Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 23-26 | Haukar á toppinn og Fram á botninn Benedikt Grétarsson skrifar 10. febrúar 2019 20:00 vísir/bára Haukar halda dampi í toppbaráttu Olísdeildar karla í handbolta en Ásvellingar gerðu góða ferð í Safamýri og unnu þar Fram 23-26. Haukar eru því komir á topp deildarinnar en Valsmenn geta endurheimt toppsætið með sigri gegn ÍR á morgun. Fram er hins vegar komið á botn deildarinnar eftir þessi úrslit. Atli Már Báruson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Grétar Ari Guðjónsson varði 15 skot í markinu. Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Fram. Haukar voru ávallt skrefinu á undan í fyrri hálfleik. Gestirnir spiluðu fína vörn og Grétar Ari Guðjónsson var vel vakandi í markinu. Eftir ágæta byrjun Framara, náðu Haukar góðum tökum á leiknum og komust mest fimm mörkum yfir í stöðunni 8-13. Framarar vöknuðu þá til lífsins, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í aðeins tvö mörk. Haukamenn kláruðu þó fyrri hálfleikinn ágætlega og aðeins góð varsla Valtýs Más Hákonarsonar í lokasókn gestanna, sá til þess að Haukar héldu aðeins með fjögurra marka forystu inn í búningsherbergi. Staðan að loknum fyrri hálfleik 11-15 og verða það að teljast sanngjarnar tölur. Það var vægast sagt allt annað að sjá til Fram í upphafi seinni hálfleiks. Það tók heimamenn aðeins sex mínútur að éta upp forskot Hauka og Þorgeir Bjarki Davíðsson kom síðan Fram yfir þegar 20 mínútur voru eftir. Lokakafli leiksins virtist vera að sveiflast með Fram en þá kom seigla og reynsla Haukaliðsins berlega í ljós. Atli Már Báruson spólaði sig í gegnum vörnina, fiskaði menn í vandræði og skoraði góð mörk. Refurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson steig síðan gríðarlega sterkur upp á lokakaflanum og skoraði mikilvæg mörk Niðurstaðan þriggja marka sigur Hauka 23-26, sem geta tekið margt jákvætt úr þessum leik en þurfa engu að síður að slípa sig betur saman fyrir úrslitakeppnina. Framarar eru hins vegar komnir á botn Olísdeildarinnar og þeirra bíður rosalega fallbarátta.Af hverju unnu Haukar leikinn? Varnarleikur Vals og markvarsla lagði grunninn að þessum sigri. Sóknarleikurinn var oft stirður en áðurnefndir þættir í leik Hauka voru í fínu lagi. Það er erfitt að eiga við Hauka í 60 mínútur, liðið er skipað reynsluboltum sem hafa mikla hæð og þyngd og koma endalaust á varnirnar með miklum krafti og skriðþunga.Hverjir stóðu upp úr? Grétar Ari var mjög góður í markinu hjá Haukum og varði mikilvæga bolta. Atli Már var þyngdar sinnar virði í gulli og það er bara töluvert mikið af gulli. Brynjólfur nýtti færin sín vel í horninu og Ásgeir Örn steig upp á ögurstundu. Ægir Hrafn Jónsson var frábær í vörn Framara og Þorgrímur Smári mjög ógnandi í sókninni.Hvað gekk illa? Þú vinnur ekki marga handboltaleiki með SEX varin skot. Fram lék vörnina gríðarlega vel og því er þessi tala í raun með ólíkindum. Markverðir Fram þurfa að girða sig fyrir lokaleiki liðsins, það er ljóst.Hvað gerist næst? Haukar fá Gróttuna í heimsókn og miðað við úrslit kvöldsins, þá verða Haukamenn að mæta klárir í þann leik. Framarar eru á leið í hrikalega mikilvægan leik gegn Akureyri fyrir norðan og mega helst ekki tapa, ef ekki á illa að fara í botnbaráttunni. Guðmundur messar yfir sínum mönnumvísir/daníelGuðmundur: Væri sennilega að þjálfa Kiel Við byrjum bara ekki nógu sterkt í leiknum og erum að elta þá allan fyrri hálfleikinn. Mér fannst við samt eiga fullt inni og það sýndi sig í seinni hálfleik,“ sagði frekar svekktur þjálfari Fram, Guðmundur Helgi Pálsson eftir 23-26 tap gegn Haukum í Olísdeild karla. „Við spilum frábæra vörn í seinni hálfleik, algjörlega frábæra. Því miður fáum við ekki varða bolta sem fylgja oft slíkum varnarleik. Það vantar bara pínu upp á hjá okkur í dag og þetta dettur stöngin inn hjá þeim. Baráttan er til staðar, karakterinn er til staðar og við þurfum bara að halda áfram.“ Það var allt annað að sjá til Fram-liðsins í seinni hálfleik og því liggur beinast við að spyrja GUðmund hvers vegna Framarar geta ekki leikið af slíkum krafti í 60 mínútur. „Ef ég vissi svarið við þeirri spurningu, þá væri ég sennilega að þjálfa Kiel eða eitthvað. Við erum bara að vinna í þessu dag frá degi og erum að reyna að kveikja á mönnum í öllum leikjum. Við vitum alveg að við kunnum handbolta og höfum sýnt það í vetur.“ „Við getum spilað góðan handbolta og við gerðum það í 30 mínútur í dag en það er bara ekki nóg. Staðan er 19-19 í langan tíma en þá fáum við bara ekki mörkin sem okkur vantaði. Vörnin var frábær en munurinn í dag liggur fyrst og fremst í markvörslunni, því miður,“ sagði Guðmundur Helgi PálssonÁsgeir Örn Hallgrímssonvísir/báraÁsgeir Örn: Náði að trekkja öxlina í gang Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur ekki alveg fundið fjölina sína í markaskorun í vetur en þessi margreyndi landsliðskappi skoraði nokkur mikilvæg mörk á lokakafla leiksins gegn Fram. Haukar unnu 23-26 en Ásgeir segir liðið þurfa að bæta margt. „Úr því sem komið var, þá erum við auðvitað sáttir við sigurinn. Að sama skapi er lélegt hjá okkur að missa þetta svona niður eftir að komast í fína stöðu í fyrri hálfleik. Að glata svona góðri stöðu niður á svona skömmum tíma er bara mjög lélegt. Það má samt segja að við sýnum styrkleika að koma til baka og klára leikinn. Markvarsla og varnarleikur kláraði dæmið.“ Það hefur ítrekað komið fyrir að Haukar missi niður góða stöðu í leikjum sínum og þetta er kannski smá áhyggjuefni? „Þetta er bara veikleiki hjá okkur. Okkur líður vel í góðri stöðu og finnst að við séum alveg með þá. Þá slaka allir á og við gefum þeim von og neista í stað þess að gefa bara almennilega í og klára leikinn á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks. Við þurfum klárlega að fara yfir þetta og bæta mikið.“ Mörkin sem Ásgeir skoraði, voru mjög mikilvæg. „Já já, ég náði að trekkja öxlina aðeins í gang og skora nokkur fín mörk. Það var ágætt og ég er auðvitað ánægður með það. Þetta var samt engine venfipunktur, það var fyrst og fremst vörnin og markvarslan sem skilaði þessum sigri,“ sagði hógvær Árgeir Örn að lokum. Olís-deild karla
Haukar halda dampi í toppbaráttu Olísdeildar karla í handbolta en Ásvellingar gerðu góða ferð í Safamýri og unnu þar Fram 23-26. Haukar eru því komir á topp deildarinnar en Valsmenn geta endurheimt toppsætið með sigri gegn ÍR á morgun. Fram er hins vegar komið á botn deildarinnar eftir þessi úrslit. Atli Már Báruson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Grétar Ari Guðjónsson varði 15 skot í markinu. Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Fram. Haukar voru ávallt skrefinu á undan í fyrri hálfleik. Gestirnir spiluðu fína vörn og Grétar Ari Guðjónsson var vel vakandi í markinu. Eftir ágæta byrjun Framara, náðu Haukar góðum tökum á leiknum og komust mest fimm mörkum yfir í stöðunni 8-13. Framarar vöknuðu þá til lífsins, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í aðeins tvö mörk. Haukamenn kláruðu þó fyrri hálfleikinn ágætlega og aðeins góð varsla Valtýs Más Hákonarsonar í lokasókn gestanna, sá til þess að Haukar héldu aðeins með fjögurra marka forystu inn í búningsherbergi. Staðan að loknum fyrri hálfleik 11-15 og verða það að teljast sanngjarnar tölur. Það var vægast sagt allt annað að sjá til Fram í upphafi seinni hálfleiks. Það tók heimamenn aðeins sex mínútur að éta upp forskot Hauka og Þorgeir Bjarki Davíðsson kom síðan Fram yfir þegar 20 mínútur voru eftir. Lokakafli leiksins virtist vera að sveiflast með Fram en þá kom seigla og reynsla Haukaliðsins berlega í ljós. Atli Már Báruson spólaði sig í gegnum vörnina, fiskaði menn í vandræði og skoraði góð mörk. Refurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson steig síðan gríðarlega sterkur upp á lokakaflanum og skoraði mikilvæg mörk Niðurstaðan þriggja marka sigur Hauka 23-26, sem geta tekið margt jákvætt úr þessum leik en þurfa engu að síður að slípa sig betur saman fyrir úrslitakeppnina. Framarar eru hins vegar komnir á botn Olísdeildarinnar og þeirra bíður rosalega fallbarátta.Af hverju unnu Haukar leikinn? Varnarleikur Vals og markvarsla lagði grunninn að þessum sigri. Sóknarleikurinn var oft stirður en áðurnefndir þættir í leik Hauka voru í fínu lagi. Það er erfitt að eiga við Hauka í 60 mínútur, liðið er skipað reynsluboltum sem hafa mikla hæð og þyngd og koma endalaust á varnirnar með miklum krafti og skriðþunga.Hverjir stóðu upp úr? Grétar Ari var mjög góður í markinu hjá Haukum og varði mikilvæga bolta. Atli Már var þyngdar sinnar virði í gulli og það er bara töluvert mikið af gulli. Brynjólfur nýtti færin sín vel í horninu og Ásgeir Örn steig upp á ögurstundu. Ægir Hrafn Jónsson var frábær í vörn Framara og Þorgrímur Smári mjög ógnandi í sókninni.Hvað gekk illa? Þú vinnur ekki marga handboltaleiki með SEX varin skot. Fram lék vörnina gríðarlega vel og því er þessi tala í raun með ólíkindum. Markverðir Fram þurfa að girða sig fyrir lokaleiki liðsins, það er ljóst.Hvað gerist næst? Haukar fá Gróttuna í heimsókn og miðað við úrslit kvöldsins, þá verða Haukamenn að mæta klárir í þann leik. Framarar eru á leið í hrikalega mikilvægan leik gegn Akureyri fyrir norðan og mega helst ekki tapa, ef ekki á illa að fara í botnbaráttunni. Guðmundur messar yfir sínum mönnumvísir/daníelGuðmundur: Væri sennilega að þjálfa Kiel Við byrjum bara ekki nógu sterkt í leiknum og erum að elta þá allan fyrri hálfleikinn. Mér fannst við samt eiga fullt inni og það sýndi sig í seinni hálfleik,“ sagði frekar svekktur þjálfari Fram, Guðmundur Helgi Pálsson eftir 23-26 tap gegn Haukum í Olísdeild karla. „Við spilum frábæra vörn í seinni hálfleik, algjörlega frábæra. Því miður fáum við ekki varða bolta sem fylgja oft slíkum varnarleik. Það vantar bara pínu upp á hjá okkur í dag og þetta dettur stöngin inn hjá þeim. Baráttan er til staðar, karakterinn er til staðar og við þurfum bara að halda áfram.“ Það var allt annað að sjá til Fram-liðsins í seinni hálfleik og því liggur beinast við að spyrja GUðmund hvers vegna Framarar geta ekki leikið af slíkum krafti í 60 mínútur. „Ef ég vissi svarið við þeirri spurningu, þá væri ég sennilega að þjálfa Kiel eða eitthvað. Við erum bara að vinna í þessu dag frá degi og erum að reyna að kveikja á mönnum í öllum leikjum. Við vitum alveg að við kunnum handbolta og höfum sýnt það í vetur.“ „Við getum spilað góðan handbolta og við gerðum það í 30 mínútur í dag en það er bara ekki nóg. Staðan er 19-19 í langan tíma en þá fáum við bara ekki mörkin sem okkur vantaði. Vörnin var frábær en munurinn í dag liggur fyrst og fremst í markvörslunni, því miður,“ sagði Guðmundur Helgi PálssonÁsgeir Örn Hallgrímssonvísir/báraÁsgeir Örn: Náði að trekkja öxlina í gang Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur ekki alveg fundið fjölina sína í markaskorun í vetur en þessi margreyndi landsliðskappi skoraði nokkur mikilvæg mörk á lokakafla leiksins gegn Fram. Haukar unnu 23-26 en Ásgeir segir liðið þurfa að bæta margt. „Úr því sem komið var, þá erum við auðvitað sáttir við sigurinn. Að sama skapi er lélegt hjá okkur að missa þetta svona niður eftir að komast í fína stöðu í fyrri hálfleik. Að glata svona góðri stöðu niður á svona skömmum tíma er bara mjög lélegt. Það má samt segja að við sýnum styrkleika að koma til baka og klára leikinn. Markvarsla og varnarleikur kláraði dæmið.“ Það hefur ítrekað komið fyrir að Haukar missi niður góða stöðu í leikjum sínum og þetta er kannski smá áhyggjuefni? „Þetta er bara veikleiki hjá okkur. Okkur líður vel í góðri stöðu og finnst að við séum alveg með þá. Þá slaka allir á og við gefum þeim von og neista í stað þess að gefa bara almennilega í og klára leikinn á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks. Við þurfum klárlega að fara yfir þetta og bæta mikið.“ Mörkin sem Ásgeir skoraði, voru mjög mikilvæg. „Já já, ég náði að trekkja öxlina aðeins í gang og skora nokkur fín mörk. Það var ágætt og ég er auðvitað ánægður með það. Þetta var samt engine venfipunktur, það var fyrst og fremst vörnin og markvarslan sem skilaði þessum sigri,“ sagði hógvær Árgeir Örn að lokum.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti