„Ekki allir sem ganga lifandi frá svona alvarlegu slysi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 20:20 Eins og sést á þessari mynd sem Birna deildi á Facebook er bíll þeirra Agnars mjög illa farinn eftir slysið. birna tryggvadóttir Birna Tryggvadóttir segir að hún og maður hennar, Agnar Þór Magnússon, megi þakka mörgu fyrir að ekki fór verr þegar þau lentu í alvarlegu bílslysi í Ljósavatnsskarði í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíll sem var að reyna að taka fram úr flutningabíl í miklu snjókófi lenti framan á bíl þeirra Birnu og Agnars á fullum hraða. Birna og Agnar eru hrossaræktendur að Garðshorni á Þelamörk og voru á leið heim af bændafundi þegar slysið varð að því er Birna greinir frá í færslu á Facebook-síðu sinni: „Við sáum bílinn rétt áður en hann lenti framan á okkur á fullum hraða. Sem betur fer vorum við bæði í belti og á bíl sem er greinilega að standast kröfur hvað öryggi varðar. Greinilega einhver sem kippti í spotta því ég er með bólgin ökkla og lemstruð og Agnar með brotin 1 hryggjalið og bringubein brotið. Það eru ekki allir sem ganga lifandi frá svona alvarlegu slysi. Við megum mörgu þakka að ekki fór verr,“ segir Birna í færslu sinni. Birna vísaði á viðtal við hana sem birtist á vef Fréttablaðsins þegar Vísir hafði samband við hana í kvöld en þar kemur fram að þau hjónin hafi verið búin að hægja hraðann vegna lélegs skyggnis. Þau hafi verið á um áttatíu kílómetra hraða en hinn bíllinn líklega að taka fram úr á meiri hraða og varð áreksturinn því nokkuð harður. Í færslu sinni á Facebook ræðir Birna mikilvægi þess að auka forvarnir til þess að bæta umferðaröryggi: „Líklega er umtal um breikkun vega orðin tímabær og nauðsyn og það að bílaleigur og tryggingafélög búi til forvarnar og kennslu myndband fyrir fólk sem kemur til landsins að það verði regla fyrir fólk að horfa á slíkt. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að fólk sem ekki er vant snjó og er vant nokkrum akreinum í sömu átt að það komi í svona aðstæður þar sem það er bara ein akrein í sitthvora átt og snjókóf. Auðvitað getur þetta gerst fyrir Íslendinga líka en það er alltaf að verða meir um slys sem hefði verið hægt að sporna við ef tilskyldar forvarnir hefðu verið fyrir hendi, þar sem fólk keyrir ekki í samræmi við hálku, snjó... því það hvorki hefur reynslu né fékk tilsögn hjá þeim sem sér um að leigja þeim bílana eða tryggingafélögin sem tryggja bílana er líka mikilvægt að sjá til þess að grunn kennsla eigi sér stað við þær aðstæður sem eiga sér stað hér á landi. Ég vill engum að þurfa upplifa þetta,“ segir Birna í færslu sinni. Akureyri Samgöngur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra út. 7. febrúar 2019 17:10 Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. 8. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Birna Tryggvadóttir segir að hún og maður hennar, Agnar Þór Magnússon, megi þakka mörgu fyrir að ekki fór verr þegar þau lentu í alvarlegu bílslysi í Ljósavatnsskarði í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíll sem var að reyna að taka fram úr flutningabíl í miklu snjókófi lenti framan á bíl þeirra Birnu og Agnars á fullum hraða. Birna og Agnar eru hrossaræktendur að Garðshorni á Þelamörk og voru á leið heim af bændafundi þegar slysið varð að því er Birna greinir frá í færslu á Facebook-síðu sinni: „Við sáum bílinn rétt áður en hann lenti framan á okkur á fullum hraða. Sem betur fer vorum við bæði í belti og á bíl sem er greinilega að standast kröfur hvað öryggi varðar. Greinilega einhver sem kippti í spotta því ég er með bólgin ökkla og lemstruð og Agnar með brotin 1 hryggjalið og bringubein brotið. Það eru ekki allir sem ganga lifandi frá svona alvarlegu slysi. Við megum mörgu þakka að ekki fór verr,“ segir Birna í færslu sinni. Birna vísaði á viðtal við hana sem birtist á vef Fréttablaðsins þegar Vísir hafði samband við hana í kvöld en þar kemur fram að þau hjónin hafi verið búin að hægja hraðann vegna lélegs skyggnis. Þau hafi verið á um áttatíu kílómetra hraða en hinn bíllinn líklega að taka fram úr á meiri hraða og varð áreksturinn því nokkuð harður. Í færslu sinni á Facebook ræðir Birna mikilvægi þess að auka forvarnir til þess að bæta umferðaröryggi: „Líklega er umtal um breikkun vega orðin tímabær og nauðsyn og það að bílaleigur og tryggingafélög búi til forvarnar og kennslu myndband fyrir fólk sem kemur til landsins að það verði regla fyrir fólk að horfa á slíkt. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að fólk sem ekki er vant snjó og er vant nokkrum akreinum í sömu átt að það komi í svona aðstæður þar sem það er bara ein akrein í sitthvora átt og snjókóf. Auðvitað getur þetta gerst fyrir Íslendinga líka en það er alltaf að verða meir um slys sem hefði verið hægt að sporna við ef tilskyldar forvarnir hefðu verið fyrir hendi, þar sem fólk keyrir ekki í samræmi við hálku, snjó... því það hvorki hefur reynslu né fékk tilsögn hjá þeim sem sér um að leigja þeim bílana eða tryggingafélögin sem tryggja bílana er líka mikilvægt að sjá til þess að grunn kennsla eigi sér stað við þær aðstæður sem eiga sér stað hér á landi. Ég vill engum að þurfa upplifa þetta,“ segir Birna í færslu sinni.
Akureyri Samgöngur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra út. 7. febrúar 2019 17:10 Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. 8. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra út. 7. febrúar 2019 17:10
Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. 8. febrúar 2019 06:00