Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2019 07:46 Jussie Smollett fer með hlutverk Jamal Lyon í Empire. Getty/Theo Wargo Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. Lögreglan í Chicago hefur árásina til rannsóknar en talið er kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir árásarmönnunum. Leikarinn, Jussie Smollett, þurfti á læknisaðstoð að halda eftir að tveir menn réðust á hann og helltu yfir hann einhvers konar vökva, sem ætla má að hafi átt að valda Smollett enn meiri skaða. Ekki er búið að greina frá því um hvaða efni mennirnir helltu yfir leikarann en fjölmiðlar vestanhafs telja að um klór hafi getað verið að ræða. Árásarmennirnir eru jafnframt sagðir hafa bundið reipi um háls leikarans áður en þeir yfirgáfu vettvanginn. Þrátt fyrir það hefur Smollett nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er hann talinn vera við góða heilsu. Lögreglan segist rannsaka árásina sem hatursglæp en mennirnir tveir eru taldir hafa hreytt fordómafullum fúkyrðum í Smollet, sem er dökkur á hörund og samkynhneigður. Lögreglan í Chicago hefur biðlað til þeirra sem kunna að hafa einhverja vitneskju um árásina að gefa sig fram og aðstoða við rannsókn málsins. Smollett leikur hinn samkynhneigða Jamal Lyon í Empire. Þættirnir hverfast um tónlist og átök innan fjölskyldu sem rekur útgáfufyrirtæki. Áður hafði Smollet leikið í kvikmyndum á borð við The Mighty Ducks og Alien: Covenant. Uppfært 21. febrúar Smollett er talinn hafa sviðsett árásina. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. Lögreglan í Chicago hefur árásina til rannsóknar en talið er kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir árásarmönnunum. Leikarinn, Jussie Smollett, þurfti á læknisaðstoð að halda eftir að tveir menn réðust á hann og helltu yfir hann einhvers konar vökva, sem ætla má að hafi átt að valda Smollett enn meiri skaða. Ekki er búið að greina frá því um hvaða efni mennirnir helltu yfir leikarann en fjölmiðlar vestanhafs telja að um klór hafi getað verið að ræða. Árásarmennirnir eru jafnframt sagðir hafa bundið reipi um háls leikarans áður en þeir yfirgáfu vettvanginn. Þrátt fyrir það hefur Smollett nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er hann talinn vera við góða heilsu. Lögreglan segist rannsaka árásina sem hatursglæp en mennirnir tveir eru taldir hafa hreytt fordómafullum fúkyrðum í Smollet, sem er dökkur á hörund og samkynhneigður. Lögreglan í Chicago hefur biðlað til þeirra sem kunna að hafa einhverja vitneskju um árásina að gefa sig fram og aðstoða við rannsókn málsins. Smollett leikur hinn samkynhneigða Jamal Lyon í Empire. Þættirnir hverfast um tónlist og átök innan fjölskyldu sem rekur útgáfufyrirtæki. Áður hafði Smollet leikið í kvikmyndum á borð við The Mighty Ducks og Alien: Covenant. Uppfært 21. febrúar Smollett er talinn hafa sviðsett árásina.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00