Sögulegur fangelsisdómur yfir farandþjófi staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2019 16:12 Frá Fáskrúðsfirði, einum af viðkomustað þjófsins um landið. Pólskur karlmaður, Kamil Piotr Wyszpolski, sem brotist hefur inn í hús austanlands sem vestan hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þrjú innbrot á Austfjörðum sumarið 2018 auk fleiri brota. Wyszpolski var í félagi við föður sinn á Austfjörðum síðastliðið sumar. Eitt innbrotið heppnaðist ekki en lauk með því að Wyszpolski kýldi húsráðanda áður en hann flúði af vettvangi. Wyszpolski virðist stunda það að fara inn í ólæst hús og stela því sem virði þykir. Voru íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum síðastliðið sumar og hjálpast að við nágrannavörslu.Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða dóm úr Héraðsdómi Suðurlands frá því í september og má segja dóminn sögulegan. Hann hefur nú hlotið dóm í átta löndum fyrir afbrot frá árinu 2008. Hefur hann verið dæmdur í Noregi, Austurríki, Þýskalandi, Danmörku, Lúxemborg, Svíþjóð, Póllandi og nú Íslandi. Innbrot mannsins á Íslandi síðastliðið sumar vöktu þónokkra athygli og fóru sérstaklega ekki fram hjá íbúum á Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík. Var það 26. júní sem íbúi á Fáskrúðsfirði kom að öðrum mannanna í íbúð sinni. Kýldi Wyszpolski íbúann í kvðinn og flúði í framhaldinu á bíl með föður sínum á ofsaferð. Brot mannsins eru af alls kyns toga. Þjófnaður í flestum tilfellum en einnig fíkniefnalagabrot, eignaspjöll og umferðarlagabrot. Wyszpolski játaði brot sín en áfrýjaði dómnum þar sem hann vildi freysta þess að fá mildari dóm og meiri frádrátt á gæsluvarðhaldi. Staðfesti Landsréttur dóminn að öðru leyti en því að gæsluvarðhald samfleytt frá 31. ágúst skuli draga frá refsingu hans. Dómsmál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15 Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Sjá meira
Pólskur karlmaður, Kamil Piotr Wyszpolski, sem brotist hefur inn í hús austanlands sem vestan hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þrjú innbrot á Austfjörðum sumarið 2018 auk fleiri brota. Wyszpolski var í félagi við föður sinn á Austfjörðum síðastliðið sumar. Eitt innbrotið heppnaðist ekki en lauk með því að Wyszpolski kýldi húsráðanda áður en hann flúði af vettvangi. Wyszpolski virðist stunda það að fara inn í ólæst hús og stela því sem virði þykir. Voru íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum síðastliðið sumar og hjálpast að við nágrannavörslu.Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða dóm úr Héraðsdómi Suðurlands frá því í september og má segja dóminn sögulegan. Hann hefur nú hlotið dóm í átta löndum fyrir afbrot frá árinu 2008. Hefur hann verið dæmdur í Noregi, Austurríki, Þýskalandi, Danmörku, Lúxemborg, Svíþjóð, Póllandi og nú Íslandi. Innbrot mannsins á Íslandi síðastliðið sumar vöktu þónokkra athygli og fóru sérstaklega ekki fram hjá íbúum á Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík. Var það 26. júní sem íbúi á Fáskrúðsfirði kom að öðrum mannanna í íbúð sinni. Kýldi Wyszpolski íbúann í kvðinn og flúði í framhaldinu á bíl með föður sínum á ofsaferð. Brot mannsins eru af alls kyns toga. Þjófnaður í flestum tilfellum en einnig fíkniefnalagabrot, eignaspjöll og umferðarlagabrot. Wyszpolski játaði brot sín en áfrýjaði dómnum þar sem hann vildi freysta þess að fá mildari dóm og meiri frádrátt á gæsluvarðhaldi. Staðfesti Landsréttur dóminn að öðru leyti en því að gæsluvarðhald samfleytt frá 31. ágúst skuli draga frá refsingu hans.
Dómsmál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15 Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Sjá meira
Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56
Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44
Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15
Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16