Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2019 15:40 Pálmatrén tvö í gróðurhúsunum. Reykjavíkurborg Kostnaður við listaverkið Pálmatré, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í Vogabyggð geta risið um 1300 íbúðir í fyrstu þremur áföngum uppbyggingarinnar. Tekjur borgarinnar af uppbyggingunni greiða kostnað við innviði þar með talið valin útilistaverk sem eru „aðeins brot af heildarkostnaðinum eða um 1%“. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir áætlað að Reykjavíkurborg fái tæpa sex milljarða í byggingarréttar- og gatnagerðargjöld vegna uppbyggingarinnar. Þær tekjur verði notaðar til að fjármagna alla innviði hverfisins eins og götur, lagnir, torg, lýsingu, gróður, skóla, leikskóla – og listaverk sem lóðarhafar greiða að jöfnum hluta á móti Reykjavíkurborg samkvæmt samningum. Þannig greiðir Reykjavíkurborg tæpar 70 milljónir króna, sem kemur úr byggingarréttar- og gatnagerðargjöldum, á móti sömu upphæð frá lóðarhöfum.Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík.Mynd/Reykjavíkurborg„Í samþykktum samningsmarkmiðum borgarinnar á nýbyggingarsvæðum er ákvæði um að list í almenningsrýmum skuli fjármögnuð af lóðarhöfum. Er samið við hvern og einn lóðarhafa hversu hátt hlutfall þeir greiði til slíkra verka, aldrei minna en 50% og er fjármagnið eyrnamerkt listaverkum á svæðinu. Í því samhengi var Listasafni Reykjavíkur falið að halda alþjóðlega samkeppni um listaverk í Vogabyggð.“ Fjallað var um kostnaðinn við listaverkin í hádegisfréttum Bylgjunnar en auk þeirra stendur til að Reykjavíkurborg festi kaup á tillögu danska listamannahópsins A Kassen sem kallast Endalausi ljósastaurinn. Hann verður 30 metra hár og er gert ráð fyrir að hann kosti 12,5 milljónir króna uppsettur. Árið 2019 er ár listar í almenningsrými hjá Listasafni Reykjavíkur sem mun vekja sérstaka athygli á slíkri list á árinu. Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, kveðst fagna allri umræðu um list í almenningsrýmum. „Verkið sem varð fyrir valinu er mjög djarft og skemmtilegt enda er listakonan þekkt fyrir slík verk. Það er fráleitt að verið sé að borga 140 milljónir króna fyrir trén sem slík. Þau munu ekki kosta nema brot af upphæðinni, heldur er verið að greiða fyrir höfundarverkið og gróðurhúsin sem eru hluti af verkinu,“ segir Ólöf.Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu.Ólöf segir að í lýsingu listakonunnar Karin Sanders segi að íbúar geti haft áhrif á verkið og lagt til annan framandi gróður í gróðurhúsin þegar fram líða stundir, t.d. kirsuberjatré eða aðrar jurtir. Þá hafi dómnefndin rætt við sérfræðinga varðandi pálmatrén sem segja að vel sé mögulegt að halda í þeim lífi í slíku vistkerfi og framkvæmdin því öll gerleg. Í lokaðan hluta samkeppninnar bárust 13 gildar tillögur að útilistaverkum og eru allar tillögurnar til sýnis á Kjarvalsstöðum til 7. febrúar næstkomandi. Í kostnaðaráætlun fyrir verkið Pálmatrén er gert ráð fyrir að tvö pálmatré kosti um 1,5 milljón en hvort gróðurhús um 43 milljónir króna. Listamaðurinn fær 15 milljónir í sinn hlut og þá bætist við tæknilegur kostnaður sem áætlaður er 9 milljónir króna og skipulagskostnaður upp á 22 milljónir króna. Samanlagt 134 milljónir króna miðað við gengi krónunnar í maí í fyrra. Krónan hefur fallið nokkuð síðan þá og mun þá vænta að kostnaðurinn sé nær 140-150 milljónum króna. „Vogabyggð verður talsvert stórt hverfi sem mun skapa borginni miklar framtíðartekjur. Jafnframt eru skilmálar um að 20% íbúða verði leiguíbúðir, stúdenta eða búseturéttaríbúðir og 5% íbúða verði félagslegar leiguíbúðir.“ Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Borgin greiðir helming af kostnaði við hin umdeildu pálmatré Fulltrúar minnihlutans í Reykjavík hafa margir gagnrýnt fyrirætlanir meirihlutans á samfélagsmiðlum í kvöld. 29. janúar 2019 23:15 Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“ 29. janúar 2019 19:00 Segir útilistaverkið Pálmatré ekki dýrt Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem varð hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu. 30. janúar 2019 13:30 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Kostnaður við listaverkið Pálmatré, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í Vogabyggð geta risið um 1300 íbúðir í fyrstu þremur áföngum uppbyggingarinnar. Tekjur borgarinnar af uppbyggingunni greiða kostnað við innviði þar með talið valin útilistaverk sem eru „aðeins brot af heildarkostnaðinum eða um 1%“. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir áætlað að Reykjavíkurborg fái tæpa sex milljarða í byggingarréttar- og gatnagerðargjöld vegna uppbyggingarinnar. Þær tekjur verði notaðar til að fjármagna alla innviði hverfisins eins og götur, lagnir, torg, lýsingu, gróður, skóla, leikskóla – og listaverk sem lóðarhafar greiða að jöfnum hluta á móti Reykjavíkurborg samkvæmt samningum. Þannig greiðir Reykjavíkurborg tæpar 70 milljónir króna, sem kemur úr byggingarréttar- og gatnagerðargjöldum, á móti sömu upphæð frá lóðarhöfum.Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík.Mynd/Reykjavíkurborg„Í samþykktum samningsmarkmiðum borgarinnar á nýbyggingarsvæðum er ákvæði um að list í almenningsrýmum skuli fjármögnuð af lóðarhöfum. Er samið við hvern og einn lóðarhafa hversu hátt hlutfall þeir greiði til slíkra verka, aldrei minna en 50% og er fjármagnið eyrnamerkt listaverkum á svæðinu. Í því samhengi var Listasafni Reykjavíkur falið að halda alþjóðlega samkeppni um listaverk í Vogabyggð.“ Fjallað var um kostnaðinn við listaverkin í hádegisfréttum Bylgjunnar en auk þeirra stendur til að Reykjavíkurborg festi kaup á tillögu danska listamannahópsins A Kassen sem kallast Endalausi ljósastaurinn. Hann verður 30 metra hár og er gert ráð fyrir að hann kosti 12,5 milljónir króna uppsettur. Árið 2019 er ár listar í almenningsrými hjá Listasafni Reykjavíkur sem mun vekja sérstaka athygli á slíkri list á árinu. Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, kveðst fagna allri umræðu um list í almenningsrýmum. „Verkið sem varð fyrir valinu er mjög djarft og skemmtilegt enda er listakonan þekkt fyrir slík verk. Það er fráleitt að verið sé að borga 140 milljónir króna fyrir trén sem slík. Þau munu ekki kosta nema brot af upphæðinni, heldur er verið að greiða fyrir höfundarverkið og gróðurhúsin sem eru hluti af verkinu,“ segir Ólöf.Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu.Ólöf segir að í lýsingu listakonunnar Karin Sanders segi að íbúar geti haft áhrif á verkið og lagt til annan framandi gróður í gróðurhúsin þegar fram líða stundir, t.d. kirsuberjatré eða aðrar jurtir. Þá hafi dómnefndin rætt við sérfræðinga varðandi pálmatrén sem segja að vel sé mögulegt að halda í þeim lífi í slíku vistkerfi og framkvæmdin því öll gerleg. Í lokaðan hluta samkeppninnar bárust 13 gildar tillögur að útilistaverkum og eru allar tillögurnar til sýnis á Kjarvalsstöðum til 7. febrúar næstkomandi. Í kostnaðaráætlun fyrir verkið Pálmatrén er gert ráð fyrir að tvö pálmatré kosti um 1,5 milljón en hvort gróðurhús um 43 milljónir króna. Listamaðurinn fær 15 milljónir í sinn hlut og þá bætist við tæknilegur kostnaður sem áætlaður er 9 milljónir króna og skipulagskostnaður upp á 22 milljónir króna. Samanlagt 134 milljónir króna miðað við gengi krónunnar í maí í fyrra. Krónan hefur fallið nokkuð síðan þá og mun þá vænta að kostnaðurinn sé nær 140-150 milljónum króna. „Vogabyggð verður talsvert stórt hverfi sem mun skapa borginni miklar framtíðartekjur. Jafnframt eru skilmálar um að 20% íbúða verði leiguíbúðir, stúdenta eða búseturéttaríbúðir og 5% íbúða verði félagslegar leiguíbúðir.“
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Borgin greiðir helming af kostnaði við hin umdeildu pálmatré Fulltrúar minnihlutans í Reykjavík hafa margir gagnrýnt fyrirætlanir meirihlutans á samfélagsmiðlum í kvöld. 29. janúar 2019 23:15 Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“ 29. janúar 2019 19:00 Segir útilistaverkið Pálmatré ekki dýrt Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem varð hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu. 30. janúar 2019 13:30 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Borgin greiðir helming af kostnaði við hin umdeildu pálmatré Fulltrúar minnihlutans í Reykjavík hafa margir gagnrýnt fyrirætlanir meirihlutans á samfélagsmiðlum í kvöld. 29. janúar 2019 23:15
Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“ 29. janúar 2019 19:00
Segir útilistaverkið Pálmatré ekki dýrt Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem varð hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu. 30. janúar 2019 13:30