Forherðing Hörður Ægisson skrifar 8. febrúar 2019 07:00 Þetta var skýrt og skorinort hjá seðlabankastjóra. Takturinn í hagkerfinu er að breytast, hagvöxtur fer hratt minnkandi og stjórnendur fyrirtækja sjá frekar fram á uppsagnir en ráðningar, en að sama skapi er ekki efnahagssamdráttur í kortunum. Slíkt áfall gæti hins vegar orðið ef það verða verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins. Það hefði þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að vextir myndu hækka og atvinnuleysi aukast. „Reynum að forða því,“ sagði Már Guðmundsson. Þegar seðlabankastjóri sér ástæðu til að senda frá sér jafn skýr skilaboð mætti ætla að flestir myndu leggja við hlustir – og kannski taka mark á þeim. Það var auðvitað til of mikils mælst. Viðbrögð forystumanna verkalýðsfélaganna voru í senn fyrirsjáanleg og uggvænleg. Formaður Eflingar, sem verður oft rosalega reið ef einhver kann að hafa aðra skoðun en hún, brást við með því að afgreiða varnaðarorðin sem „forherðingu efnahagslegra forréttindahópa“. Þetta er orðið þekkt stef. Áliti greinenda, hagfræðinga, Seðlabankans – og í raun allra sem leyfa sér að setja fyrirvara við skynsemi þess að hækka laun margfalt meira en sem nemur mögulegri verðmætaaukningu – er hafnað með þeim einu rökum að þetta sé málflutningur „auðvaldsins“ og einhverra óskilgreindra „fjármagnsafla“. Ekki er þetta líklegt til uppbyggilegrar umræðu um hvernig megi laga það sem betur má fara í íslensku samfélagi og bæta lífskjör almennings. Getur verið að hið sama fólk sé ekki drifið áfram af annarlegum hvötum heldur, meðal annars byggt á sérþekkingu þess, menntun og reynslu, viti mögulega um hvað það er að tala? Hin nýja róttæka verkalýðshreyfing, sem verður tíðrætt um að allir aðrir en þau eigi að sýna auðmýkt, mætti stundum hafa það hugfast að þau hafa ekkert tilkall til að telja sig vera þess umkomin að boða hinn eina rétta sannleika. Það er enginn á móti því að bæta kjör launafólks, einkum þeirra lægst launuðu, en það verður ekki gert með því einu að undirrita samninga um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir. Íslendingar ættu að hafa lært það af biturri reynslu að hækkun launa umfram framleiðnivöxt leiðréttist með hærri verðbólgu – sem bitnar harðast á skuldsettum heimilum og þeim sem minnst hafa á milli handanna. Laun í krónum talið hafa nær sexfaldast frá 1989 en á sama tíma hefur kaupmáttur aðeins vaxið um 65 prósent. Haldi einhverjir að niðurstaðan yrði á aðra leið við núverandi aðstæður þá hafa þeir hinir sömu fundið upp á nýrri leið til að stórbæta lífskjör alls almennings með einu pennastriki, óháð verðmætasköpun og stöðu útflutningsatvinnuveganna. Fáir ættu að vilja láta reyna á það veðmál. Verkalýðshreyfingin er að stærstum hluta skipuð skynsömu fólki sem veit vel að á því hvílir rík ábyrgð. Í stað þess að reyna að eigna sér hlutdeild í þeim mikla árangri sem áunnist hefur og leggja áherslu á að varðveita hann – kaupmáttur hefur aukist um fjórðung frá 2015 – hefur hluti hennar kosið þá vegferð að sækja í átök við allt og alla fremur en að leita raunhæfra lausna. Það hefur verið ljóst um langt skeið að þær viðræður sem nú eru á borði ríkissáttasemjara eru í fullkomnum ógöngum. Allar kröfur stéttarfélaganna – húsnæðismál, afnám verðtryggingar, vaxtamál og krónutöluhækkanir – eru sagðar ófrávíkjanlegar. Ef fram heldur sem horfir geta viðræðurnar aðeins endað á einn veg þar sem félögin munu slíta þeim og boða til verkfalla – og um leið taka niður með sér allt hagkerfið. Við erum að nálgast ögurstundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þetta var skýrt og skorinort hjá seðlabankastjóra. Takturinn í hagkerfinu er að breytast, hagvöxtur fer hratt minnkandi og stjórnendur fyrirtækja sjá frekar fram á uppsagnir en ráðningar, en að sama skapi er ekki efnahagssamdráttur í kortunum. Slíkt áfall gæti hins vegar orðið ef það verða verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins. Það hefði þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að vextir myndu hækka og atvinnuleysi aukast. „Reynum að forða því,“ sagði Már Guðmundsson. Þegar seðlabankastjóri sér ástæðu til að senda frá sér jafn skýr skilaboð mætti ætla að flestir myndu leggja við hlustir – og kannski taka mark á þeim. Það var auðvitað til of mikils mælst. Viðbrögð forystumanna verkalýðsfélaganna voru í senn fyrirsjáanleg og uggvænleg. Formaður Eflingar, sem verður oft rosalega reið ef einhver kann að hafa aðra skoðun en hún, brást við með því að afgreiða varnaðarorðin sem „forherðingu efnahagslegra forréttindahópa“. Þetta er orðið þekkt stef. Áliti greinenda, hagfræðinga, Seðlabankans – og í raun allra sem leyfa sér að setja fyrirvara við skynsemi þess að hækka laun margfalt meira en sem nemur mögulegri verðmætaaukningu – er hafnað með þeim einu rökum að þetta sé málflutningur „auðvaldsins“ og einhverra óskilgreindra „fjármagnsafla“. Ekki er þetta líklegt til uppbyggilegrar umræðu um hvernig megi laga það sem betur má fara í íslensku samfélagi og bæta lífskjör almennings. Getur verið að hið sama fólk sé ekki drifið áfram af annarlegum hvötum heldur, meðal annars byggt á sérþekkingu þess, menntun og reynslu, viti mögulega um hvað það er að tala? Hin nýja róttæka verkalýðshreyfing, sem verður tíðrætt um að allir aðrir en þau eigi að sýna auðmýkt, mætti stundum hafa það hugfast að þau hafa ekkert tilkall til að telja sig vera þess umkomin að boða hinn eina rétta sannleika. Það er enginn á móti því að bæta kjör launafólks, einkum þeirra lægst launuðu, en það verður ekki gert með því einu að undirrita samninga um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir. Íslendingar ættu að hafa lært það af biturri reynslu að hækkun launa umfram framleiðnivöxt leiðréttist með hærri verðbólgu – sem bitnar harðast á skuldsettum heimilum og þeim sem minnst hafa á milli handanna. Laun í krónum talið hafa nær sexfaldast frá 1989 en á sama tíma hefur kaupmáttur aðeins vaxið um 65 prósent. Haldi einhverjir að niðurstaðan yrði á aðra leið við núverandi aðstæður þá hafa þeir hinir sömu fundið upp á nýrri leið til að stórbæta lífskjör alls almennings með einu pennastriki, óháð verðmætasköpun og stöðu útflutningsatvinnuveganna. Fáir ættu að vilja láta reyna á það veðmál. Verkalýðshreyfingin er að stærstum hluta skipuð skynsömu fólki sem veit vel að á því hvílir rík ábyrgð. Í stað þess að reyna að eigna sér hlutdeild í þeim mikla árangri sem áunnist hefur og leggja áherslu á að varðveita hann – kaupmáttur hefur aukist um fjórðung frá 2015 – hefur hluti hennar kosið þá vegferð að sækja í átök við allt og alla fremur en að leita raunhæfra lausna. Það hefur verið ljóst um langt skeið að þær viðræður sem nú eru á borði ríkissáttasemjara eru í fullkomnum ógöngum. Allar kröfur stéttarfélaganna – húsnæðismál, afnám verðtryggingar, vaxtamál og krónutöluhækkanir – eru sagðar ófrávíkjanlegar. Ef fram heldur sem horfir geta viðræðurnar aðeins endað á einn veg þar sem félögin munu slíta þeim og boða til verkfalla – og um leið taka niður með sér allt hagkerfið. Við erum að nálgast ögurstundu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun