Mismunandi sýn á framtíð Laugavegar Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Samráð stendur nú yfir um útfærslu Laugavegar sem varanlegrar göngugötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það hefur sýnt sig alls staðar í borgum þar sem er sambærilegt eða verra veðurfar að veðrið hefur ekki áhrif á göngugötur og hversu vinsælar þær eru,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs. „Við erum ekkert öðruvísi en annað mannfólk. Það má heldur ekki ofmeta bílinn og það að geta keyrt upp að búðinni sé forsenda fyrir verslunarrekstri. Ég held að það sé svolítið úrelt módel,“ segir Sigurborg. Nú stendur yfir viðamikið samráð um hvernig útfæra megi tillögu um að gera Laugaveg, Bankastræti og götur í Kvosinni að varanlegum göngugötum. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn í byrjun september í fyrra. Samkvæmt henni var umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna að slíkri tillögu. Á fundi með verslunareigendum, veitingafólki, ferðaþjónustu og flutningaaðilum sem fram fór á mánudagskvöld komu fram ólík sjónarmið til þess að gera Laugaveg að göngugötu allt árið.Sigurborg segir samráðsferlið nú snúast um hvernig göngugöturnar verði útfærðar en ekki hvort þetta verði að veruleika. „Það er gott að benda á að þeir flokkar sem samþykktu tillöguna í borgarstjórn höfðu það allir á sinni stefnuskrá fyrir kosningarnar að gera Laugaveg að varanlegri göngugötu. Við vorum kosin til þessara verka og það væri skrýtið ef við myndum ekki gera þetta.“ Allir flokkar í borgarstjórn nema Miðflokkurinn og Flokkur fólksins greiddu atkvæði með tillögunni en flokkarnir tveir sátu hjá. Að sögn Sigurborgar hefur ekki áður verið ráðist í samráðsferli eins og nú. Allt sem komi fram í samráðinu verði tekið saman og tillaga unnin út frá því sem síðan verði borin undir íbúa, verslunareigendur og aðra hagsmunaaðila. Hægt er að koma í Ráðhúsið og skilja eftir athugasemdir og gera tillögur um göngugöturnar. „Við höldum utan um hverja einustu athugasemd og geymum þær fyrir verkefnið. Þær geta þá nýst beint í útfærslu og hönnun.“ Einhverjar tillögur eiga að liggja fyrir á næstu vikum. „Það er líka gott að halda til haga að við erum að skoða alla Kvosina. Hvaða götur þar komi til greina sem göngugötur eða vistgötur.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. 21. september 2018 17:16 Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 19. september 2018 07:00 Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
„Það hefur sýnt sig alls staðar í borgum þar sem er sambærilegt eða verra veðurfar að veðrið hefur ekki áhrif á göngugötur og hversu vinsælar þær eru,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs. „Við erum ekkert öðruvísi en annað mannfólk. Það má heldur ekki ofmeta bílinn og það að geta keyrt upp að búðinni sé forsenda fyrir verslunarrekstri. Ég held að það sé svolítið úrelt módel,“ segir Sigurborg. Nú stendur yfir viðamikið samráð um hvernig útfæra megi tillögu um að gera Laugaveg, Bankastræti og götur í Kvosinni að varanlegum göngugötum. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn í byrjun september í fyrra. Samkvæmt henni var umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna að slíkri tillögu. Á fundi með verslunareigendum, veitingafólki, ferðaþjónustu og flutningaaðilum sem fram fór á mánudagskvöld komu fram ólík sjónarmið til þess að gera Laugaveg að göngugötu allt árið.Sigurborg segir samráðsferlið nú snúast um hvernig göngugöturnar verði útfærðar en ekki hvort þetta verði að veruleika. „Það er gott að benda á að þeir flokkar sem samþykktu tillöguna í borgarstjórn höfðu það allir á sinni stefnuskrá fyrir kosningarnar að gera Laugaveg að varanlegri göngugötu. Við vorum kosin til þessara verka og það væri skrýtið ef við myndum ekki gera þetta.“ Allir flokkar í borgarstjórn nema Miðflokkurinn og Flokkur fólksins greiddu atkvæði með tillögunni en flokkarnir tveir sátu hjá. Að sögn Sigurborgar hefur ekki áður verið ráðist í samráðsferli eins og nú. Allt sem komi fram í samráðinu verði tekið saman og tillaga unnin út frá því sem síðan verði borin undir íbúa, verslunareigendur og aðra hagsmunaaðila. Hægt er að koma í Ráðhúsið og skilja eftir athugasemdir og gera tillögur um göngugöturnar. „Við höldum utan um hverja einustu athugasemd og geymum þær fyrir verkefnið. Þær geta þá nýst beint í útfærslu og hönnun.“ Einhverjar tillögur eiga að liggja fyrir á næstu vikum. „Það er líka gott að halda til haga að við erum að skoða alla Kvosina. Hvaða götur þar komi til greina sem göngugötur eða vistgötur.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. 21. september 2018 17:16 Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 19. september 2018 07:00 Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. 21. september 2018 17:16
Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 19. september 2018 07:00
Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33