Plástralækning Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 09:00 Ríkið ætlar að styrkja einkarekna fjölmiðla um 300 til 400 milljónir króna á ári samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Stuðningurinn felst einkum í endurgreiðslu 25% ritstjórnarkostnaðar, þó þannig að hver einstakur miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. Ekki þarf mikið til að öðlast rétt til að sækja um styrki. Starfsmenn í fullu starfi þurfa ekki að vera fleiri en þrír og netmiðlum nægir að miðla nýju efni daglega. Styrktarkerfið mun því aðallega gagnast smærri miðlum. Varla verður fram hjá því litið hvað felst í því að reka ritstjórn eða fréttastofu. Á Íslandi eru reknar þrjár fréttastofur í einkaeigu sem rísa undir nafni. Fréttastofa Stöðvar 2, og ritstjórnir Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Á þessum fréttastofum starfar fjöldi fagfólks. Miðlarnir sinna alhliða fréttaöflun og afþreyingu, auk þess að sinna almannaþjónustu. Eftirtektarvert hefur verið undanfarin ár að einkamiðlarnir, og þá einkum þeir sem Sýn rekur núna, hafa æ ofan í æ verið fyrstir til að flytja fregnir af yfirvofandi hættu, náttúruhamförum til dæmis – á undan sjálfum ríkismiðlinum. Ef miðað er við þróun undanfarin ár bendir flest til að slík starfsemi eigi undir högg að sækja. Engin vöntun hefur verið á smærri miðlum, sérstaklega frá 2008. Líklega hefur aldrei í Íslandssögunni verið meiri gróska á þeim vettvangi en nú. Tillaga menntamálaráðherra hefur í för með sér enn hærri framlög ríkisins til fjölmiðla. Nú þegar er beint framlag til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir sér svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlag ríkisins til einkamiðlanna nemi um 5% af árlegri forgjöf RÚV. Þeir fjármunir verða sóttir í ríkissjóð. Framlög til RÚV jukust um ríflega 500 milljónir milli áranna 2018 og 2019. Árlegt framlag mun hafa vaxið um milljarð frá því skrifað var undir gildandi þjónustusamning við RÚV. Stofnunin virðist í áskrift að auknum framlögum þrátt fyrir merki um viðvarandi óráðsíu í rekstrinum. RÚV keppir um erlent afþreyingarefni, greiðir hæstu launin, kaupir margfalt dýrari búnað en keppinautarnir og svo mætti áfram telja. Þrátt fyrir það eru afköst sambærilegra miðla Sýnar margföld á við fjölmiðla RÚV. Í stað þess að auka framlög til stofnunarinnar væri rétt að gera til hennar eðlilega sparnaðarkröfu. Með því að helminga þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði, og endurúthluta til einkamiðlanna þeim aukafjármunum sem stofnunin hefur fengið í sinn hlut frá gerð síðasta þjónustusamnings, mætti rétta af hlut frjálsra fjölmiðla svo bragð væri að. Með því hefðu þeir úr ríflega tveimur milljörðum aukalega að spila á ári hverju. Og ríkið þyrfti ekki að greiða viðbótarkrónu til fjölmiðla. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að taka enga afstöðu til fílsins í herberginu. Þess vegna er frumvarp hennar hvorki fugl né fiskur, í besta falli plástralækning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ríkið ætlar að styrkja einkarekna fjölmiðla um 300 til 400 milljónir króna á ári samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Stuðningurinn felst einkum í endurgreiðslu 25% ritstjórnarkostnaðar, þó þannig að hver einstakur miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. Ekki þarf mikið til að öðlast rétt til að sækja um styrki. Starfsmenn í fullu starfi þurfa ekki að vera fleiri en þrír og netmiðlum nægir að miðla nýju efni daglega. Styrktarkerfið mun því aðallega gagnast smærri miðlum. Varla verður fram hjá því litið hvað felst í því að reka ritstjórn eða fréttastofu. Á Íslandi eru reknar þrjár fréttastofur í einkaeigu sem rísa undir nafni. Fréttastofa Stöðvar 2, og ritstjórnir Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Á þessum fréttastofum starfar fjöldi fagfólks. Miðlarnir sinna alhliða fréttaöflun og afþreyingu, auk þess að sinna almannaþjónustu. Eftirtektarvert hefur verið undanfarin ár að einkamiðlarnir, og þá einkum þeir sem Sýn rekur núna, hafa æ ofan í æ verið fyrstir til að flytja fregnir af yfirvofandi hættu, náttúruhamförum til dæmis – á undan sjálfum ríkismiðlinum. Ef miðað er við þróun undanfarin ár bendir flest til að slík starfsemi eigi undir högg að sækja. Engin vöntun hefur verið á smærri miðlum, sérstaklega frá 2008. Líklega hefur aldrei í Íslandssögunni verið meiri gróska á þeim vettvangi en nú. Tillaga menntamálaráðherra hefur í för með sér enn hærri framlög ríkisins til fjölmiðla. Nú þegar er beint framlag til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir sér svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlag ríkisins til einkamiðlanna nemi um 5% af árlegri forgjöf RÚV. Þeir fjármunir verða sóttir í ríkissjóð. Framlög til RÚV jukust um ríflega 500 milljónir milli áranna 2018 og 2019. Árlegt framlag mun hafa vaxið um milljarð frá því skrifað var undir gildandi þjónustusamning við RÚV. Stofnunin virðist í áskrift að auknum framlögum þrátt fyrir merki um viðvarandi óráðsíu í rekstrinum. RÚV keppir um erlent afþreyingarefni, greiðir hæstu launin, kaupir margfalt dýrari búnað en keppinautarnir og svo mætti áfram telja. Þrátt fyrir það eru afköst sambærilegra miðla Sýnar margföld á við fjölmiðla RÚV. Í stað þess að auka framlög til stofnunarinnar væri rétt að gera til hennar eðlilega sparnaðarkröfu. Með því að helminga þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði, og endurúthluta til einkamiðlanna þeim aukafjármunum sem stofnunin hefur fengið í sinn hlut frá gerð síðasta þjónustusamnings, mætti rétta af hlut frjálsra fjölmiðla svo bragð væri að. Með því hefðu þeir úr ríflega tveimur milljörðum aukalega að spila á ári hverju. Og ríkið þyrfti ekki að greiða viðbótarkrónu til fjölmiðla. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að taka enga afstöðu til fílsins í herberginu. Þess vegna er frumvarp hennar hvorki fugl né fiskur, í besta falli plástralækning.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar