Þrífösun rafmagns: Skaftárhreppur og Mýrar í forgang Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2019 13:28 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, er ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hyggst leggja til þriggja ára átak í að flýta þrífösun rafmagns í væntanlegri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 til 2024. Í frétt á vef atvinnuvegna og nýsköpunarráðuneytisins segir að til standi í fyrsta áfanga verði lögð áhersla á að ljúka þrífösun á tveimur svæðum: Skaftárhreppi og Mýrum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er kveðið á um að flýta áformum um þrífösun. Hafi átakið þannig einnig beina skírskotun til byggðaáætlunar sem Alþingi samþykkti síðastliðið sumar, þar sem áhersla sé lögð á þrífösun.Á að ljúka 2035 „Í dag er meira en fjórðungur af öllu dreifikerfi RARIK einfasa, sem takmarkar bæði flutningsgetu kerfisins og það hve öflugan rafbúnað er hægt er að nota á hverjum og einum stað. Þrífösun er því mikilvæg út frá orkuskiptum, byggðasjónarmiðum, ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum atvinnutækifærum. Auk þess má nefna að nýir strengir eru iðulega lagðir í jörð, í samræmi við stefnu stjórnvalda, sem hefur jákvæð umhverfisáhrif. Samkvæmt núgildandi áætlunum verður þrífösun ekki lokið fyrr en eftir 16 ár eða árið 2035. Tillagan gengur út á tvennt: í fyrsta lagi aukið fjármagn, um 80 milljónir kr. á ári í þrjú ár, og í öðru lagi breytta forgangsröðun. Í stað þess að forgangsraða eftir aldri núverandi raflína og álagi á þær verði einnig horft til þess hve mikil þörf er fyrir þrífösun og hvort samlegðaráhrif séu með áætlunum um lagningu ljósleiðara. Féð verður notað til að standa straum af flýtigjaldi sem RARIK tekur fyrir að flýta framkvæmdum. Í þessum þriggja ára áfanga, árin 2020-2022, verður lögð áhersla á að ljúka þrífösun á tveimur svæðum: Skaftárhreppi og Mýrum. Skaftárhreppur er eina sveitarfélagið á Suðurlandi sem ekki nýtur þriggja fasa rafmagns. Sveitarfélagið er hið næststærsta á landinu að flatarmáli og er skilgreint sem brotthætt byggð. Mikill ferðamannastraumur á svæðinu veldur álagi á innviði. Á Mýrum fer saman brýn þörf fyrir þrífösun vegna landbúnaðar og sú staðreynd að unnið er að útboði á lagningu ljósleiðara á svæðinu sem hefði í för með sér töluverð samlegðaráhrif. Svæðið sem um ræðir er frá Hvítárósum vestur að mörkum Eyja- og Miklaholtshrepps,“ segir í fréttinni. Byggðamál Orkumál Skaftárhreppur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hyggst leggja til þriggja ára átak í að flýta þrífösun rafmagns í væntanlegri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 til 2024. Í frétt á vef atvinnuvegna og nýsköpunarráðuneytisins segir að til standi í fyrsta áfanga verði lögð áhersla á að ljúka þrífösun á tveimur svæðum: Skaftárhreppi og Mýrum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er kveðið á um að flýta áformum um þrífösun. Hafi átakið þannig einnig beina skírskotun til byggðaáætlunar sem Alþingi samþykkti síðastliðið sumar, þar sem áhersla sé lögð á þrífösun.Á að ljúka 2035 „Í dag er meira en fjórðungur af öllu dreifikerfi RARIK einfasa, sem takmarkar bæði flutningsgetu kerfisins og það hve öflugan rafbúnað er hægt er að nota á hverjum og einum stað. Þrífösun er því mikilvæg út frá orkuskiptum, byggðasjónarmiðum, ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum atvinnutækifærum. Auk þess má nefna að nýir strengir eru iðulega lagðir í jörð, í samræmi við stefnu stjórnvalda, sem hefur jákvæð umhverfisáhrif. Samkvæmt núgildandi áætlunum verður þrífösun ekki lokið fyrr en eftir 16 ár eða árið 2035. Tillagan gengur út á tvennt: í fyrsta lagi aukið fjármagn, um 80 milljónir kr. á ári í þrjú ár, og í öðru lagi breytta forgangsröðun. Í stað þess að forgangsraða eftir aldri núverandi raflína og álagi á þær verði einnig horft til þess hve mikil þörf er fyrir þrífösun og hvort samlegðaráhrif séu með áætlunum um lagningu ljósleiðara. Féð verður notað til að standa straum af flýtigjaldi sem RARIK tekur fyrir að flýta framkvæmdum. Í þessum þriggja ára áfanga, árin 2020-2022, verður lögð áhersla á að ljúka þrífösun á tveimur svæðum: Skaftárhreppi og Mýrum. Skaftárhreppur er eina sveitarfélagið á Suðurlandi sem ekki nýtur þriggja fasa rafmagns. Sveitarfélagið er hið næststærsta á landinu að flatarmáli og er skilgreint sem brotthætt byggð. Mikill ferðamannastraumur á svæðinu veldur álagi á innviði. Á Mýrum fer saman brýn þörf fyrir þrífösun vegna landbúnaðar og sú staðreynd að unnið er að útboði á lagningu ljósleiðara á svæðinu sem hefði í för með sér töluverð samlegðaráhrif. Svæðið sem um ræðir er frá Hvítárósum vestur að mörkum Eyja- og Miklaholtshrepps,“ segir í fréttinni.
Byggðamál Orkumál Skaftárhreppur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira