í bókmenntasögu heims, lifði til ársins 1910. Henrik Ibsen hlaut heldur ekki verðlaunin og hvorki Virginia Woolf né James Joyce, svo örfá nöfn séu nefnd. Nokkrir höfundar, sem umheimurinn hefur steingleymt, hlutu þau hins vegar. Fæstir kunna til dæmis skil á fyrsta verðlaunahafanum í bókmenntum, Sully Prudhomme. Alltaf öðru hvoru skella fjölmiðlar sér í samkvæmisleikina: Hver átti skilið að fá Nóbelsverðlaun í bókmenntum en fékk þau ekki? og Hvaða Nóbelsverðlaunahafar í bókmenntum hefðu ekki átt að hreppa verðlaunin? Bókmenntaverðlaun verða alltaf umdeild og þar eru Íslensku bókmenntaverðlaunin ekki undanskilin. Þar hafa stundum verið teknar einkennilegar ákvarðanir, bæði þegar kemur að tilnefningum og verðlaunaveitingu. Við öðru er ekki að búast. Verðlaun og tilnefningar eru að stórum hluta lotterí en hitta samt merkilega oft í rétt mark. Ekki verður annað séð en að vel hafi tekist til þetta árið við veitingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það hefði til dæmis verið stórundarlegt ef stórvirkið Flóra Íslands hefði ekki hreppt verðlaunin. Útgáfa slíks verks er mikilvæg á tímum eins og þessum þegar maðurinn er að upplifa skelfilegar afleiðingar skeytingarleysisins sem hann hefur sýnt umhverfinu. Það er á hans ábyrgð að dýrategundum og plöntum fækkar. Honum er hollt að horfast í augu við þá staðreynd sem Hörður Kristinsson, einn höfunda Flóru Íslands, orðaði svo vel á verðlaunaafhendingunni: „Við mættum hafa í huga að plöntur komast vel af án okkar en við gætum aldrei lifað án þeirra.“ Bókmenntaverðlaun vekja athygli á bókmenntum í heimi þar sem bókin á í harðri samkeppni við aðra miðla og stundum er eins og hún eigi þar litla möguleika. Um leið hefur hlutverk barna- og unglingabókahöfunda aldrei verið mikilvægara. Þegar kemur að Íslensku bókmenntaverðlaununum þá er þeim bókum gert jafn hátt undir höfði og fagurbókmenntum og fræðibókum og ritum almenns efnis fyrir fullorðna. Þannig á það einmitt að vera. Verulega gleðilegt var að sjá Sigrúnu Eldjárn hljóta verðlaunin fyrir sína bestu bók til þessa, Silfurlykilinn. Í viðtali fyrir nokkrum árum sagði Sigrún að barnabókahöfundar byggju til lesendur sem síðar meir myndu lesa bækur fyrir fullorðna. Sjálf hefur hún sinnt því mikilvæga hlutverki að skapa ótal marga lesendur. Þjóðinni er óskað til hamingju með rithöfunda sína og góðar bækur þeirra.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun