Meiri harka í gríska boltanum Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. janúar 2019 08:30 Ögmundur í síðasta leik sínum fyrir íslenska landsliðið gegn Katar í árslok 2017 en hann var kallaður inn í landsliðið á ný í haust eftir að hafa misst af Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar sem leið. Fréttablaðið/Afp Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson varð síðasta sumar áttundi íslenski leikmaðurinn sem samdi við grískt félag þegar hann skrifaði undir hjá Larissa til tveggja ára og hefur hann komið sér vel fyrir í Grikklandi þar sem hann byrjar alla leiki. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu hefur Larissa aðeins tapað tveimur af síðustu tíu leikjum og er komið um miðja deild þegar tímabilið er hálfnað. Fram undan er leikur gegn stórveldinu Olympiakos síðar í dag eftir að Larissa tókst að næla í stig gegn Panathinaikos á dögunum þrátt fyrir að leika manni færri frá þriðju mínútu leiksins. „Við erum búnir að vera í Aþenu síðustu daga og það er komin spenna fyrir leiknum gegn Olympiakos. Maður er spenntur fyrir því að spila þessa stærstu leiki. Við náðum í gott stig gegn Panathinaikos þrátt fyrir að vera manni færri frá upphafsmínútunum,“ sagði Ögmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Larissa er kunnugt íslenskum knattspyrnuaðdáendum eftir að hafa mætt KR í undankeppni Evrópudeildarinnar árið 2010. „Það eru nokkur sögufræg félög í Grikklandi, PAOK, Panathinaikos, Olympiakos og AEK Aþena sem eru stærstu félögin. Þau eru með mestu peningana og bestu leikmannahópana og hafa sýnt það í Evrópu að þetta eru frábær lið. Larissa hefur unnið titla en er í hópnum á eftir þessum stórliðum. Fólkið hér man vel eftir leikjunum gegn KR hérna um árið.“ Grískir stuðningsmenn eru þekktir fyrir að vera blóðheitir. „Það er mjög skemmtilegt, það er mikill hiti í mönnum og það eru oft mikil læti á leikjum og í kringum leikina. Það hefur komið fyrir að lögreglan þurfi að nota táragas til að ná stjórn á stuðningsmönnum en það er frábært að spila í svona stemmingu,“ sagði Ögmundur sem þekkir það vel að spila í leikjum þar sem stuðningsmenn láta vel í sér heyra. Hann lék um árabil með Hammarby þar sem nágrannaslagurinn gegn AIK er ekkert grín. „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir svona stemmingu. Það er algjörlega einstakt að spila svona leiki eins og borgarslaginn um Stokkhólm. Það er erfitt að finna betri stemmingu en í þessum leikjum.“ Eftir stutt stopp í Hollandi samdi Ögmundur við Larissa í sumar. Hann segir meiri hörku einkenna gríska knattspyrnu. „Þetta er öðruvísi knattspyrna, hollenski boltinn er teknískari og lögð áhersla á að spila út. Meiri áhersla á tæknina í stað baráttunnar. Í Grikklandi er meiri hiti í leikjunum, tekist meira á og meiri harka,“ sagði Ögmundur sem hafði úr nokkrum tilboðum að velja. „Ein af lykilástæðum þess að ég kem hingað er að þjálfarateymið lagði mikla áherslu á að fá mig þegar ég var að skoða möguleikana í sumar. Ég var með nokkur tilboð á borðinu en eftir viðræður við Larissa var ég ákveðinn. Þeir töluðu um að ég myndi spila alla leiki sem var mjög jákvætt. Ég var held ég búinn að fá eina æfingu þegar ég byrjaði fyrsta leikinn,“ sagði hann léttur og hélt áfram: „Það þrífast allir leikmenn á því að finna fyrir trausti, ekki bara markmenn heldur leikmenn í öllum stöðum. Manni líður vel og fær sjálfstraust ef maður finnur fyrir trausti þjálfarateymisins og þá spilar maður betur.“ Ögmundur á að baki fimmtán leiki með A-landsliðinu og var í leikmannahópnum í síðustu tveimur landsleikjahléum. „Stefnan er að vera í íslenska landsliðinu áfram. Þjálfarateymið leggst vel í mig, við áttum gott spjall í síðustu landsliðsverkefnum. Nú er það undir manni komið að spila vel með félagsliðinu og þá koma tækifæri með landsliðinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson varð síðasta sumar áttundi íslenski leikmaðurinn sem samdi við grískt félag þegar hann skrifaði undir hjá Larissa til tveggja ára og hefur hann komið sér vel fyrir í Grikklandi þar sem hann byrjar alla leiki. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu hefur Larissa aðeins tapað tveimur af síðustu tíu leikjum og er komið um miðja deild þegar tímabilið er hálfnað. Fram undan er leikur gegn stórveldinu Olympiakos síðar í dag eftir að Larissa tókst að næla í stig gegn Panathinaikos á dögunum þrátt fyrir að leika manni færri frá þriðju mínútu leiksins. „Við erum búnir að vera í Aþenu síðustu daga og það er komin spenna fyrir leiknum gegn Olympiakos. Maður er spenntur fyrir því að spila þessa stærstu leiki. Við náðum í gott stig gegn Panathinaikos þrátt fyrir að vera manni færri frá upphafsmínútunum,“ sagði Ögmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Larissa er kunnugt íslenskum knattspyrnuaðdáendum eftir að hafa mætt KR í undankeppni Evrópudeildarinnar árið 2010. „Það eru nokkur sögufræg félög í Grikklandi, PAOK, Panathinaikos, Olympiakos og AEK Aþena sem eru stærstu félögin. Þau eru með mestu peningana og bestu leikmannahópana og hafa sýnt það í Evrópu að þetta eru frábær lið. Larissa hefur unnið titla en er í hópnum á eftir þessum stórliðum. Fólkið hér man vel eftir leikjunum gegn KR hérna um árið.“ Grískir stuðningsmenn eru þekktir fyrir að vera blóðheitir. „Það er mjög skemmtilegt, það er mikill hiti í mönnum og það eru oft mikil læti á leikjum og í kringum leikina. Það hefur komið fyrir að lögreglan þurfi að nota táragas til að ná stjórn á stuðningsmönnum en það er frábært að spila í svona stemmingu,“ sagði Ögmundur sem þekkir það vel að spila í leikjum þar sem stuðningsmenn láta vel í sér heyra. Hann lék um árabil með Hammarby þar sem nágrannaslagurinn gegn AIK er ekkert grín. „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir svona stemmingu. Það er algjörlega einstakt að spila svona leiki eins og borgarslaginn um Stokkhólm. Það er erfitt að finna betri stemmingu en í þessum leikjum.“ Eftir stutt stopp í Hollandi samdi Ögmundur við Larissa í sumar. Hann segir meiri hörku einkenna gríska knattspyrnu. „Þetta er öðruvísi knattspyrna, hollenski boltinn er teknískari og lögð áhersla á að spila út. Meiri áhersla á tæknina í stað baráttunnar. Í Grikklandi er meiri hiti í leikjunum, tekist meira á og meiri harka,“ sagði Ögmundur sem hafði úr nokkrum tilboðum að velja. „Ein af lykilástæðum þess að ég kem hingað er að þjálfarateymið lagði mikla áherslu á að fá mig þegar ég var að skoða möguleikana í sumar. Ég var með nokkur tilboð á borðinu en eftir viðræður við Larissa var ég ákveðinn. Þeir töluðu um að ég myndi spila alla leiki sem var mjög jákvætt. Ég var held ég búinn að fá eina æfingu þegar ég byrjaði fyrsta leikinn,“ sagði hann léttur og hélt áfram: „Það þrífast allir leikmenn á því að finna fyrir trausti, ekki bara markmenn heldur leikmenn í öllum stöðum. Manni líður vel og fær sjálfstraust ef maður finnur fyrir trausti þjálfarateymisins og þá spilar maður betur.“ Ögmundur á að baki fimmtán leiki með A-landsliðinu og var í leikmannahópnum í síðustu tveimur landsleikjahléum. „Stefnan er að vera í íslenska landsliðinu áfram. Þjálfarateymið leggst vel í mig, við áttum gott spjall í síðustu landsliðsverkefnum. Nú er það undir manni komið að spila vel með félagsliðinu og þá koma tækifæri með landsliðinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira