Lengst starfandi þingmaður Bandaríkjanna látinn Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2019 10:46 John Dingell í þinghúsinu 2014. AP/Lauren Victoria Burke John Dingell, lengst starfandi þingmaður í sögu Bandaríkjanna lést í gær. Hann var 92 ára gamall og hafði hann setið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Demókrataflokkinn frá 1955 til 2014 eða í 59 ár. Dingell lést á heimili sínu og þingkonunnar Debbie Dingell, eiginkonu hans. Hann var fulltrúi Michigan. Dingell var mikill stuðningsmaður almennrar heilbrigðisþjónustu og lagði hann fram frumvarp um slíka heilbrigðisþjónustu á hverju einasta kjörtímabili sem hann sat á þingi. AP fréttaveitan segir faðir hans hafa kynnt hann fyrir þeirri hugmynd en Dingell tók við þingmennsku af honum eftir að hann dó skyndilega. Debbie Dingell var kjörin til að taka við sæti hans eftir að hann settist í helgan stein. Hann var einnig mjög virkur á Twitter og setti inn sína síðustu færslu á miðvikudaginn. Þar sagðist hann hafa gert samkomulag við eiginkonu sína eftir langar viðræður. Það samkomulag fælist í því að hann hvíldi sig og hún fylgdist með Twitter fyrir hann og skrifaði skilaboð hans. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ótrúlega ljúf orð ykkar og bænir. Þið eruð ekki laus við mig alveg strax,“ sagði Dingell.The Lovely Deborah is insisting I rest and stay off here, but after long negotiations we've worked out a deal where she'll keep up with Twitter for me as I dictate the messages. I want to thank you all for your incredibly kind words and prayers. You're not done with me just yet. — John Dingell (@JohnDingell) February 6, 2019 Dingell vakti mikla athygli í desember þegar hann lagði til að eina leiðin til að auka trú almennings á stjórnmálin á nýjan leik væri meðal annars að fella niður öldungadeilda Bandaríkjaþings og fjármagna kosningar úr ríkissjóði. Í grein sem hann skrifaði í Atlantic sagðist Dingell hafa orðið vitni af ýmsum breytingum hjá bandarísku þjóðinni á löngum ferli sínum. Umfangsmesta breytingin væru þó einnig sú sorglegasta og það væri sífellt minni trú almennings á stjórnmálin og stjórnmálamenn.Hann sagði könnun hafa sýnt fram á að árið 1958 hafi 73 prósent Bandaríkjamanna treyst stjórnmálamönnum til að taka réttar ákvarðanir. Í desember 2017 hafi þetta hlutfall verið komið niður í 18 prósent. Hann sagði margar ástæður fyrir þessari þróun og nefndi stríðið í Víetnam, vinsæl ummæli Ronald Reagan um að ríkið væri ekki að hjálpa fólki, Íraksstríðið og hugarástand Trump-liða. Hann sagði þá „fávita“ sem sæju samsæri í öllum hornum vera „veikasta hlekkinn“ í keðju bandarísks lýðræðis sem spannaði rúmar þrjár aldir. Dingell sagði að til að laga þetta þyrftu allir átján ára Bandaríkjamenn og eldri að verða skráðir kjósendur og koma ætti peningum úr kosningabaráttu. Fjármagna ætti kosningar og kosningabaráttu úr ríkissjóði. „Opinber þjónusta ætti ekki að vera verslunarvara og kjörnir embættismenn ættu ekki að þurfa að leigja sig til hæstbjóðanda til að hljóta embætti og halda því. Ef þú vilt endurbyggja traust á stjórnmálin, fjarlægðu verðmiðann.“ Þá lagði hann til að leggja öldungadeild Bandaríkjaþings niður. Hann sagði þá reglu að hvert ríki, sama hve margir byggju þar, ætti að vera með tvo öldungadeildarþingmenn vera barn síns tíma. Sú regla hefði verið sett á af höfundum stjórnarskrárinnar þegar Bandaríkin voru þrettán og íbúar þeirra voru fjórar milljónir. Nú séu ríkin 50 og þar búi rúmlega 325 milljónir manna. Dingell sagði ekki sanngjarnt að Kalifornía, þar sem nærri því 40 milljónir manna búa, skuli vera með tvo fulltrúa á öldungadeildinni. Þrátt fyrir að þar búi fleiri en í tuttugustu fámennustu ríkjum Bandaríkjanna samanlagt séu þau öll einnig með sína tvo fulltrúa. Hann sagði fámenn ríki hafa allt of mikil áhrif og þetta ójafnvægi hafi leitt til lömunnar í opinberu umhverfi Bandaríkjanna. Andlát Bandaríkin Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
John Dingell, lengst starfandi þingmaður í sögu Bandaríkjanna lést í gær. Hann var 92 ára gamall og hafði hann setið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Demókrataflokkinn frá 1955 til 2014 eða í 59 ár. Dingell lést á heimili sínu og þingkonunnar Debbie Dingell, eiginkonu hans. Hann var fulltrúi Michigan. Dingell var mikill stuðningsmaður almennrar heilbrigðisþjónustu og lagði hann fram frumvarp um slíka heilbrigðisþjónustu á hverju einasta kjörtímabili sem hann sat á þingi. AP fréttaveitan segir faðir hans hafa kynnt hann fyrir þeirri hugmynd en Dingell tók við þingmennsku af honum eftir að hann dó skyndilega. Debbie Dingell var kjörin til að taka við sæti hans eftir að hann settist í helgan stein. Hann var einnig mjög virkur á Twitter og setti inn sína síðustu færslu á miðvikudaginn. Þar sagðist hann hafa gert samkomulag við eiginkonu sína eftir langar viðræður. Það samkomulag fælist í því að hann hvíldi sig og hún fylgdist með Twitter fyrir hann og skrifaði skilaboð hans. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ótrúlega ljúf orð ykkar og bænir. Þið eruð ekki laus við mig alveg strax,“ sagði Dingell.The Lovely Deborah is insisting I rest and stay off here, but after long negotiations we've worked out a deal where she'll keep up with Twitter for me as I dictate the messages. I want to thank you all for your incredibly kind words and prayers. You're not done with me just yet. — John Dingell (@JohnDingell) February 6, 2019 Dingell vakti mikla athygli í desember þegar hann lagði til að eina leiðin til að auka trú almennings á stjórnmálin á nýjan leik væri meðal annars að fella niður öldungadeilda Bandaríkjaþings og fjármagna kosningar úr ríkissjóði. Í grein sem hann skrifaði í Atlantic sagðist Dingell hafa orðið vitni af ýmsum breytingum hjá bandarísku þjóðinni á löngum ferli sínum. Umfangsmesta breytingin væru þó einnig sú sorglegasta og það væri sífellt minni trú almennings á stjórnmálin og stjórnmálamenn.Hann sagði könnun hafa sýnt fram á að árið 1958 hafi 73 prósent Bandaríkjamanna treyst stjórnmálamönnum til að taka réttar ákvarðanir. Í desember 2017 hafi þetta hlutfall verið komið niður í 18 prósent. Hann sagði margar ástæður fyrir þessari þróun og nefndi stríðið í Víetnam, vinsæl ummæli Ronald Reagan um að ríkið væri ekki að hjálpa fólki, Íraksstríðið og hugarástand Trump-liða. Hann sagði þá „fávita“ sem sæju samsæri í öllum hornum vera „veikasta hlekkinn“ í keðju bandarísks lýðræðis sem spannaði rúmar þrjár aldir. Dingell sagði að til að laga þetta þyrftu allir átján ára Bandaríkjamenn og eldri að verða skráðir kjósendur og koma ætti peningum úr kosningabaráttu. Fjármagna ætti kosningar og kosningabaráttu úr ríkissjóði. „Opinber þjónusta ætti ekki að vera verslunarvara og kjörnir embættismenn ættu ekki að þurfa að leigja sig til hæstbjóðanda til að hljóta embætti og halda því. Ef þú vilt endurbyggja traust á stjórnmálin, fjarlægðu verðmiðann.“ Þá lagði hann til að leggja öldungadeild Bandaríkjaþings niður. Hann sagði þá reglu að hvert ríki, sama hve margir byggju þar, ætti að vera með tvo öldungadeildarþingmenn vera barn síns tíma. Sú regla hefði verið sett á af höfundum stjórnarskrárinnar þegar Bandaríkin voru þrettán og íbúar þeirra voru fjórar milljónir. Nú séu ríkin 50 og þar búi rúmlega 325 milljónir manna. Dingell sagði ekki sanngjarnt að Kalifornía, þar sem nærri því 40 milljónir manna búa, skuli vera með tvo fulltrúa á öldungadeildinni. Þrátt fyrir að þar búi fleiri en í tuttugustu fámennustu ríkjum Bandaríkjanna samanlagt séu þau öll einnig með sína tvo fulltrúa. Hann sagði fámenn ríki hafa allt of mikil áhrif og þetta ójafnvægi hafi leitt til lömunnar í opinberu umhverfi Bandaríkjanna.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira