Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2019 15:15 Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi. Vísir/Kolbeinn Tumi Skipulags- og samgönguráð gerði samþykkt um að lækka hámarkshraða á Hringbraut, milli Sæmundargötu og Ánanausta, niður í 40 kílómetra á klukkustund. Var þetta samþykkt á fundi ráðsins í dag en formaður þess, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hún bendir þó á að þetta hafi verið samþykkt með fyrirvara um samþykki frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Einnig var samþykkt að fara í fleiri úrbætur á framkvæmdum í samstarfi við Vegagerðina sem er veghaldari Hringbrautar. Þar á meðal að bæta lýsingu við gönguþveranir á Hringbraut á þessum kafla. Setja upp hraðavaraskilti og kassa á völdum stöðum fyrir löggæslumyndavélar (hraða- og rauðljósamyndavélar), hefja undirbúning þess að endurnýja allan búnað fyrir umferðarljósastýringar á Hringbraut á þessum kafla með það að markmiði að heildarendurnýjun ljúki á næsta ári og bæta gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu fyrir óvarða vegfarendur en forhönnun þeirra er í vinnslu og verður lokið í næstu viku. Á sama tíma samþykkti skipulags- og samgönguráð að lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst á eftirfarandi götum: - Hofsvallagötu, milli Hringbrautar og Ægissíðu. - Ægissíðu. - Nesvegi, milli Kaplaskjólsvegar og Granaskjóls/Sörlaskjóls. 6. febrúar næstkomandi klukkan 20 verður haldinn íbúafundur í Vesturbæ þar sem öryggismál í tengslum við Hringbrautina verða í brennidepli. Verður fundurinn haldinn í Vesturbæjarskóla og eru íbúar hvattir til að mæta. Á fundinum verða eftirtaldir til svara: Frá Vegagerð: Auður Þóra Árnadóttir - forstöðumaður umferðardeildar. Frá Reykjavíkurborg: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir - formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Frá lögreglunni: Sigríður Björk Guðjónsdóttir - lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins & Ásgeir Þór Ásgeirsson – yfirlögregluþjónn. Frá Samgöngustofu: Gunnar Geir Gunnarsson - deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar & Edda Doris Meyer - sérfræðingur á mannvirkjadeild Frá samgönguráðuneyti: Jónas Birgir Jónasson - lögfræðingur á skrifstofu samgangna í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu Borgarstjórn Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð gerði samþykkt um að lækka hámarkshraða á Hringbraut, milli Sæmundargötu og Ánanausta, niður í 40 kílómetra á klukkustund. Var þetta samþykkt á fundi ráðsins í dag en formaður þess, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hún bendir þó á að þetta hafi verið samþykkt með fyrirvara um samþykki frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Einnig var samþykkt að fara í fleiri úrbætur á framkvæmdum í samstarfi við Vegagerðina sem er veghaldari Hringbrautar. Þar á meðal að bæta lýsingu við gönguþveranir á Hringbraut á þessum kafla. Setja upp hraðavaraskilti og kassa á völdum stöðum fyrir löggæslumyndavélar (hraða- og rauðljósamyndavélar), hefja undirbúning þess að endurnýja allan búnað fyrir umferðarljósastýringar á Hringbraut á þessum kafla með það að markmiði að heildarendurnýjun ljúki á næsta ári og bæta gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu fyrir óvarða vegfarendur en forhönnun þeirra er í vinnslu og verður lokið í næstu viku. Á sama tíma samþykkti skipulags- og samgönguráð að lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst á eftirfarandi götum: - Hofsvallagötu, milli Hringbrautar og Ægissíðu. - Ægissíðu. - Nesvegi, milli Kaplaskjólsvegar og Granaskjóls/Sörlaskjóls. 6. febrúar næstkomandi klukkan 20 verður haldinn íbúafundur í Vesturbæ þar sem öryggismál í tengslum við Hringbrautina verða í brennidepli. Verður fundurinn haldinn í Vesturbæjarskóla og eru íbúar hvattir til að mæta. Á fundinum verða eftirtaldir til svara: Frá Vegagerð: Auður Þóra Árnadóttir - forstöðumaður umferðardeildar. Frá Reykjavíkurborg: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir - formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Frá lögreglunni: Sigríður Björk Guðjónsdóttir - lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins & Ásgeir Þór Ásgeirsson – yfirlögregluþjónn. Frá Samgöngustofu: Gunnar Geir Gunnarsson - deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar & Edda Doris Meyer - sérfræðingur á mannvirkjadeild Frá samgönguráðuneyti: Jónas Birgir Jónasson - lögfræðingur á skrifstofu samgangna í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
Borgarstjórn Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13
Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16