Þrenna að meðaltali þriðja NBA-tímabilið í röð? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2019 16:30 Russell Westbrook. Getty/Michael Reaves Eftir rólega byrjun þá er Russell Westbrook aftur kominn með þrennu að meðaltali í leik. Hann gæti náð því þriðja tímabilið í röð. Russell Westbrook var með þrennu í fjórða leiknum í röð í NBA-deildinni í nótt þegar hann bauð upp á 23 stig, 14 fráköst og 14 stoðsendingar í sigri Oklahoma City Thunder á Orlando Magic. Westbrook var einnig með þrennu í leikjunum á undan sem voru á móti Portland Trail Blazers, New Orleans Pelicans og Milwaukee Bucks. Westbrook var með 29 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar á móti Portland, 23 stig, 17 fráköst og 16 stoðsendingar á móti New Orleans og 13 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Milwaukee.4th straight triple-double & 17th of the season for @russwest44 in the @okcthunder win! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/fDgOecR6dq — NBA.com/Stats (@nbastats) January 30, 2019Russell Westbrook er nú kominn með sautján þrennur á tímabilinu eða níu fleiri en næsti maður á lista sem er Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers með átta. Westbrook hefur verið með þrefalda tvennu að meðaltali undanfarin tvö tímabil. Aðeins einn leikmaður hefur náð því á einu tímabili en enginn hefur gert það tvisvar hvað þá þrjú ár í röð eins og stefnir í hjá Westbrook. Það liðir 55 ár á milli þess að Oscar Robertson var með þrennu að meðaltali leiktíðina 1961–62 með Cincinnati Royals þar til að Westbrook lék það eftir leiktíðina 2016-17.Russell Westbrook's rewriting the record books. Appreciate elite, historic talent. pic.twitter.com/8rcto2VISW — SLAM (@SLAMonline) January 27, 2019Russell Westbrook var „bara“ með 8,3 fráköst og 8,9 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins en hefur komist meira og meira í gírinn eftir því sem liðið hefur á leiktíðina. Hann fór í aðgerð rétt fyrir tímabilið og missti af leikjum í upphafi. Í þrettán leikjum sínum á nýju ári er Russell Westbrook aftur á móti með 23,1 stig, 11,0 fráköst og 12,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en hann hefur þegar náð níu þrennum á árinu 2019.Tonight marked the 40th time in Westbrook's career that he got a triple-double in three quarters. James Harden is next with 12 pic.twitter.com/b8feZB7aZK — SportsCenter (@SportsCenter) January 30, 2019Það stefnir því allt í það að Russell Westbrook nái þeim einstaka árangri að vera með þrennu þriðja tímabilið í röð. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Eftir rólega byrjun þá er Russell Westbrook aftur kominn með þrennu að meðaltali í leik. Hann gæti náð því þriðja tímabilið í röð. Russell Westbrook var með þrennu í fjórða leiknum í röð í NBA-deildinni í nótt þegar hann bauð upp á 23 stig, 14 fráköst og 14 stoðsendingar í sigri Oklahoma City Thunder á Orlando Magic. Westbrook var einnig með þrennu í leikjunum á undan sem voru á móti Portland Trail Blazers, New Orleans Pelicans og Milwaukee Bucks. Westbrook var með 29 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar á móti Portland, 23 stig, 17 fráköst og 16 stoðsendingar á móti New Orleans og 13 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Milwaukee.4th straight triple-double & 17th of the season for @russwest44 in the @okcthunder win! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/fDgOecR6dq — NBA.com/Stats (@nbastats) January 30, 2019Russell Westbrook er nú kominn með sautján þrennur á tímabilinu eða níu fleiri en næsti maður á lista sem er Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers með átta. Westbrook hefur verið með þrefalda tvennu að meðaltali undanfarin tvö tímabil. Aðeins einn leikmaður hefur náð því á einu tímabili en enginn hefur gert það tvisvar hvað þá þrjú ár í röð eins og stefnir í hjá Westbrook. Það liðir 55 ár á milli þess að Oscar Robertson var með þrennu að meðaltali leiktíðina 1961–62 með Cincinnati Royals þar til að Westbrook lék það eftir leiktíðina 2016-17.Russell Westbrook's rewriting the record books. Appreciate elite, historic talent. pic.twitter.com/8rcto2VISW — SLAM (@SLAMonline) January 27, 2019Russell Westbrook var „bara“ með 8,3 fráköst og 8,9 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins en hefur komist meira og meira í gírinn eftir því sem liðið hefur á leiktíðina. Hann fór í aðgerð rétt fyrir tímabilið og missti af leikjum í upphafi. Í þrettán leikjum sínum á nýju ári er Russell Westbrook aftur á móti með 23,1 stig, 11,0 fráköst og 12,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en hann hefur þegar náð níu þrennum á árinu 2019.Tonight marked the 40th time in Westbrook's career that he got a triple-double in three quarters. James Harden is next with 12 pic.twitter.com/b8feZB7aZK — SportsCenter (@SportsCenter) January 30, 2019Það stefnir því allt í það að Russell Westbrook nái þeim einstaka árangri að vera með þrennu þriðja tímabilið í röð.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira