Sjáðu LeBron og Giannis velja stjörnuliðin sín Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2019 08:00 LeBron James og Giannis skemmtu sér bara ágætlega. skjáskot/nba LeBron James valdi Kevin Durant fyrstan í lið sitt fyrir stjörnuleik NBA-deildarinnar annað árið í röð en eins og í fyrra völdu fyrirliðarnir úr sitthvorri deildinni í liðin sín því ekki er keppt austur á móti vestri. NBA-deildin var gagnrýnd í fyrra fyrir að sýna ekki frá valinu þegar að LeBron James og Steph Curry voru fyrirliðar en úr því var bætt að þessu sinni og varð til skemmtilegt sjónvarp í nótt. LeBron var léttur, ljúfur og kátur og viðurkenndi að hafa valið Durant fyrstan í fyrra en hann var með fyrsta valrétt núna á móti gríska fríkinu og Milwaukee Bucks-manninum Giannis Antetokounmpo. Átta leikmenn fyrir utan fyrirliðana komu til greina sem byrjunarliðsmenn út frá atkvæðum aðdáenda deildarinnar og þurftu þeir að setja saman lið með tveimur bakvörðum og þremur framherjum. LeBron tók gamla félaga sinna Kyrie Irving annan og náði James Harden með síðasta valinu sínu sem verður að teljast nokkuð ótrúlegt miðað við hvernig hann er að spila. Grikkinn er með nokkuð alþjóðlegt lið en hann tók alla leikmennina sem í boði voru sem ekki eru fæddir í Bandaríkjunum. Steph Curry verður með Giannis í liði líkt og Paul George og stóri Kamerúninn, Joel Embiid. Í fyrsta sinn bætti NBA-deildin við sérstökum leikmönnum sem eru að kveðja deildina eftir tímabilið og valdi LeBron að sjálfsögðu Dwayne Wade í liðið sitt þar sem að þeir eru miklir vinir en Giannis fékk Dirk Nowitzki.Byrjunarlið LeBron: Kyrie Irving, Celtics (2. val) James Harden, Rockets (4. val) Kevin Durant, Warriors (1. val) Kawhi Leonard, Raptors (3. val) LeBron James, Lakers (fyrirliði)Bekkurinn (í réttri valröð): Anthony Davis, Pelicans Klay Thompson, Warriors Damien Lillard, Trail Blazers Ben Simmons, 76ers* LaMarcus Aldridge, Spurs Karl-Anthonhy Towns, Timberwolves Bradly Beal, RaptorsSérstök viðbót: Dwayne Wade, HeatByrjunarlið Giannis: Steph Curry, Warriors (1. val) Kemba Walker, Hornets (4. val) Paul George, Thunder (3. val) Giannies Antetokounmpo, Bucks (fyrirliði) Joel Embiid, 76ers (2. val)Bekkurinn (í réttri valröð): Khris Middleton, Bucks Nikola Jokic, Nuggets Russell Westbrook, OKC Thunder* Blake Griffin, Detroit Pistons D'Angelo Russell, Nets Nikola Vucevic, Magic Kyle Lowry, RaptorsSérstök viðbót: Dirk Nowitzki, Mavericks *LeBron og Giannis skiptu á leikmönnum. Simmons fór til LeBron og Westbrook kom til Giannis. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
LeBron James valdi Kevin Durant fyrstan í lið sitt fyrir stjörnuleik NBA-deildarinnar annað árið í röð en eins og í fyrra völdu fyrirliðarnir úr sitthvorri deildinni í liðin sín því ekki er keppt austur á móti vestri. NBA-deildin var gagnrýnd í fyrra fyrir að sýna ekki frá valinu þegar að LeBron James og Steph Curry voru fyrirliðar en úr því var bætt að þessu sinni og varð til skemmtilegt sjónvarp í nótt. LeBron var léttur, ljúfur og kátur og viðurkenndi að hafa valið Durant fyrstan í fyrra en hann var með fyrsta valrétt núna á móti gríska fríkinu og Milwaukee Bucks-manninum Giannis Antetokounmpo. Átta leikmenn fyrir utan fyrirliðana komu til greina sem byrjunarliðsmenn út frá atkvæðum aðdáenda deildarinnar og þurftu þeir að setja saman lið með tveimur bakvörðum og þremur framherjum. LeBron tók gamla félaga sinna Kyrie Irving annan og náði James Harden með síðasta valinu sínu sem verður að teljast nokkuð ótrúlegt miðað við hvernig hann er að spila. Grikkinn er með nokkuð alþjóðlegt lið en hann tók alla leikmennina sem í boði voru sem ekki eru fæddir í Bandaríkjunum. Steph Curry verður með Giannis í liði líkt og Paul George og stóri Kamerúninn, Joel Embiid. Í fyrsta sinn bætti NBA-deildin við sérstökum leikmönnum sem eru að kveðja deildina eftir tímabilið og valdi LeBron að sjálfsögðu Dwayne Wade í liðið sitt þar sem að þeir eru miklir vinir en Giannis fékk Dirk Nowitzki.Byrjunarlið LeBron: Kyrie Irving, Celtics (2. val) James Harden, Rockets (4. val) Kevin Durant, Warriors (1. val) Kawhi Leonard, Raptors (3. val) LeBron James, Lakers (fyrirliði)Bekkurinn (í réttri valröð): Anthony Davis, Pelicans Klay Thompson, Warriors Damien Lillard, Trail Blazers Ben Simmons, 76ers* LaMarcus Aldridge, Spurs Karl-Anthonhy Towns, Timberwolves Bradly Beal, RaptorsSérstök viðbót: Dwayne Wade, HeatByrjunarlið Giannis: Steph Curry, Warriors (1. val) Kemba Walker, Hornets (4. val) Paul George, Thunder (3. val) Giannies Antetokounmpo, Bucks (fyrirliði) Joel Embiid, 76ers (2. val)Bekkurinn (í réttri valröð): Khris Middleton, Bucks Nikola Jokic, Nuggets Russell Westbrook, OKC Thunder* Blake Griffin, Detroit Pistons D'Angelo Russell, Nets Nikola Vucevic, Magic Kyle Lowry, RaptorsSérstök viðbót: Dirk Nowitzki, Mavericks *LeBron og Giannis skiptu á leikmönnum. Simmons fór til LeBron og Westbrook kom til Giannis.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira