Segir útilistaverkið Pálmatré ekki dýrt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2019 13:30 Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu. Borgarfulltrúar í minnihlutanum í borginni hafa gagnrýnt þann kostnað sem er áætlaður í að fari í verkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk Vogabyggð. Í dómnefnd um verkið voru skipuð þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, formaður dómnefndar, Signý Pálsdóttir, fv. skrifstofustjóri menningarmála, og Ólöf Nordal, Baldur Geir Bragason og Ragnhildur Stefánsdóttir, myndlistarmenn.Kostnaðurinn við verkið Áætlaður kostnaður við uppsetningu og höfundarlaun verksins eru 140 milljónir króna sem er sú upphæð sem ákveðið var árið 2015 að færi í útilistaverk á svæðinu. Þar af fær listamaðurinn tæpar fimmtán milljónir af heildarupphæðinni í sinn hlut í höfundarlaun, uppsetningu og eftirfylgni með verkinu að sögn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur en safnið hefur umsjón með listaverkum í Reykjavík og stóð fyrir samkeppninni um listaverkið. Sundurliðaður kostnaður við PálmatréSamkvæmt kostnaðaáætlun sem fréttastofa hefur er gert ráð fyrir að pálmatrén í verkinu kosti um eina komma fimm milljónir króna. Gróðurhúsin utan um þau kosti ríflega áttatíu og fimm milljónir króna og undirlag um eina komma tvær milljónir. Tæknibúnaður kosti rúmlega níu milljónir og skipulagskostnaður þ.á.m. þóknun arkitekta kosti um tuttugu og eina komma fimm milljónir króna. Áætlunin var gerð á þeim tíma sem samkeppnin var auglýst og er miðuð við gengi krónunnar þann 25. maí 2018 þegar ein evra jafngilti 123,85 krónum. Gengið hefur hins vegar lækkað og í dag kostar ein evra 137 krónur. Ekki dýrt útilistaverk Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri segir verkið ekki of dýrt. „Nei ég held að þetta sé ekki dýrt verk. Hins vegar held ég að við séum að fá mikið fyrir þessa fjárfestingu. Þetta er bara raunhæft verð og raunhæfur útreikningur á því hvað listaverk í almenningsrými kostar. Ég held að gildi útilistaverka sé ótvírætt,“ segir Ólöf. Hún segir gagnrýni á að verkið heilbrigða en bendir á að greitt sé fyrir verkið með innviðagjöldum frá lóðahöfum. „Það er heilbrigt að tala um hlutina en sú gagnrýni að verið sé að borga 140 milljónir fyrir tvö pálmatré er fullmikil einföldun. Það má líkja því við að kaupa sér bíl uppá milljón og einungis sé verið að greiða fyrir fjögur dekk. Þetta er miklu flóknara fyrirbæri en tvö pálmatré. Þessum verkum er ætlað að virkja svæðið og vera jákvætt innlegg í umhverfið,“ segir Ólöf. Hún bætir við að lýsingin í verkinu sé svipuð og svokölluð skammdegisljós og eigi því hafa heilandi áhrif á umhverfið.Lóðahafar greiða fyrir listaverk Í upplýsingum frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgin fái um fimm milljarða í byggingarréttar- og gatnagerðargjöld vegna uppbyggingarinnar í Vogabyggð. Þau verði notuð til að fjármagna alla innviði hverfisins eins og götur, lagnir, torg, lýsingu, gróður, skóla, leikskóla – og listaverk. Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Borgarfulltrúar í minnihlutanum í borginni hafa gagnrýnt þann kostnað sem er áætlaður í að fari í verkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk Vogabyggð. Í dómnefnd um verkið voru skipuð þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, formaður dómnefndar, Signý Pálsdóttir, fv. skrifstofustjóri menningarmála, og Ólöf Nordal, Baldur Geir Bragason og Ragnhildur Stefánsdóttir, myndlistarmenn.Kostnaðurinn við verkið Áætlaður kostnaður við uppsetningu og höfundarlaun verksins eru 140 milljónir króna sem er sú upphæð sem ákveðið var árið 2015 að færi í útilistaverk á svæðinu. Þar af fær listamaðurinn tæpar fimmtán milljónir af heildarupphæðinni í sinn hlut í höfundarlaun, uppsetningu og eftirfylgni með verkinu að sögn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur en safnið hefur umsjón með listaverkum í Reykjavík og stóð fyrir samkeppninni um listaverkið. Sundurliðaður kostnaður við PálmatréSamkvæmt kostnaðaáætlun sem fréttastofa hefur er gert ráð fyrir að pálmatrén í verkinu kosti um eina komma fimm milljónir króna. Gróðurhúsin utan um þau kosti ríflega áttatíu og fimm milljónir króna og undirlag um eina komma tvær milljónir. Tæknibúnaður kosti rúmlega níu milljónir og skipulagskostnaður þ.á.m. þóknun arkitekta kosti um tuttugu og eina komma fimm milljónir króna. Áætlunin var gerð á þeim tíma sem samkeppnin var auglýst og er miðuð við gengi krónunnar þann 25. maí 2018 þegar ein evra jafngilti 123,85 krónum. Gengið hefur hins vegar lækkað og í dag kostar ein evra 137 krónur. Ekki dýrt útilistaverk Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri segir verkið ekki of dýrt. „Nei ég held að þetta sé ekki dýrt verk. Hins vegar held ég að við séum að fá mikið fyrir þessa fjárfestingu. Þetta er bara raunhæft verð og raunhæfur útreikningur á því hvað listaverk í almenningsrými kostar. Ég held að gildi útilistaverka sé ótvírætt,“ segir Ólöf. Hún segir gagnrýni á að verkið heilbrigða en bendir á að greitt sé fyrir verkið með innviðagjöldum frá lóðahöfum. „Það er heilbrigt að tala um hlutina en sú gagnrýni að verið sé að borga 140 milljónir fyrir tvö pálmatré er fullmikil einföldun. Það má líkja því við að kaupa sér bíl uppá milljón og einungis sé verið að greiða fyrir fjögur dekk. Þetta er miklu flóknara fyrirbæri en tvö pálmatré. Þessum verkum er ætlað að virkja svæðið og vera jákvætt innlegg í umhverfið,“ segir Ólöf. Hún bætir við að lýsingin í verkinu sé svipuð og svokölluð skammdegisljós og eigi því hafa heilandi áhrif á umhverfið.Lóðahafar greiða fyrir listaverk Í upplýsingum frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgin fái um fimm milljarða í byggingarréttar- og gatnagerðargjöld vegna uppbyggingarinnar í Vogabyggð. Þau verði notuð til að fjármagna alla innviði hverfisins eins og götur, lagnir, torg, lýsingu, gróður, skóla, leikskóla – og listaverk.
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira